,

Samkomubannið framlengt til 4.maí

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja núverandi samkomubanni til 4. maí en það átti að falla úr gildi 13. apríl
næstkomandi. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis.

Það verða því áfram engar skipulagðar æfingar meðan samkomubannið er í gildi en við hvetjum iðkendur að halda áfram að
hreyfa sig regluleg.
Fylkishöll, Fylkissel og gervigrasvellirnir verða áfram lokuð meðan þetta ástand varir.

Engar breytingar verða á gildandi takmörkunum en á næstu dögum verður kynnt áætlun um hvernig best megi standa að því
að aflétta gildandi takmörkunum í áföngum.

Hvetjum alla til að fara eftir tilmælum yfirvalda og þá mun þetta ástand ganga hratt yfir.

Hlökkum svo til að hitta ykkur öll aftur.

Stjórnir og starfsfólk Fylkis