Körfuknattleiksdeild Fylkis skrifaði nýlega undir sinn fyrsta styrktarsamning við Dohop til næstu tveggja ára með möguleika á framlengingu ef samstarfið gengur vel.
Að fá Dophop til liðs við Fylki hjálpar það félaginu að halda áfram því góða starfi sem verið að að vinna hjá félaginu. Körfuboltinn hjá Fylki er einungis á sínu þriðja ári og hefur hart unnið að því markmiði að finna öflugan styrktaraðila sem samræmist metnaði og öflugu starfi okkar og Dohop gerir það svo sannarlega. Samræður við foreldra leiddu til þessarar mjög spennandi þróunnar.
Körfuknattleiksdeildin hefur það að markmiði að byggja félagið upp frá grunni og vill gefa þjálfurum sem og eldri og yngri leikmönnum tækifæri til framfara og þroska. Þar sem menntaðir þjálfarar og eldri leikmenn vilja tileinka sér nýja færni, þ.e. dómaranámskeið eða verða aðstoðarþjálfarar, og mun þessi samningur gagnast þeim leikmönnum vel sem æfa með félaginu.
Haraldur Theodórsson – Körfuknattleiksformaður Fylkis sagði:
„Þetta eru frábærar fréttir og sýna hvert við viljum að körfuboltinn sé að fara í framtíðinni og það er frábært að ganga til liðs við fyrirtæki sem passar við þessa sömu löngun. Þetta er enn eitt skrefið í vexti okkar sem ungs félags og bjartri framtíð.“
Davíð – framkvæmdastjóri Dohop sagði:
„Það er frábært að fá tækifæri til þess að styðja við öfluga uppbyggingu körfuboltans hjá Fylki og verður gaman að fylgjast með starfinu vaxa og dafna á komandi árum.“
Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn þriðjudaginn 24. október.
Á fjórða tug samtaka launafólks og kvennasamtaka standa að verkfallinu og hvetja konur til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag.
Meginkröfurnar snúa að því að kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og að mat á virði kvennastarfa verði endurskoðað.
Íþróttafélagið Fylkir styður kvennaverkfallið og vegna þessa mun starfsemi félagsins raskast eitthvað þennan dag, mismikið eftir hópum.
Þjálfarar þeirra hópa sem hefðu átt æfingu þennan dag munu láta iðkendur vita hvernig morgundagurinn verður og hvort æfingin verði eða ekki.
Frístundavagn Fylkis mun ganga þennan dag.
Aðalfundur knattspyrnudeildar verður mánudaginn 30.október 2023 í samkomusal Fylkishallar.
Dagskrá:
Hefbundin aðalfundastörf samkvæmt reglugerð knattspyrnudeildar og lögum félagsins.
Önnur mál
Fyrir fundinum liggur ein reglugerðarbreyting en hún er á fyrstu málsgrein 5.gr. sem hljómar svona í dag
5.gr. Aðalfundur knattspyrnudeildar
Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis skal haldinn í október ár hvert, með heimild aðalstjórnar, skv. 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. laga fyrir Íþróttafélagið Fylki. Sömu reglur gilda um boðun og dagskrá aðalfundar knattspyrnudeildar, sem um aðalfund félagsins. Skal hann auglýstur með minnst 2 vikna fyrirvara í dagblaði.
Neðangreind breyting verður lögð fyrir fundinn til samþykktar
5.gr. Aðalfundur knattspyrnudeildar
Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis skal haldinn í október ár hvert, með heimild aðalstjórnar, skv. 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. laga fyrir Íþróttafélagið Fylki. Skal hann auglýstur með að minnsta kosti 2ja vikna fyrirvara á heimasíðu félagsins og/eða með öðrum rafrænum hætti. Hann telst lögmætur sé löglega til hans boðað.
Strákarnir okkar spila mikilvægan leik við ÍBV í úrslitakeppni Bestu deildar karla sunnudaginn 17.sept kl:17:00.
Síldarveislan okkar vinsæla verður haldinfyrir leik og er stuðningsmönnum Fylkisboðið í hana. Hefst hún kl:15:00 í samkomusal Fylkishallar.
Boðið verður upp á nokkrar tegundir af síld ásamt plokkfisk og meðlæti, kaldir drykkir verða til sölu.
Þeir sem mæta í síldarveisluna fá boðsmiða á völlinn í boði knattspyrnudeildar !
Síðustu daga hafa veðurspár fyrir Golfmót Fylkis nk föstudag ekki verið lofandi. Við höfum fylgst náið með og verið að vonast eftir því að úr spánum rættist eftir því sem nær drægi.
Nú er staðan hins vegar þannig að Veðurstofan er að spá suðvestan 13 – 17 m/s ásamt úrkomu fyrir Þorlákshöfn og nágrenni eftir hádegi á föstudag.
Í ljósi þessara aðstæðna neyðumst við því til að slá Golfmóti Fylkis á frest. Við munum klárlega taka upp þráðinn aftur með hækkandi sól á nýju ári.
Við þökkum fyrir góðar móttökur og áhugann fyrir þessum nýja viðburði í dagatali Fylkisfólks.
Með Fylkiskveðju,
„Golfnefnd Fylkis“