,

Uppskeruhátíð handboltans verður 28.maí

Miðvikudaginn 28. maí verður haldin uppskeruhátíð fyrir iðkendur handknattleiksdeildar í Fylkishöll.  Hátíðin hefst kl. 17:00 og eru iðkendur hvattir til að mæta. Í ljósi COVID verða engar hefðbundnar verðlauna-athafnir, en þjálfarar munu ávarpa iðkendur. Boðið verður svo upp á pylsur. Gætum að fyllsta öryggi og virðum fjarlægðartakmarkanir.

Hlökkum til að sjá ykkur.