Deildirnar innan félagsins hafa tilkynnt sína fulltrúa í valið á Íþróttafólki ársins fyrir árið 2022.

Íþróttafólk Fylkis verður svo valið í áramótakaffinu okkar þann 31.des 2022.

 
Fylkir mun í vetur bjóða upp á fjölbreytt vetrarstarf fyrir alla aldurshópa. Starfið í ár verður frá leikskóla aldri og alveg upp í 100 ára+
 
Nánari upplýsingar um vetrarstarfið kemur inn á heimasíðu félagsins á næstu dögum !
 
#viðerumÁrbær

Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt

 

Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.

Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.

Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

 

Ferlið er auðvelt:

1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.

Upplýsingar deilda:

Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493

Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300

Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805

Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817

Körfuknattleiksdeild 480294-2389,  0515-26-480294

Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496

Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402

Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdarstjóri félagsins (hordur@fylkir.is)

 

Íþróttakona og íþróttakarl Fylkis fyrir árið 2021 eru þau Viktoría Benónýsdóttir og Alexander Rósant Hjartarson.

Viktoría Benónýsdóttir, hefur stundað fimleika hjá Fimleikadeild Fylkis frá árinu 2011 eða í 10 ár og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir Fylki í gegnum árin. Viktoría var valin í Landsliðshóp Unglinga U16 fyrir keppnistímabil 2020. Hún var valin í Unglingalandslið Íslands fyrir Norðulandamót Unglina 2021. Í vor var hún valin til að taka þátt í 25 stúlkna úrtaki fyrir val á 12 stúlkna U-16 Unglingalandsliðshópi. Viktoría komst inní 12 stúlkna U-16 Úrvalshóp Unglinga fyrir val á landsliði Íslands fyrir Norðulandamót. Varamaður í Unglinalandsliði Íslands fyrir Norðurlandamót Unglina sem fór fram rafrænt helgina 29-31. Október.

Alexander Rósant Hjartarson hefur æft hjá Karatedeild Fylkis síðan hann var lítill drengur. Hann er í landsliði Karatesambands Íslands. Alexander er Íslandsmeistari í Kumite 15 ára í +63 kg flokki og hefur haft mikla yfirburði hér á landi í mörg ár. Alexander keppti á Norðurlandameistaramótinu í Stavanger núna í nóvember og náði þar 3 sæti eða bronsi. Alexander vann líka Grand Prix mótaröðina sem er haldin hér á landi en hann fór ósigraður í gegnum öll þrjú mótin sem eru í röðinni. Alexander er góður drengur sem kemur alltaf vel fyrir og er vel metin af öllum sem hann þekkja.

Auk þeirra voru eftirfarandi tilnefnd:
María Eva Eyjólfsdóttir (Fótbolti)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fótbolti)
Brynjar Ásgeir Sigurjónsson (Rafíþróttir)
Atli Fannar Pétursson (Blak)
Ísold Klara Felixdóttir (Karate)
Elsa Karen Þorvaldsdóttir Sæmundsen

 

 

 

Fylkir býður uppá fjölbreytta vetrardagskrá fyrir veturinn 2021/2022.

 

Hér á heimasíðunni finnur þú upplýsingar um æfingatíma og fleira. Skráning í stafið fer fram í gegnum Sportabler

Fylkir mun í sumar bjóða upp á fjölbreytt sumarnámskeið í samstafi við deildir félagsins. Skráningarhlekkur á námskeiðin eru hér neðst í fréttinni.

 

Knattspyrnuskóli
Knattspyrnuskólinn er fyrir börn á aldrinum 6 – 10 ára og hefur verið starfræktur í fjölmörg ár og er alltaf vel sóttur. Skólastjóri verður Kristján Gylfi Guðmundsson og honum til aðstoðar þjálfarar knattspyrnudeildar.
Gott er að hafa í huga að námskeiðið fer allt fram utandyra og því mikilvægt að taka með sér útifatnað til knattspyrnuiðkunar, klæða sig eftir veðri og koma með nesti (nestistími um kl. 10.30). Grill er svo á föstudögum í lok hvers námskeiðs.


Tækniskóli
Tækniskólinn er fyrir ungmenni á aldrinum 11 – 14 ára (2007 – 2010) sem vilja bæta sig enn frekar í knattspyrnu. Markmiðið með námskeiðinu er að iðkendur bæti enn frekar tæknilega færni og skilning á leiknum. Námskeiðin verða með vikuleg þemu sem eru auglýst síðar. Gott er að hafa í huga að námskeiðið fer allt fram utandyra og því mikilvægt að koma í útifatnaði til knattspyrnuiðkunar og klædd eftir veðri. Grill er svo á föstudögum í lok hvers námskeiðs.

Leikja- og fimleikanámskeið 
Námskeið fyrir börn fædd 2010 – 2015. Mikilvægt er að taka með sér þægilegan innifatnað en farið verður út í leiki ef vel viðrar. Einnig þarf að taka morgunnesti og hádegisnesti, gott að hafa vatnsbrúsa með. Pizzuveisla og Ólympíuleikar í hádeginu á föstudögum.

Boltaskóli
Boltaskóli er fyrir börn fædd 2009 – 2015. Farið verður í fjölbreytta boltaleiki og greinar sem félagið býður upp á kynntar. Boltaskólinn er frábært framhald af öðrum námskeiðum á vegum félagsins. Börn sem eru skráð á knattspyrnuæfingar á meðan námskeiði stendur verða send á þær. Skólastjóri er Viktor Lekve, handboltaþjálfari hjá félaginu og honum til aðstoðar verða iðkendur úr félaginu. Boltaskólinn fer aðalega fram innandyra og því mikilvægt að taka með sér viðeigandi innanhúsfatnað sem hugsaður er til íþróttaiðkunnar, ef viðrar vel verður farið út. Í lok hvers námskeiðs er svo grillveisla.
–Skráning í boltaskólann fer fram undir liðnum “Handbolti“ á hlekknum hér neðst í fréttinni.

Parkour námskeið
Parkour námskeið þar sem kennt verður allt það helsta í Parkour. Mæta þarf í þæginlegum fatnaði og með vatsbrúsa.

Rafíþróttanámskeið
Á námskeiðum rafíþróttadeildar Fylkis spilum við saman tölvuleiki en ásamt því er sprellað og stunduð líkamleg hreyfing. Farið verður yfir mikilvæg undirstöðuatriði rafíþróttaiðkunar sem ýta undir jákvæða og heilbrigða tölvuleikjaspilun. Mæting í íþróttafatnaði með holt nesti og vatnsbrúsa!

Körfuboltanámskeið
3 námskeið fyrir krakka 9 – 12 ára yfir sumartímann. Kennt verður í Fylkishöll frá 9 – 12 alla virka daga. Leiðbeinandi er Bjarni Þórðarson. Hægt verður að velja önnur námskeið með eftir hádegi og er þá veittur afsláttur af þeim.
Námskeiðin eru kennd vikurnar: 21. – 25. júní, 9. – 13. ágúst & 16. – 20. ágúst.

Skráning á öll námskeið fer fram í gegnum Sportabler