Skráning er hafin í starf handknattleiksdeildar Fylkis í vetur.  Boðið verður upp á æfingar í öllum flokkum.

Æfingar í yngstu flokkunum hefjast 1.september og verða upplýsingar um æfingatíma sett inn á heimasíðu félagsins um leið og þær eru klárar.

Skráning í 8.fl – 5.fl karla og kvenna fer fram í skráningarkerfi Fylkis á heimasíðunni https://fylkir.felog.is/ , vakin er athygli á því að veittur er 10% afsláttur ef gengið er frá skráningu og greiðslu fyrir 1.október.

Vegna samstarfs deildarinnar við handknattleiksdeild Fjölnis í 4.fl og 3.fl  karla og kvenna fer skráningin í þá flokka fram í gegnum skráningarkerfi Fjölnis https://fjolnir.felog.is/.

Minnum á skráningu í frístundavagninn sem gengur innan hverfis og á að nota frístundastyrkinn.

Miðvikudaginn 28. maí verður haldin uppskeruhátíð fyrir iðkendur handknattleiksdeildar í Fylkishöll.  Hátíðin hefst kl. 17:00 og eru iðkendur hvattir til að mæta. Í ljósi COVID verða engar hefðbundnar verðlauna-athafnir, en þjálfarar munu ávarpa iðkendur. Boðið verður svo upp á pylsur. Gætum að fyllsta öryggi og virðum fjarlægðartakmarkanir.

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Meistaraflokksráð Fjölnis/Fylkis situr ekki auðum höndum. Oddný Björg Stefánsdóttir hefur skrifað undir samning við félagið. Hún er tvítugur markmaður sem kemur frá ÍR. Oddný er öflugur leikmaður og mikil styrking fyrir liðið. Hún á að baki leiki fyrir ÍR og HK.

Það eru bjartir tímar framundan hjá meistaraflokki kvenna í handbolta. Á dögunum skrifaði deildin undir samstarfssamning við Fjölni um sameiginlegan meistaraflokk kvenna. Þar segir meðal annars að „markmið samstarfsins er að bæta umgjörð meistaraflokks og styðja enn frekar við uppbyggingu kvennastarfs í félögunum“.

Frekari frétta af leikmannamálum er að vænta á næstunni.

Meistaraflokksráð kvenna í Fjölni/Fylki heldur áfram að styrkja liðið. Anna Karen Jónsdóttir hefur skrifað undir samning við félagið. Hún kemur frá norska liðinu Fjellhammer IL.

Anna Karen er gríðarlega öflug skytta sem kemur til með að styrkja liðið í vörn og sókn. Hún er er hluti af mjög sterkum 2001 árgangi í Fjellhammer IL sem hefur spilað í Lerøy landskeppninni fyrir U18 ára ásamt því að spila með varaliði meistaraflokks.

Þetta hafði hún að segja við undirskrift: „Ég ákvað að stökkva á tækifærið að koma til Íslands af því að það var spennandi. Fjölnir/Fylkir er áhugavert lið og mér leist strax vel á þjálfarateymið og umgjörðina í kringum liðið“.

Við bjóðum Önnu Karen hjartanlega velkomna og hlökkum til að sjá þig á vellinum.

Fylkir og Fjölnir hafa skrifað undir þriggja ára samstarfssamning um að tefla fram sameiginlegu liði í meistaraflokki kvenna í handbolta. Markmið samstarfsins er að bæta umgjörð meistaraflokks og styðja enn frekar við uppbyggingu kvennastarfs í félögunum. Félögin vilja byggja upp samkeppnishæfan meistaraflokk sem mun með tímanum festa sig í sessi í efstu deild.

Gísli Steinar Jónsson og Gunnar Valur Arason taka við þjálfun Fjölnis/Fylkis í meistaraflokki kvenna. Þeir taka við góðu búi af þeim Sigurjóni Friðbirni hjá Fjölni og Ómari Erni hjá Fylki.

Gísli Steinar Jónsson er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann hefur undanfarin tvö ár þjálfað yngri flokka kvenna hjá Fjölni ásamt því að sinna hlutverki aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna á liðnu tímabili. Fyrir þann tíma bjó hann í Noregi og þjálfaði yngri flokka hjá Fet IL í sex ár. Gísli hlakkar til að takast á við krefjandi og skemmtileg verkefni sem tengjast samstarfi félaganna og að fylgja áfram öllum þeim efnilegu stelpum sem hann hefur þjálfað síðustu tvö ár og auk þess kynnast nýjum leikmönnum sem eru að bætast í hópinn fyrir næsta tímabil.

Gunnar Valur Arason er uppalinn ÍR-ingur þar sem hann spilaði í yngri flokkunum og loks í meistaraflokki. Hann á einnig að baki leiki í meistaraflokki fyrir lið Víkings, Fylkis og Gróttu. Gunnar byrjaði ungur að þjálfa hjá ÍR og þjálfaði yngri flokka hjá félaginu í fjölmörg ár. Hann var einnig þjálfari yngri flokka Víkings í rúm tvö ár. Það var svo á tímabilinu 2014-2015 sem hann snéri aftur til ÍR, þá hjá 3. flokki, 4. flokki og sem aðstoðarþjálfari í meistaraflokki kvenna. Vorið 2015 tók Gunnar svo tímabundið við sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍR og svo aftur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokksins árið 2017. Gunnar hefur þjálfað 3. og 4. flokk kvenna hjá ÍR frá 2014-2020. Loks má nefna að Gunnar hefur einnig komið að þjálfun afrekshóps hjá HSÍ.

Nýjir þjálfarar Fjölnis/Fylkis

Búið er að draga í happdrætti handknattleiksdeildar Fylkis 5. flokks kvenna. Hægt er að vitja ósóttra vinninga til Elsu fjármálastjóra Fylkis til 5.mars.

Vinningsnúmerin eru:

Vinningaskrá happdrættis 5. flokks Fylkis í handbolta
1. Vinningur 289
2. vinningur 813
3. vinnignur 839
4. vinningur 1681
5. vinningur 1066
6. vinningur 237
7. vinningur 227
8. vinningur 175
9. vinningur 2075
10. vinningur 2022
11. vinningur 501
12. vinningur 1076
13. vinningur 434
14. vinningur 478
15. vinningur 957
16. vinningur 996
17. vinningur 875
18. vinningur 319
19. vinningur 255
20. vinningur 946
21. vinningur 1099
22. vinningur 448
23. vinningur 276
24. vinningur 368
25. vinningur 254

Frábærar fréttir, Fylkir gerir samstarfssamning við EYKT.

Í síðustu viku var skrifað undir samstarfssamning á milli Fylkis og EYKT ehf.
Með þessum samning verður EYKT einn af aðalstyrktaraðilum handknattleiks og knattspyrnudeildar félagsins. Merki fyrirtækisins mun vera á búningum meistaraflokka og búningum yngri iðkenda deildanna.

Samningurinn er til þriggja ára.

,, Þetta eru frábærar fréttir fyrir Fylki. Það að semja við öflugt fyrirtæki sem EYKT hleypir í okkur krafti og erum við þakklát þessu góða hverfisfyrirtæki, þetta á eftir að vera gott samstarf. Okkur hlakkar mikið til að vinna með EYKT,“ segir Hafsteinn Steinsson verkefnastjóri hjá Fylki.

Byggingarfélagið Eykt var stofnað árið 1986, en stefna Eyktar er að byggja vönduð hús og önnur mannvirki, sem umgjörð um daglegt líf og atvinnurekstur.
Eykt hefur ávallt verið byggt upp og rekið með langtímasjónarmið í huga. Leiðarljós félagsins er að vera Þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði og eru eftirfarandi markmið lögð til grundvallar í starfsemi fyrirtækisins:
• Eykt ætlar að vera í fremstu röð byggingarfyrirtækja landsins og tryggja með markvissu gæðakerfi og besta búnaði, að afhent vara sé ávallt í samræmi við skilgreindar gæðakröfur félagsins,
• Eykt vill að laga framleiðslu sína og þjónustu að þörfum viðskiptavina sinna með stöðugum umbótum,
• Eykt mun viðhalda sem best heilbrigði starfsmanna sinna og tryggja ávallt öryggi þeirra á vinnustað

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Minnum á Villibráðakvöld handknattleiksdeildar Fylkis.  Miðasala í Fylkishöll.