Frábærar fréttir, Fylkir gerir samstarfssamning við EYKT.

Í síðustu viku var skrifað undir samstarfssamning á milli Fylkis og EYKT ehf.
Með þessum samning verður EYKT einn af aðalstyrktaraðilum handknattleiks og knattspyrnudeildar félagsins. Merki fyrirtækisins mun vera á búningum meistaraflokka og búningum yngri iðkenda deildanna.

Samningurinn er til þriggja ára.

,, Þetta eru frábærar fréttir fyrir Fylki. Það að semja við öflugt fyrirtæki sem EYKT hleypir í okkur krafti og erum við þakklát þessu góða hverfisfyrirtæki, þetta á eftir að vera gott samstarf. Okkur hlakkar mikið til að vinna með EYKT,“ segir Hafsteinn Steinsson verkefnastjóri hjá Fylki.

Byggingarfélagið Eykt var stofnað árið 1986, en stefna Eyktar er að byggja vönduð hús og önnur mannvirki, sem umgjörð um daglegt líf og atvinnurekstur.
Eykt hefur ávallt verið byggt upp og rekið með langtímasjónarmið í huga. Leiðarljós félagsins er að vera Þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði og eru eftirfarandi markmið lögð til grundvallar í starfsemi fyrirtækisins:
• Eykt ætlar að vera í fremstu röð byggingarfyrirtækja landsins og tryggja með markvissu gæðakerfi og besta búnaði, að afhent vara sé ávallt í samræmi við skilgreindar gæðakröfur félagsins,
• Eykt vill að laga framleiðslu sína og þjónustu að þörfum viðskiptavina sinna með stöðugum umbótum,
• Eykt mun viðhalda sem best heilbrigði starfsmanna sinna og tryggja ávallt öryggi þeirra á vinnustað

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Minnum á Villibráðakvöld handknattleiksdeildar Fylkis.  Miðasala í Fylkishöll.

 

5 flokkur karla Fylkis og 4.flokkur karla og kvenna í Fjölni/Fylki fóru á stærsta og flottasta handboltamót í heimi, Partille Cup dagana 29. júní til 7. júlí. Á mótinu léku rúmlega 25 þúsund keppendur frá öllum heimshornum. Í heildina tóku 55 iðkendur á vegum Fylkis og Fjölnir/Fylkir þátt og tefldum við fram fimm liðum. Liðin léku í riðlakeppni fyrstu keppnisdagana þar sem okkar lið mættu fimm andstæðingum. Á föstudeginum og laugardeginum léku liðin síðan í útsláttarkeppninni þar sem liðin komust mislangt.

Fyrir utan keppnina sjálfa var dagskráin þétt setin. Krakkarnir fóru í vatnsrennibrautargarðinn Skara Sommarland, sáu íslenska U17 ára landslið karla vinna bronsverðlaun á European Open þegar það vann frábæran sigur á Hvít-Rússum í skemmtilegum handboltaleik. Segja má að vikan hafi verið viðburðarík og skilur eftir ótal minningar hjá okkar krökkum, en iðkendur okkar voru félögunum til sóma innan vallar sem utan.

Framtíðin er björt í Árbænum!

Handboltaskóli Fylkis verður sumarið 2019