Vegna óveðurs mun allt íþróttastarf falla niður þriðjudaginn 10.desember.    Fylkishöll og Fylkissel verða lokuð eftir kl. 14:00. Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu frá Almannavörnum……….

 

Komið þið sæl

Eftir fundi með Veðurstofunni og Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins hefur verið ákveðið að röskun á skólastarfi verður virkjuð á morgun þriðjudag og verða foreldar og forráðamenn beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir klukkan 15:00.  Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir klukkan 13:00.

Gul viðvörun verður í gildi frá klukkan 13:00 – 15:00 þegar sú appelsínugula tekur við.

 

Miklar líkur eru á því að veðrið skelli á fyrr en áður var talið, en sökum þess að spár eru enn óljósar munum við ekki senda út tilkynningu til foreldra fyrr en á morgun, þriðjudag. Við munum upplýsa ykkur í fyrramálið og senda síðan út tilkynningu  til foreldra í síðasta lagi kl. 12:00.

 

Það starf sem á sér stað eftir klukkan 15:00 fellur niður eins og staðan er í dag.

Veðurstofan og sveitarfélögin munu upplýsa um þetta á sínum heimasíðum.

 

Með bestu kveðju

 

 

AHS Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Deildarstjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs.(+354) 8626375 (+354) 528 3000 thorak@shs.is http://shs.is Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík, Ísland

 

Rafíþróttir

 

Á morgun, föstudaginn 6. des, opnar fyrir skráningar á námskeiðin hjá Rafíþróttadeild Fylkis. Fyrstu æfingar vorannar byrja í annarri vikunni í janúar, eða þann 13 janúar og æft verður til 2. maí.
Rafíþróttadeildin áskilur sér rétt til að breyta æfingatímum og fella niður námskeið náist ekki lágmarks iðkendafjöldi í það námskeið. Öll námskeið eru kennd í PC borðtölvum nema annað sé tekið fram.

Við hvetjum forráðamenn til að skrá börnin á biðlista ef námskeiðið er fullt því við munum reyna eftir fremsta megni að bæta við hópum sé tilefni til.

Iðkendur þurfa að eiga aðgang að þeim leik sem á að iðka, deildin sér annars fyrir öllum öðrum æfingatækjum. Við hvetjum forráðamenn til þess að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI. Skráning á æfingar er á ábyrgð forráðamanna og við skráningu er forráðamaður að senda samþykki sitt við því að iðkandinn spili þann leik sem það hefur verið skráð á æfingar fyrir.

Hámark eru 10 á hvert námskeið.

Námskeiðin eru:

Finndu þína rafíþrótt – bæði kyn saman, skipt upp í 10-12 ára 15:00-16:30 og 13-16 ára 16:30-18:00 (mán og mið)

CS:GO – kynjaskipt, kvk 18:00-19:30 og kk 19:30-21:00, fyrir 13-16 ára (mán og mið)

FIFA Playstation 4 – bæði kyn saman, skipt upp í 10-12 ára 15:00-16:30 og 13- 16 ára 16:30-18:00  (þri og fim)

Overwatch – kynjaskipt, kvk 18.00-21:00 og kk 15:00-18:00, fyrir 10-16 ára (fös)

Apex/PubG – bæði kyn saman fyrir 13-16 ára, 10:00-13:00 (lau)

League of Legends – bæði kyn saman fyrir 13-16 ára, 13:00-16:00 (lau)

Fortnite – bæði kyn saman, skipt í 10-12 ára, 18:00-19:30 og 13-16 ára, 19:30-21:00

(þri og fim)

Á morgun, föstudaginn 6. des, opnar fyrir skráningar á námskeiðin hjá Rafíþróttadeild Fylkis. Fyrstu æfingar vorannar byrja í annarri vikunni í janúar, eða þann 13 janúar og æft verður til 2. maí.
Rafíþróttadeildin áskilur sér rétt til að breyta æfingatímum og fella niður námskeið náist ekki lágmarks iðkendafjöldi í það námskeið. Öll námskeið eru kennd í PC borðtölvum nema annað sé tekið fram.

Við hvetjum forráðamenn til að skrá börnin á biðlista ef námskeiðið er fullt því við munum reyna eftir fremsta megni að bæta við hópum sé tilefni til.

Iðkendur þurfa að eiga aðgang að þeim leik sem á að iðka, deildin sér annars fyrir öllum öðrum æfingatækjum. Við hvetjum forráðamenn til þess að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI. Skráning á æfingar er á ábyrgð forráðamanna og við skráningu er forráðamaður að senda samþykki sitt við því að iðkandinn spili þann leik sem það hefur verið skráð á æfingar fyrir.

Hámark eru 10 á hvert námskeið.

Námskeiðin eru:

Finndu þína rafíþrótt – bæði kyn saman og skipt upp í 10-12 ára og 13-16 ára (mán og mið)

CS:GO – kynjaskipt fyrir 13-16 ára (mán og mið)

FIFA Playstation 4 – bæði kyn saman og skipt upp í 10-12 ára og 13- 16 ára (þri og fim)

Overwatch – kynjaskipt fyrir 10-16 ára (fös)

Apex/PubG – bæði kyn saman fyrir 13-16 ára (lau)

League of Legends – bæði kyn saman fyrir 13-16 ára (lau)

Fortnite – bæði kyn saman og skipt í 10-12 ára og 13-16 ára (þri og fim)

 

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Minnum á aðalfund knattspyrnudeildar sem fer fram í Fylkishöll næstkomandi miðvikudag 23.október kl. 20:00 í Fylkishöll.  Meðal dagskráliða verður skýrsla stjórnar, ný stjórn kjörin og svo munu Atli Sveinn Þórarinsson og Margrét Magnúsdóttir sem eru í þjálfarateymi meistaraflokka deildarinnar mæta á fundinn og vera með stutta kynningu á komandi tímabili.  Margrét er einnig yfir þjálfari kvennaflokka deildarinnar.   Allir velkomnir.

Lenovo deildin er hálfnuð og strákarnir okkar í CS:GO eru jafnir Dusty í öðru sæti.

Í kvöld mætum við liði Dusty aftur og ætlum okkur ekkert annað en sigur eftir að hafa tapað fyrir þeim í fyrstu umferð.

Hægt er að horfa á leikinn sem byrjar klukkan 21:30 á https://www.twitch.tv/rafithrottir

Lið Fylkis fyrir þetta tímabil eru eftirfarandi;

Bjarni Þór „Bjarnii“ Guðmundsson, 18 ára
Kristinn Andri ,,CaPPing! Jóhannesson, 25 ára
Þorsteinn ,,th0rsteinnf“ Friðfinnsson, 19 ára

Stefán Ingi ,,StebbiC0C0″ Guðjónsson 18 ára

Eðvarð Þór ,, EddezeNNN“ Heimisson 19 ára

 

Fyrir þá sem þekkja til Discords þá vorum við að opna Fylkis Discord rás þar sem við munum horfa saman á okkar lið keppa, nýta spjallrásirnar sem stafræna áhorfendastúku.

https://discord.gg/ScbQBFT

Einnig er hægt að fylgjast með CS:GO liðinu á Instagram og twitter
https://www.instagram.com/fylkir.gg/
https://twitter.com/fylkirgg

Félagsgjald íþróttafélagsins Fylkis að upphæð 3.000 kr. hefur verið sent út á skráða félagsmenn.  Við viljum þakka félagsmönnum fyrir stuðningin á liðnum árum og vonandi eigum við samleið áfram.  Stuðningurinn hefur styrkt stöðu félagsins og gert okkur betur kleift að halda úti því góða starfi sem íþróttafélagið býður upp á í dag en innan íþróttafélagsins Fylkis stunda á annað þúsund barna og fullorðinna íþróttaiðkun í fimm deildum.  Þau sem hafa ekki fengið sent félagsgjaldið og hafa áhuga á að gerast félagsmenn í Fylki geta sent tölvupóst á fylkir@fylkir.is.

Ef þú telur að þetta eigi ekki erindi til þín þá biðjumst við afsökunar á óþægindunum og biðjum þig um að senda okkur tölvupóst á fylkir@fylkir.is og við fellum seðilinn niður.

Hörður Guðjónsson

Framkvæmdarstjóri íþróttafélagsins Fylkis

Fylkishöllin verður lokuð frá fimmtudeginum 1.ágúst til og með mánudeginum 5.ágúst.