,

Fylkir og Rinat í samstarf

Knattspyrnudeild Fylkis og Rinat á Íslandi hafa gert á milli sín samsstarfssamning um markmannsvörur.

Rinat er mexíkóst merki sem sérhæfir sig í markmannshönskum og öðrum vörum fyrir markmenn. Rinat hefur notið gífurlegra vinsælda frá því að vörur frá merkinu urðu fáanlegar hérlendis vorið 2019.

Markverðir meistaraflokks karla og kvenna munu í sumar spila í hönskum frá Rinat og munu allir markmenn yngri flokka félagsins geta keypt hanska frá merkinu á sérstökum kjörum. 

 

Mikil ánægja er með að samkomulag hafi náðst við Rinat og hlökkum við til að sjá markmenn félagsins bæta og þróa sinn leik í vörum frá merkinu