Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn þriðjudaginn 24. október.

Á fjórða tug samtaka launafólks og kvennasamtaka standa að verkfallinu og hvetja konur til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag.

Meginkröfurnar snúa að því að kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og að mat á virði kvennastarfa verði endurskoðað.

Íþróttafélagið Fylkir styður kvennaverkfallið og vegna þessa mun starfsemi félagsins raskast eitthvað þennan dag, mismikið eftir hópum.

Þjálfarar þeirra hópa sem hefðu átt æfingu þennan dag munu láta iðkendur vita hvernig morgundagurinn verður og hvort æfingin verði eða ekki.

Frístundavagn Fylkis mun ganga þennan dag.

 
Ásgeir Smári Ásgeirsson og Davíð Þór Bjarnason voru nýlega valdir í landslið drengja í áhaldafimleikum fyrir Norðurlandamót ungmenna í áhaldafimleikum sem haldið verður í Finnlandi í maí.
 
Báðir hafa þeir æft fimleika í langan tíma og eru meðal efnilegustu iðkenda deildarinnar. Það er gleðiefni fyrir iðkendur sem og deildina þegar okkar fólk er valið í landslið.
 
Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni !
 
Helena Helgadóttir fimleikastúlka hjá okkur í Fylki var á dögunum valin í úrvalshóp landsliða hjá Fimleikasambandi Íslands. Hún er aðeins 15 ára gömul og er því gríðarlega efnileg.
 
Þetta er mikill heiður fyrir það góða starf sem unnið er hjá okkur í fimleikadeildinni og hlökkum við til að flytja ykkur fleiri spennandi fréttir á næstunni !

Fimleikadeild Fylkis var með 1 hluta innanfélagsmótið í dag en þá kepptu stúlkur í 5 þrepi létt, 5 þrepi og 4 þrepi létt en þetta eru allt ungar stúlkur sem eru að gera æfingar sínar.

Í 5 þrepi létt fengu allar stúlkurnar verðlaun fyrir sitt besta áhald, í 5 þrepi var í fyrsta sæti og fylkismeistari í 5 þrepi Karen Mist Eiðsdóttir í 2 sæti var Anna Katrín G. Englert og í 3 sæti var Ósk Norðfjörð Sveinsdóttir.

Í 4 þrepi létt var í 1 sæti Ylfa Sigrún N. Wilbinsdóttir í 2 sæti Ragnheiður Kara Jónsdóttir og í 3 sæti Nicola Kondraciuk.

Fimleikadeildin þakkar öllum keppendum sínum fyrir daginn í dag.

Á morgun sunnudaginn 16 apríl hefst mótið kl. 11:15.  og þá keppa eldri keppendur í 4 þrepi, 3 þrepi 2 þrepi 1 þrep og frjálsar og drengir í keppa í 5 þrepi, 4 þrepi og 1 þrepi.

 

+

 

 

 

 

Kæra Fylkisfólk,
 
Íþróttafélagið Fylkir býður uppá opinn fyrirlestur um menningu og árangur í íþróttum.
 
Fyrirlesari er Brian Daniel Marshall, árangursráðgjafi finnska sundsambandsins og ráðgjafi um menningu og árangur í íþróttum.
 
Tími: Miðvikudaginn 1. febrúar kl. 20-21 – húsið opnar kl. 19.45
 
Staður: Fylkishöll, samkomusalur á 2.hæð, gengið inn um vesturenda
 
Fyrir hverja: Allt Fylkisfólk sem áhuga hafa á menningu og árangri íþróttafélaga
 
Tungumál: Enska
 
Gjald: Enginn aðgangseyrir
 
Skráning hér (svo við vitum hve margir mæta).
 
Brian Daniel Marshall mun fjalla um hvernig íþróttafélög geta skapað umhverfi fyrir framúrskarandi íþróttafólk. Brian er framkvæmdastjóri Frem sundfélagsins í Odense, landsliðsþjálfari paralympics sundliðs Dana og árangursráðgjafi finnska sundsambandsins.
 
Brian hefur veitt fjölda íþróttafélaga ráðgjöf um árangursmenningu og kenndi um tíma við Íþróttadeild Háskólans í Reykjavík. Brian hefur skýra sýn á árangur íþróttafélaga: „The cultural perspective is that if you create an environment whereby the players learn the fundamentals and enjoy/love their sport, then you will achieve optimal results.“
 
Brian hefur í vetur aðstoðað knattspyrnudeild Fylkis sem er nú að leggja lokadrög að stefnumótun deildarinnar næstu 5 árin.
 
Að loknum fyrirlestri Brians verður boðið uppá umræður og fyrirspurnir sem Ketill Berg Magnússon mun stýra.

Deildirnar innan félagsins hafa tilkynnt sína fulltrúa í valið á Íþróttafólki ársins fyrir árið 2022.

Íþróttafólk Fylkis verður svo valið í áramótakaffinu okkar þann 31.des 2022.

 
Fylkir mun í vetur bjóða upp á fjölbreytt vetrarstarf fyrir alla aldurshópa. Starfið í ár verður frá leikskóla aldri og alveg upp í 100 ára+
 
Nánari upplýsingar um vetrarstarfið kemur inn á heimasíðu félagsins á næstu dögum !
 
#viðerumÁrbær

Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt

 

Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.

Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.

Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

 

Ferlið er auðvelt:

1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.

Upplýsingar deilda:

Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493

Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300

Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805

Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817

Körfuknattleiksdeild 480294-2389,  0515-26-480294

Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496

Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402

Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdarstjóri félagsins (hordur@fylkir.is)

Nánari upplýsingar á www.rsk.is