Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp fyrir u-19 ára landslið kvenna sem tekur þátt í milliriðli í undankeppni fyrir EM 2022.
 
Fylkir á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Sara Dögg Ásþórsdóttir og Tinna Brá Magnúsdóttir.
 
Sara Dögg er öflugur miðjumaður og orðinn algjör lykilmaður í ungum og spennandi meistaraflokk félagsins. Hún var svo valinn efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna á ný afstöðu tímabili.
 
Tinna er á 18 aldursári og spilaði hún alla leiki Fylkis í Pepsi Max deildinni síðasta sumar. Hún hefur fest sig í sessi sem einn allra efnilegasti markmaður landsins.
 
Ísland er í riðli með Englandi, Wales og Belgíu, en leikið er á Englandi dagana 6.-12. apríl.
 
Við óskum stelpunum til hamingju með valið og hlökkum til að fylgjast með þeim í þessu verkefni.
 
#viðerumÁrbær

Hér fyrir neðan má sjá þau númer sem voru dregin út í happadrættinu sem var á herrakvöldi Fylkis 25.mars.  Vinningshafar geta nálgast vinningana í Fylkishöll frá og með mánudeginum 28.mars.

Vinningaskrá 2022 n
Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Klara Mist Karlsdóttir hefur skrifað undir lánssamning við knattspyrnudeild Fylkis út tímabilið 2022.
 
Klara Mist er uppalin hjá Stjörnunni og hefur spilað í gegnum alla yngri flokka félagsins. Klara kom við sögu í fjórum leikjum Stjörnunnar í Pepsí Max deildinni á síðustu leiktíð Hún leikur jafnt sem miðju- og varnarmaður og er frábær viðbót við okkar unga og efnilega lið.
 
Við Fylkismenn getum glaðst yfir þeim tíðindum að semja við leikmenn sem eru staðráðnir í því að hjálpa liðinu upp í deild þeirra bestu!
 
Velkomin í Árbæinn Klara.
 
#viðerumÁrbær

 

Vienna Behnke semur við Fylki.
Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Vienna Behnke hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Fylkis út keppnistímabilið 2022.
Vienna er mjög reynslumikill vinstri kantmaður, sem hefur spilað 71 leik fyrir Hauka í Lengjudeildinni og skorað í þessum leikjum 32 mörk.
Hún er frábær viðbót við okkar unga og efnilega lið og erum við gríðarlega spennt að fylgjast með henni á vellinum í sumar.
Vienna, velkomin í Árbæinn !
Mathias Laursen til Fylkis
Danski sóknarmaðurinn Mathias Laursen hefur skrifað undir samning við félagið.
Hann æfði með félaginu fyrr á árinu og spilaði leik þar sem hann m.a skoraði og lagði upp.
Mathias kemur frá Danska félaginu Aarhus Fremad þar sem hann lék 75 leiki og skoraði í þeim 35 mörk.
Fylkir bíður Mathias velkominn til félagsins og hlakkar til að sjá hann á vellinum !
Olgeir er Eyjamaður en hefur helst gert garðinn frægan með Breiðablik. Þar var hann í eina liði Blika sem hampað hefur Bikarmeistaratitli 2009 og Íslandsmeistaratitlinum 2010.
Hann spilaði 321 meistaraflokksleik fyrir Breiðablik og skorað í þeim 39 mörk. Hann lék einnig 17 leiki fyrir ÍBV og 22 fyrir Völsung og skorað í þeim 1 mark.
Olgeir var aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki Breiðabliks 2017 og þjálfari 2. flokk Kópavogsliðsins 2017 – 2021.
Samningur Olgeirs við Fylki er 2 ár með möguleika á framlengingu um 1 ár til viðbótar.
Fylkir býður Olgeir velkominn í Árbæinn

Tómas Ingi yfirmaður knattspyrnumála handsalar samning við Olgeir

Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt

 

Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.

Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.

Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

 

Ferlið er auðvelt:

1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.

Upplýsingar deilda:

Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493

Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300

Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805

Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817

Körfuknattleiksdeild 480294-2389,  0515-26-480294

Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496

Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402

Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdarstjóri félagsins (hordur@fylkir.is)

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

Búið er að draga í nýárshappadrætti knattspyrnudeildar 2022 og má sjá niðurstöðuna í meðfylgjandi vinningarskrá.

Þau sem eru með vinningsmiða mega senda tölvupóst á Hörð framkvæmdarstjóra á netfangið hordur@fylkir.is

Nýárshappadrætti Fylkis útdráttur 03.02.2022

 

Okkur vantar öflugan aðila inn í meistaraflokksráð kvenna. Skemmtilegt tækifæri til þess að taka þátt í starfi félagsins og skapa góða umgjörð fyrir stelpurnar okkar. Spennandi tímabil framundan og næg verkefni.
Áhugasamir hafi samband við Júlíus Örn / juliusorn@outlook.com
 
#viðerumÁrbær
Útdrætti í nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis hefur verið frestað til 3.febrúar vegna óviðráðanlegra orsaka.
 
En er hægt að tryggja sér miða í gegnum netverslun og vinna stórkoslegt málverk eftir Tolla en slóðina má finna hér að neðan ?
https://www.sportabler.com/shop/fylkir/fotbolti
 
#viðerumÁrbær