Hann æfði með félaginu fyrr á árinu og spilaði leik þar sem hann m.a skoraði og lagði upp.
Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt
Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.
Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.
Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.
Nánari upplýsingar á www.rsk.is
Ferlið er auðvelt:
1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.
Upplýsingar deilda:
Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493
Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300
Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805
Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817
Körfuknattleiksdeild 480294-2389, 0515-26-480294
Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496
Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402
Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdarstjóri félagsins (hordur@fylkir.is)
Nánari upplýsingar á www.rsk.is
Búið er að draga í nýárshappadrætti knattspyrnudeildar 2022 og má sjá niðurstöðuna í meðfylgjandi vinningarskrá.
Þau sem eru með vinningsmiða mega senda tölvupóst á Hörð framkvæmdarstjóra á netfangið hordur@fylkir.is
Nýárshappadrætti Fylkis útdráttur 03.02.2022
Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis er í fullum gangi en dregið verður í því 26.janúar n.k. Það eru enn til miðar til sölu og hvetjum við alla til að tryggja sér miða sem fyrst og styrkja félagið.
Vinnigar eru ekki af verri endanum en í fyrsta vinning er málverk frá Tolla að verðmæti 700.000 ásamt því að hægt er að vinna Iphone 13, Samsung Galaxy, Playstation 5 og fleiri frábæra vinninga.
Til að tryggja sér miða er hægt að smella hér.