ATH : SKRÁÐ SKAL Á BIÐLISTA TIL AÐ SKRÁ Í FORSKRÁNINGU

Forskráning fyrir stúlkur í framhalds- og undirbúningshópum og stúlkur sem voru að ljúka við önn í grunnhópum og drengi sem voru í framhaldshóp.
(Ath. Iðkendur fæddir 2020 fara aftur í grunnhóp.)

Þegar forskráningu lýkur 26. ágúst verður raðað í hópa og sent út í hvaða framhaldshóp iðkandinn fer í. Ekki seinna en 28. ágúst og æfingar hefjast 1. september samkvæmt stundatöflu.

Ef ósk er um að iðkendur fari saman í hóp þá vinsamlegast senda beiðni á fimleikar@fylkir.is.

Ath. Ekki er forskráning í  fyrir keppnishópa K hópa,  Parkour eða Hópfimleika.

Ef spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við skrifstofu fimleikar@fylkir.is

Ef æfingagjöldum er dreift á greiðslukort þá bætist við 2% kostnaður.

Forráðamenn viðurkenna með greiðslu æfingagjalda að Fylki sé veittur réttur til nýtingar á myndböndum eða myndum af iðkanda/barni sem gætu verið persónugreinanlegar. Sem dæmi, en ekki tæmandi talið, í yfirlitsmyndum eða myndböndum yfir írþóttavöll, efni sem tekið er upp á æfingatímum á meðan æfingum eða leikjum stendur, beinar útsendingar á vegum félagsins eða annarra félaga.

Forráðamenn gera sér grein fyrir því að yfirlitsmyndir og myndbönd úr leikjum geta verið notuð í auglýsingaskyni og birst á miðlum Fylkis eða annars félags. Fylkir mun þó ávallt leita samþykkis iðkanda eða forráðamanna ef um er að ræða nærmyndir eða annað persónulegra/-greinanlegra auglýsingaefni.

Fjölskyldubingó á verkalýðsdaginn!

Fimleikadeild Fylkis býður til skemmtilegs fjölskyldubingós í Fylkisseli, Norðlingabraut 12, á morgun, fimmtudaginn 1. maí frá kl. 11:00 til 13:00.

Glæsilegir vinningar í boði og stemningin verður ekkert síðri!

🎟️ Fyrsta spjaldið kostar 1.000 kr.
➕ Auka spjöld á aðeins 500 kr.

Komdu með fjölskylduna og taktu þátt í þessari frábærri bingógleði!

Allar skráningar eru byrjaðar hjá Fimleikadeild Fylkis

Þau börn sem voru í vor skrá sig í forskráningu stúlkna eða forskráningu drengja.

Skráð er beint í hópa eins og Grunnhópa (þau börn sem eru að byrja), hópfimleika, parkour, íþróttaskólann og ungbarnafimina.

Skráning í ungbarnafimi fyrir börn fædd 2022 og 2023 opnar miðvikudaginn 14 ágúst.

Allar upplýsingar er hægt að fá á netfangið fimleikar@fylkir.is

Skráningar hjá fimleikadeildinn opna þriðjudaginn 6 ágúst á heimasíðu Fylkis.

Íþróttaskólinn 3 – 5 ára

Grunnhópar fyrir börn fædd 17-18

Forskráning er í alla framhaldshópa opið frá 6 ágúst – 27 ágúst.

Hópfimleikar fyrir 9 – 13 ára

Og parkour fyrir 6 – 25 ára.

Allar upplýsingar ef einhver vafi er á skráningu er á fimleikar@fylkir.is

Æfingar byrja samkvæmt stundar skrá 2 september.

Opnaður verður hópur fyrir þau börn sem vilja æfa 1 sinni í viku styrktaræfingar og teygur, tilvalið fyrir bolta krakka 9 – 12 ára.

Frístundarvaginn mun ekki ganga í vetrarfríinu þann 19&20 febrúar.

Hann byrjar svo að ganga eftir áætlun miðvikudaginn 21.febrúar.

Kvennakvöld Fylkis ! ATH: Röng dagsetning í Árbæjarblaðinu !
 
Kvennakvöld Fylkis 2024 verður haldið þann 6.apríl næstkomandi !
 
Þema kvöldsins verður: Rokk & rósir
Takið daginn frá!
 
– Hver verður heiðurskonan 2024?
– Borðskreytingarkeppni
– Verðlaun veitt fyrir flottasta borðið
 
Dætur, mæður, ömmur, systur, frænkur og vinkonur, tökum okkur saman, fylkjum liði og skemmtum okkur saman i frábærum félagsskap!
 
Frekari upplýsingar koma á næstu vikum
 
#viðerumÁrbær

Dagurinn í dag, 5. desember, er helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Af því tilefni hefur átakinu Alveg sjálfsagt verið hrint af stað.
 
Það þarf varla að fara mörgum orðum um það hér að rekstur íþróttafélagsins Fylkis væri hreinlega ekki mögulegt ef ekki kæmi til gríðarlega mikil vinna fjölmargra sjálfboðaliða sem taka þátt í starfinu hjá okkur í Fylki.
 
Stjórn Fylkis sendir því ykkur öllum, okkar besta fólki sem gerir Fylki mögulegt að halda úti okkar öfluga starfi, okkar bestu kveðjur í tilefni dagsins og þökkum ykkur ómetanlegt framlag ykkar til félagsins.
 
Í tilefni dagsins hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt, en nánar er fjallað um það í frétt á vef ÍSÍ: