Fylkir mun í sumar bjóða upp á fjölbreytt sumarnámskeið í samstafi við deildir félagsins. Skráningarhlekkur á námskeiðin eru hér neðst í fréttinni.
Knattspyrnuskóli
Knattspyrnuskólinn er fyrir börn á aldrinum 6 – 10 ára og hefur verið starfræktur í fjölmörg ár og er alltaf vel sóttur. Skólastjóri verður Kristján Gylfi Guðmundsson og honum til aðstoðar þjálfarar knattspyrnudeildar.
Gott er að hafa í huga að námskeiðið fer allt fram utandyra og því mikilvægt að taka með sér útifatnað til knattspyrnuiðkunar, klæða sig eftir veðri og koma með nesti (nestistími um kl. 10.30). Grill er svo á föstudögum í lok hvers námskeiðs.
Tækniskóli
Tækniskólinn er fyrir ungmenni á aldrinum 11 – 14 ára (2007 – 2010) sem vilja bæta sig enn frekar í knattspyrnu. Markmiðið með námskeiðinu er að iðkendur bæti enn frekar tæknilega færni og skilning á leiknum. Námskeiðin verða með vikuleg þemu sem eru auglýst síðar. Gott er að hafa í huga að námskeiðið fer allt fram utandyra og því mikilvægt að koma í útifatnaði til knattspyrnuiðkunar og klædd eftir veðri. Grill er svo á föstudögum í lok hvers námskeiðs.
Leikja- og fimleikanámskeið
Námskeið fyrir börn fædd 2010 – 2015. Mikilvægt er að taka með sér þægilegan innifatnað en farið verður út í leiki ef vel viðrar. Einnig þarf að taka morgunnesti og hádegisnesti, gott að hafa vatnsbrúsa með. Pizzuveisla og Ólympíuleikar í hádeginu á föstudögum.
Boltaskóli
Boltaskóli er fyrir börn fædd 2009 – 2015. Farið verður í fjölbreytta boltaleiki og greinar sem félagið býður upp á kynntar. Boltaskólinn er frábært framhald af öðrum námskeiðum á vegum félagsins. Börn sem eru skráð á knattspyrnuæfingar á meðan námskeiði stendur verða send á þær. Skólastjóri er Viktor Lekve, handboltaþjálfari hjá félaginu og honum til aðstoðar verða iðkendur úr félaginu. Boltaskólinn fer aðalega fram innandyra og því mikilvægt að taka með sér viðeigandi innanhúsfatnað sem hugsaður er til íþróttaiðkunnar, ef viðrar vel verður farið út. Í lok hvers námskeiðs er svo grillveisla.
–Skráning í boltaskólann fer fram undir liðnum “Handbolti“ á hlekknum hér neðst í fréttinni.
Parkour námskeið
Parkour námskeið þar sem kennt verður allt það helsta í Parkour. Mæta þarf í þæginlegum fatnaði og með vatsbrúsa.
Rafíþróttanámskeið
Á námskeiðum rafíþróttadeildar Fylkis spilum við saman tölvuleiki en ásamt því er sprellað og stunduð líkamleg hreyfing. Farið verður yfir mikilvæg undirstöðuatriði rafíþróttaiðkunar sem ýta undir jákvæða og heilbrigða tölvuleikjaspilun. Mæting í íþróttafatnaði með holt nesti og vatnsbrúsa!
Körfuboltanámskeið
3 námskeið fyrir krakka 9 – 12 ára yfir sumartímann. Kennt verður í Fylkishöll frá 9 – 12 alla virka daga. Leiðbeinandi er Bjarni Þórðarson. Hægt verður að velja önnur námskeið með eftir hádegi og er þá veittur afsláttur af þeim.
Námskeiðin eru kennd vikurnar: 21. – 25. júní, 9. – 13. ágúst & 16. – 20. ágúst.
Skráning á öll námskeið fer fram í gegnum
Sportabler