,

Æfingahlé a.m.k. til 23.mars

Fylkishöll og Fylkissel verða lokuð í  dag mánudaginn 16.mars.  Þá eru komin tilmæli frá ÍSÍ og UMFÍ þess efnis að  gera hlé á æfingum grunn- og leikskólabarna amk til mánudagsins 23. mars sem við munum fara eftir.  Þetta er byggt á mati Landlæknis, sóttvarnarnalæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.  Félagið er að skoða hvernig æfingum verður háttað hjá eldri iðkendum næstu daga og verður upplýsingum um það komið beint til viðkomandi hópa.

Hvað varðar næstu viku þá munu koma upplýsingar frá félaginu í síðasta lagi um næstu helgi.  Hlutir eru fljótir að breytast og þess vegna er ómögulegt að segja hvernig næstu vikur líta út en forsvarsmenn félagsins og deilda þess vinna í því að skoða hvort og þá hvernig sé hægt að halda starfinu gangandi meðan samkomubannið er í gildi.  Sem dæmi um hversu snúið þetta er þá er mjög erfitt að framfylgja viðmiðuninni um 2 metra fjarlægð milli fólks með góðu móti.

Mikilvægt er að allir fari eftir tilmælum yfirvalda í einu og öllu til að hefta útbreiðslu veirunnar.