Vegna óveðurs mun allt íþróttastarf falla niður þriðjudaginn 10.desember. Fylkishöll og Fylkissel verða lokuð eftir kl. 14:00. Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu frá Almannavörnum……….
Komið þið sæl
Eftir fundi með Veðurstofunni og Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins hefur verið ákveðið að röskun á skólastarfi verður virkjuð á morgun þriðjudag og verða foreldar og forráðamenn beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir klukkan 15:00. Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir klukkan 13:00.
Gul viðvörun verður í gildi frá klukkan 13:00 – 15:00 þegar sú appelsínugula tekur við.
Miklar líkur eru á því að veðrið skelli á fyrr en áður var talið, en sökum þess að spár eru enn óljósar munum við ekki senda út tilkynningu til foreldra fyrr en á morgun, þriðjudag. Við munum upplýsa ykkur í fyrramálið og senda síðan út tilkynningu til foreldra í síðasta lagi kl. 12:00.
Það starf sem á sér stað eftir klukkan 15:00 fellur niður eins og staðan er í dag.
Veðurstofan og sveitarfélögin munu upplýsa um þetta á sínum heimasíðum.
Með bestu kveðju
AHS | Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Deildarstjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs.(+354) 8626375 (+354) 528 3000 thorak@shs.is http://shs.is Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík, Ísland |