„Það var okkur í Fylki sönn ánægja og heiður að taka á móti forsetahjónunum fimmtudaginn 23. nóvember sl. en forsetinn er auðvitað þekktur fyrir áhuga sinn á Íþróttum.

 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Jean Reid, forsetafrú, heimsóttu Íþróttafélagið Fylki  sl. fimmtudag í þeirri viðleitni að kynna sér sérstaklega lýðheilsuverkefnið  „Betri borgarar“ – en heimsókn forsetahjónanna var partur af dagskrá þeirra í opinberri heimsókn þeirra til Reykjavíkur.

Verkefnið, sem snýst um leikfimi fyrir eldra fólk, 65 ára og eldri, undir leiðsögn þjálfara, hefur slegið í gegn og nær nú langt út fyrir raðir Árbæinga.

Námskeiðið sækja 150 eldri borgarar tvisvar í viku

Verkefnið hefur sprengt utan af sér og m.a. hefur eldra fólk, sem búsett sé í öðrum borgarhlutum farið að sækja námskeiðið.

„Frá því að Fylkir, starfsfólk þess og fimleikadeild félagsins, sem á raunar allan heiðurinn að vexti og viðgangi Betri borgara, hóf að bjóða upp á námskeiðið hefur það vaxið mjög ört. Í dag sækja námskeiðið um 150 manns tvisvar í viku,.

Markmiðið m.a. að rjúfa félagslega einangrun

 

Yfirmarkmið lýðheilsuverkefnisins Betri borgara er tvíþætt: „Annars vegar að gera eldra fólki kleift, með styrktaræfingum, að búa lengur heima hjá sér en ella og hins vegar að rjúfa félagslega einangrun þessa hóps, sem oft vill verða þegar fólk lýkur starfsferli sínum.

 

Tónlist frá áratugunum 1960 til 80

 

Fólkið sem sækir námskeiðið hefur bæði gagn og gaman af. „Í tímunum er spiluð tónlist frá áratugunum 1960 til 80. Þá er unnið með svokallaða stöðvaþjálfun sem byggð er upp á styrktar- og jafnvægisæfingum, auk þess sem unnið er með minnisæfingar. Jafnframt er eftir hverja æfingu boðið til kaffisamsætis með það að markmiði að efla félagsleg tengsl eldra fólks.

 

„Fylkir hvetur áhugasama betri borgara til að setja sig í samband við Fylki hafi þeir áhuga á að taka þátt en enn er hægt að bæta nokkrum í hópinn.

 

Íþróttafélagið Fylkir sendir öllum Grindvíkingum stuðningskveðjur og vill í leiðinni bjóða öllum yngri flokka iðkendum úr Grindavík að æfa með félaginu án endurgjalds á meðan á óvissu tímum stendur.
 
Hjá Fylki eru 7 starfandi greinar: Fótbolti, Körfubolti, Handbolti, Fimleikar, Karate,Blak og Rafíþróttir
 
Vilji iðkendur Grindavíkur nýta sér þennan möguleika eru þeir beðnir að hafa samband við Viktor, viktor@fylkir.is eða í síma 772-4672
 
Æfingatöflur og aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.fylkir.is
 
Fylkir sendir öllum Grindvíkingum baráttukveðjur 🧡🖤💛💙
 
#stöndumsaman
#viðerumÁrbær

Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn þriðjudaginn 24. október.

Á fjórða tug samtaka launafólks og kvennasamtaka standa að verkfallinu og hvetja konur til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag.

Meginkröfurnar snúa að því að kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og að mat á virði kvennastarfa verði endurskoðað.

Íþróttafélagið Fylkir styður kvennaverkfallið og vegna þessa mun starfsemi félagsins raskast eitthvað þennan dag, mismikið eftir hópum.

Þjálfarar þeirra hópa sem hefðu átt æfingu þennan dag munu láta iðkendur vita hvernig morgundagurinn verður og hvort æfingin verði eða ekki.

Frístundavagn Fylkis mun ganga þennan dag.

 
Ásgeir Smári Ásgeirsson og Davíð Þór Bjarnason voru nýlega valdir í landslið drengja í áhaldafimleikum fyrir Norðurlandamót ungmenna í áhaldafimleikum sem haldið verður í Finnlandi í maí.
 
Báðir hafa þeir æft fimleika í langan tíma og eru meðal efnilegustu iðkenda deildarinnar. Það er gleðiefni fyrir iðkendur sem og deildina þegar okkar fólk er valið í landslið.
 
Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni !
 
Helena Helgadóttir fimleikastúlka hjá okkur í Fylki var á dögunum valin í úrvalshóp landsliða hjá Fimleikasambandi Íslands. Hún er aðeins 15 ára gömul og er því gríðarlega efnileg.
 
Þetta er mikill heiður fyrir það góða starf sem unnið er hjá okkur í fimleikadeildinni og hlökkum við til að flytja ykkur fleiri spennandi fréttir á næstunni !

Fimleikadeild Fylkis var með 1 hluta innanfélagsmótið í dag en þá kepptu stúlkur í 5 þrepi létt, 5 þrepi og 4 þrepi létt en þetta eru allt ungar stúlkur sem eru að gera æfingar sínar.

Í 5 þrepi létt fengu allar stúlkurnar verðlaun fyrir sitt besta áhald, í 5 þrepi var í fyrsta sæti og fylkismeistari í 5 þrepi Karen Mist Eiðsdóttir í 2 sæti var Anna Katrín G. Englert og í 3 sæti var Ósk Norðfjörð Sveinsdóttir.

Í 4 þrepi létt var í 1 sæti Ylfa Sigrún N. Wilbinsdóttir í 2 sæti Ragnheiður Kara Jónsdóttir og í 3 sæti Nicola Kondraciuk.

Fimleikadeildin þakkar öllum keppendum sínum fyrir daginn í dag.

Á morgun sunnudaginn 16 apríl hefst mótið kl. 11:15.  og þá keppa eldri keppendur í 4 þrepi, 3 þrepi 2 þrepi 1 þrep og frjálsar og drengir í keppa í 5 þrepi, 4 þrepi og 1 þrepi.

 

+

 

 

 

 

Kæra Fylkisfólk,
 
Íþróttafélagið Fylkir býður uppá opinn fyrirlestur um menningu og árangur í íþróttum.
 
Fyrirlesari er Brian Daniel Marshall, árangursráðgjafi finnska sundsambandsins og ráðgjafi um menningu og árangur í íþróttum.
 
Tími: Miðvikudaginn 1. febrúar kl. 20-21 – húsið opnar kl. 19.45
 
Staður: Fylkishöll, samkomusalur á 2.hæð, gengið inn um vesturenda
 
Fyrir hverja: Allt Fylkisfólk sem áhuga hafa á menningu og árangri íþróttafélaga
 
Tungumál: Enska
 
Gjald: Enginn aðgangseyrir
 
Skráning hér (svo við vitum hve margir mæta).
 
Brian Daniel Marshall mun fjalla um hvernig íþróttafélög geta skapað umhverfi fyrir framúrskarandi íþróttafólk. Brian er framkvæmdastjóri Frem sundfélagsins í Odense, landsliðsþjálfari paralympics sundliðs Dana og árangursráðgjafi finnska sundsambandsins.
 
Brian hefur veitt fjölda íþróttafélaga ráðgjöf um árangursmenningu og kenndi um tíma við Íþróttadeild Háskólans í Reykjavík. Brian hefur skýra sýn á árangur íþróttafélaga: „The cultural perspective is that if you create an environment whereby the players learn the fundamentals and enjoy/love their sport, then you will achieve optimal results.“
 
Brian hefur í vetur aðstoðað knattspyrnudeild Fylkis sem er nú að leggja lokadrög að stefnumótun deildarinnar næstu 5 árin.
 
Að loknum fyrirlestri Brians verður boðið uppá umræður og fyrirspurnir sem Ketill Berg Magnússon mun stýra.

Deildirnar innan félagsins hafa tilkynnt sína fulltrúa í valið á Íþróttafólki ársins fyrir árið 2022.

Íþróttafólk Fylkis verður svo valið í áramótakaffinu okkar þann 31.des 2022.

 
Fylkir mun í vetur bjóða upp á fjölbreytt vetrarstarf fyrir alla aldurshópa. Starfið í ár verður frá leikskóla aldri og alveg upp í 100 ára+
 
Nánari upplýsingar um vetrarstarfið kemur inn á heimasíðu félagsins á næstu dögum !
 
#viðerumÁrbær