Fylkir mun í sumar bjóða upp á fjölbreytt sumarnámskeið í samstafi við deildir félagsins. Skráningarhlekkur á námskeiðin eru hér neðst í fréttinni.

 

Knattspyrnuskóli
Knattspyrnuskólinn er fyrir börn á aldrinum 6 – 10 ára og hefur verið starfræktur í fjölmörg ár og er alltaf vel sóttur. Skólastjóri verður Kristján Gylfi Guðmundsson og honum til aðstoðar þjálfarar knattspyrnudeildar.
Gott er að hafa í huga að námskeiðið fer allt fram utandyra og því mikilvægt að taka með sér útifatnað til knattspyrnuiðkunar, klæða sig eftir veðri og koma með nesti (nestistími um kl. 10.30). Grill er svo á föstudögum í lok hvers námskeiðs.


Tækniskóli
Tækniskólinn er fyrir ungmenni á aldrinum 11 – 14 ára (2007 – 2010) sem vilja bæta sig enn frekar í knattspyrnu. Markmiðið með námskeiðinu er að iðkendur bæti enn frekar tæknilega færni og skilning á leiknum. Námskeiðin verða með vikuleg þemu sem eru auglýst síðar. Gott er að hafa í huga að námskeiðið fer allt fram utandyra og því mikilvægt að koma í útifatnaði til knattspyrnuiðkunar og klædd eftir veðri. Grill er svo á föstudögum í lok hvers námskeiðs.

Leikja- og fimleikanámskeið 
Námskeið fyrir börn fædd 2010 – 2015. Mikilvægt er að taka með sér þægilegan innifatnað en farið verður út í leiki ef vel viðrar. Einnig þarf að taka morgunnesti og hádegisnesti, gott að hafa vatnsbrúsa með. Pizzuveisla og Ólympíuleikar í hádeginu á föstudögum.

Boltaskóli
Boltaskóli er fyrir börn fædd 2009 – 2015. Farið verður í fjölbreytta boltaleiki og greinar sem félagið býður upp á kynntar. Boltaskólinn er frábært framhald af öðrum námskeiðum á vegum félagsins. Börn sem eru skráð á knattspyrnuæfingar á meðan námskeiði stendur verða send á þær. Skólastjóri er Viktor Lekve, handboltaþjálfari hjá félaginu og honum til aðstoðar verða iðkendur úr félaginu. Boltaskólinn fer aðalega fram innandyra og því mikilvægt að taka með sér viðeigandi innanhúsfatnað sem hugsaður er til íþróttaiðkunnar, ef viðrar vel verður farið út. Í lok hvers námskeiðs er svo grillveisla.
–Skráning í boltaskólann fer fram undir liðnum “Handbolti“ á hlekknum hér neðst í fréttinni.

Parkour námskeið
Parkour námskeið þar sem kennt verður allt það helsta í Parkour. Mæta þarf í þæginlegum fatnaði og með vatsbrúsa.

Rafíþróttanámskeið
Á námskeiðum rafíþróttadeildar Fylkis spilum við saman tölvuleiki en ásamt því er sprellað og stunduð líkamleg hreyfing. Farið verður yfir mikilvæg undirstöðuatriði rafíþróttaiðkunar sem ýta undir jákvæða og heilbrigða tölvuleikjaspilun. Mæting í íþróttafatnaði með holt nesti og vatnsbrúsa!

Körfuboltanámskeið
3 námskeið fyrir krakka 9 – 12 ára yfir sumartímann. Kennt verður í Fylkishöll frá 9 – 12 alla virka daga. Leiðbeinandi er Bjarni Þórðarson. Hægt verður að velja önnur námskeið með eftir hádegi og er þá veittur afsláttur af þeim.
Námskeiðin eru kennd vikurnar: 21. – 25. júní, 9. – 13. ágúst & 16. – 20. ágúst.

Skráning á öll námskeið fer fram í gegnum Sportabler
Æfingar af stað að nýju fimmtudaginn 15. apríl
Æfinga- og keppnisbann í íþróttum hér á landi verður afnumið á morgun fimmtudaginn 15.apríl og munu æfingar hefjast að nýju samkvæmt æfingatöflum hjá öllum yngri flokkum.
Áfram munum við fylgja sóttvörnum og biðjum við iðkendur. forráðamenn og aðstandendur að virða og framfylgja þeim.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
May be an image of einn eða fleiri, people standing, people playing football og gras

FLUGELDASÝNING FYLKIS

RAUÐAVATNI
Þriðjudagur 29.des kl 19:30

Tilvalið að horfa úr bílnum.

Vinsamlega fylgið sóttvarnareglum.

Minnum á flugeldasölu Fylkis og Hjalparsveitar Skáta í Fylkisstúkunni á Würth vellinum.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Fylkisrútan 2022-2023
Fylkir hefur endursamið við Hópferðir um að sjá um aksturinn í vetur og erum við bjartsýn á að samstarfið muni ganga vel.
Rútan mun aðeins aka frá 14:00-16:00 frá 3.janúar 2023.

Fylkisrútan mun fara af stað 1. sept. 2022 og keyra þangað til skólarnir fara í sumarfrí. Vagninn mun keyra alla virka daga samkvæmt neðangreindu aksturplani.
Vagninn keyrir ekki í kringum jól, páska og aðra frídaga. Jólafrí verður 17.des-2.jan.

Allir sem nýta sér vagninn verða að vera skráðir og fer skráning fram á heimasíðu félagsins www.fylkir.is í gegnum skráningarkerfið. Sú breyting hefur verið gerð á skráningarferlinu að núna er um að ræða sér „námskeið“ sem heitir Fylkisrútan.

Breyta þessum texta inn á heimasíðunni undir frístundavagninn

Nú eru 3 verð:
10.000kr allur veturinn fyrir eina ferð á viku
20.000kr allur veturinn fyrir tvær ferðir á viku
30.000kr allur veturinn fyrir þrjár eða fleiri ferðir á viku

Borgað er helmingur fyrir barn númer tvö og ekkert fyrir það þriðja osfrv..
Haft skal samband við fylkir@fylkir.is varðandi það, annaðhvort áður en skráð er eða eftir á og endurgreiðsla fæst. Hægt er að dreifa greiðslunni á 9 mánuði.

Ferðirnar eru aðallega fyrir krakka í 1. til 4. bekk í grunnskólum hverfisins: Ártúnsskóla, Árbæjarskóla, Selásskóla og Norðlingaskóla. Eldri krakkar geta nýtt sér ferðirnar sé pláss.

Það er á ábyrgð foreldra að frístundaheimilið viti hvenær barnið á að taka vagninn.

Starfsmaður frístundaheimilis mun fylgja þeim sem skráðir eru í frístundaheimili að vagninum.

Þeir krakkar sem eru með töskur og föt geta geymt það á æfingastaðnum meðan æfingin er. Eftir að æfingu er lokið eru krakkarnir á ábyrgð foreldra.

Ef eitthvað gleymist í vagninum þá er farið með það í Fylkishöll.

Mikilvægt er að foreldrar séu vel vakandi fyrir því hvernig dagskrá hópsins er sem barnið er að æfa með. Æfingar geta fallið niður og stundum er æfingatíma breytt.

Vagninn bíður ekki eftir neinum heldur leggur af stað á umsettum tíma.

Vakni einhverjar spurningar skal þá hafa samband við íþróttafulltrúa Fylkis Halldór Steinsson doristeins@fylkir.is.

Einnig eru allar ábendingar vel þegnar.

Mikilvæg símanúmer:

Fylkishöll 571-5601
Fylkissel 571-5602
Hópferðir 577-7775

Fylkisrútan 2023 (Dagskrá alla virka daga)

Nýtt keyrsluplan frá og með 6. febrúar 2023

 

Ártúnsskóli 14:05

Árbæjarskóli 14:10

Selásskóli 14:16

Fylkissel 14:20

Norðlingaskóli 14:23

Fylkishöll 14:30

Selásskóli 14:35

Fylkishöll 14:40

Ártúnsskóli 14:45

Árbæjarskóli 14:50

Fylkishöll 14:55

Selásskóli 15:00

Fylkissel 15:05

Norðlingaskóli 15:08

Ártúnsskóli 15:18

Árbæjarskóli 15:23

Selásskóli 15:30

Fylkissel 15:36

Norðlingaskóli 15:40

Fylkishöll 15:47

 

Rútan keyrir bara til kl. 15:08 á föstudögum

-Ártúnsskóli: Vagninn stoppar á hringtorginu við skólann.
-Árbæjarskóli: Vagninn stoppar á bílastæðinu við Árbæjarkirkju / Ársel.
-Fylkishöll: Vagninn stoppar við Fylkishöll ( að neðanverðu ).
-Selásskóli: Vagninn stoppar á bílastæðinu við Selásbraut.
-Fylkissel: Vagninn stoppar fyrir fram aðalinngang.
-Norðlingaskóli: Vagninn stoppar á bílastæðinu við skólann.

Félagið áskilur sér rétt til að gera breytingar á dagskránni sé þess þörf vegna t.d. þátttöku.

 

Kort

Opnað hefur verið fyrir skráningar í Sumarskóla Fimleikadeildar Fylkis 2020🤸‍♀️🤸‍♂️
Frábær skemmtun og afþreying fyrir börn á aldrinum 5-11 ára.
Skráningar fara fram hér: fylkir.felog.is