Aðalfundur knattspyrnudeildar Fylkis verður á fimmtudaginn næsta 10.desember 2020 kl:20:00.

Dagskrá fundarins verður hefðbundin samkvæmt lögum félagsins.

Vegna þeirra samkomutakmarkana sem eru í gildi þá fer fundurinn fram rafrænt í gegnum Teams forritið.

Þeir Fylkisfélagar sem vilja fylgjast með og taka þátt í fundinum þurfa að senda tölvupóst á fylkir@fylkir.is fyrir kl. 13:00 fimmtudaginn 10.des.  Í póstinum þarf að koma fram fullt nafn og kennitala.

Klukkan 15:00 á fimmtudaginn verður svo sent út fundarboð með hlekk á fundinn.

Allar frekari upplýsingar veitir Hörður Guðjónsson framkvæmdarstjóri Fylkis í síma 861-3317 eða í gegnum netfangið hordur@fylkir.is

Vegna reglna í skólum hverfisins varðandi fjölda og þrif þá breytast æfingartímar lítillega í íþróttahúsum skólanna næstu vikur.

Árbæjarskóli
Mánudagar 16:30-18:00 Barnablak
Þriðjudagar 16:00-16:50 8.karla í fótbolta yngri
Þriðjudagar 17:10-18:00 8.karla í fótbolta eldri
Miðvikudagar 17:00-18:00 Barnablak
Fimmtudagar 16:00-16:50 7.kvenna í fótbolta
Fimmtudagar 17:10-18:00 8.kvenna

Norðlingaskóli
Mánudagar 16:00-17:00 7.kvenna í handbolta
Mánudagar 18:00-19:00 8.kvenna í fótbolta
Þriðjudagar 16:00-16:50 7.karla í handbolta
Þriðjudagar 17:10-18:00 8.kvenna/8.karla í handbolta
Miðvikudagar 17:00-17:50 8.kvenna/8.karla í handbolta
Miðvikudagar 18:10-19:10 5.karla í fótbolta
Fimmtudagar 16:00-16:50 7.karla í handbolta (yngri)
Fimmtudagar 17:10-18:00 7.kvenna í handbolta
Fimmtudagar 18:20-19:10 7.karla í handbolta (eldri)
Föstudagar 16:00-16:50 8.karla í fótbolta (eldri)
Föstudagar 17:10-18:00 8.karla í fótbolta (yngri)

Viljum vekja athygli forráðamanna barna í íþróttum að meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna.

Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings,

hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars–júlí 2020.

https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs

Æfingar barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti frá og með 18.nóvember.  Æfingatöflur vetrarins taka þá gildi í öllum greinum og geta því iðkendur mætt í sína tíma. Í einhverjum tilfellum þarf að skipta upp hópum vegna fjöldatakmarkana og þá munu þjálfarar senda það sérstaklega út til iðkenda.  Einhver seinkun gæti orðið á opnun íþróttahúsa Norðlingaskóla og Árbæjarskóla og munu þjálfarar koma þeim upplýsingum til iðkenda.  Vinsamlegast setjið ykkur í samband við þjálfara hópsins/flokksins ef þið hafið ekki fengið neinar upplýsingar.

Frá ÍSÍ: Uppfærðar reglur um samkomutakmarkanir frá 18. nóvember

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi 18. nóvember og hafa þær gildistíma til 1. desember. Heilbrigðisráðuneyti hefur birt upplýsingar um reglugerðina, til viðbótar við það sem áður hafði verið birt og m.a. hefur verið ákveðið að grímuskylda eigi ekki við um börn í 5.-7. bekk.

 

Frá miðvikudeginum 18. nóvember gildir því eftirfarandi:

  • Æfingar barna á leik- og grunnskólaaldri f. 2005 og síðar eru heimilar jafnt úti sem inni, það á einnig við um sundæfingar.
  • Ekki þarf að halda sömu hópaskiptingu í íþróttastarfi eins og er í grunnskólastarfi.
  • Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi.
  • Leikskólabörn og börn í 1.-4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.-10. bekk að hámarki 25. saman
  • Grímuskylda þjálfara gildir gagnvart börnum í 8.-10. bekk sé ekki mögulegt að viðhafa 2m fjarlægðarreglu.
  • Börn í 1.-7. bekk eru undanþegin grímuskyldu, sé ekki unnt fyrir börn í 8.-10. bekk að viðhafa 2m fjarlægðarreglu utan æfingasvæðis ber þeim að nota grímu.

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Breytingarnar taka gildi 18. nóvember. Þær eru helstar að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný. Í framhaldsskólum verða fjöldamörk aukin í 25. Hægt verður að hefja ýmsa þjónustustarfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nándar.  Gert er ráð fyrir að hægt verði að draga enn frekar úr samkomutakmörkunum í byrjun desember.

Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman.

Í skólastarfi og íþróttastarfi á framhaldsskólastigi verður heimilt að vera með að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð.

Breytingar á reglugerðum um takmarkanir á samkomum og skólahaldi vegna farsóttar taka gildi 18. nóvember. Gildistími reglugerðanna er til og með 1. desember næstkomandi.

Nánari upplýsingar um æfingarnar munu þjálfarar senda út til sinna iðkenda fyrir 18.nóvember.

Áframhaldandi æfinga- og keppnisbann!!
Skilaboð frá ÍSÍ
Nú rétt í þessu lauk blaðamannafundi í Hörpunni þar sem heilbrigðisráðherra tilkynnti um hertar aðgerðir í sóttvörnum frá miðnætti og til 17. nóvember nk. Aðgerðirnar byggja á tilmælum sóttvarnalæknis, eins og fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðherra frá því í dag. Íþróttir, þar með talið æfingar og keppni, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar, án snertingar, eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing. Sundlaugar verða jafnframt lokaðar á sama tímabili. Þá kemur fram í reglugerðinni að ráðherra getur þó veitt undanþágu fyrir einstaka íþróttaviðburð svo sem alþjóðlega keppnisleiki.
Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns og niður í 10 manns. Einungis börn fædd 2015 og yngri eru undanþegin 2ja metra reglunni, fjöldatakmörkunum og grímuskyldu.
Í ofangreindar aðgerðir er ráðist í kjölfar aukinna smita í samfélaginu og hópsýkinga sem upp hafa komið á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Heilbrigðiskerfið í landinu er undir gríðarlegu álagi þessa dagana og er Landspítalinn kominn á neyðarstig. Miðast aðgerðir meðal annars við að minnka álagið svo heilbrigðiskerfið geti mætt þeim aðstæðum sem skapast hafa í faraldrinum.
„Undanfarna mánuði hefur íþróttahreyfingin ýmist verið í vörn eða sókn og í dag þurfum við enn og aftur að bíta á jaxlinn og standa af okkur storminn. Það er erfitt að þurfa að hætta við fyrirætlanir um frekari opnun íþróttastarfs og í staðinn horfa fram á lokun alls íþróttastarfs.
Íþróttahreyfingin er ótrúleg hreyfing. Hún hefur staðið sig frábærlega í þessu erfiða umhverfi sem hún hefur búið við síðustu mánuði. Ég hvet alla sem koma að íþróttastarfinu til að sýna áfram þolinmæði og seiglu sem munu reynast okkur vel í baráttunni við veiruna. Við þurfum, þrátt fyrir farsóttarþreytu, að halda áfram að rækta það frumkvæði og hugmyndaflug sem hreyfingin hefur sýnt þegar kemur að því mæta þeim áskorunum sem við blasa hverju sinni.
Við þurfum öll að standa vörð um íþróttastarfið í landinu og vera meðvituð um mikilvægi íþróttaiðkunar, ekki síst á tímum sem þessum. Gott heilsufar er besta forvörnin gagnvart kórónuveirunni sem og mörgum öðrum sjúkdómum.
Hvetjum hvert annað áfram, sýnum tillitsemi, samstöðu og ábyrga hegðun“, sagði Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ við birtingu nýju reglugerðarinnar í dag.
Reglugerð um samkomutakmarkanir vegna farsóttar: https://www.stjornarradid.is/…/Rg.%20um
Minnisblað sóttvarnarlæknis má sjá hér: https://www.stjornarradid.is/…/Minnisbla%c3%b0%20a%c3…
Hér má sjá frétt af vef Heilbrigðisráðuneytisins: https://www.stjornarradid.is/…/Hertar…/

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við ÍSÍ og almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins
hafa tekið þá ákvörðun um að heimila börnum fædd 2005 og síðar að hefja æfingar í þróttamannvirkjum
á vegum sveitarfélaganna og félaganna frá og með 3. nóvember næstkomandi. Ekki liggur fyrir hvort einhverjar
takmarkanir verði þá í gildi en þjálfarar flokkanna/hópana munu koma upplýsingum til sinna iðkenda og foreldra þeirra fyrir 3.nóvember.

Komnar eru í sölu fjölnota 3 laga Fylkisgrímur.  Hægt er að panta og fá frekari upplýsingar hjá Elsu í síma 7759078.

Ný reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um takmörkun á samkomu hefur verið birt. Tekur hún gildi 20. október og gildir til 10. nóvember n.k.

Samkvæmt reglugerðinni er sem fyrr í gildi bann við æfingum og keppni sem krefjast snertinga á höfuðborgarsvæðinu. Von er á frekari upplýsingum frá hverju sérsambandi fyrir sig um hvort og þá hvernig sé hægt að halda úti æfingum.  Nýjar upplýsingar um það verða sendar út til iðkenda um leið og þær berast en á meðan eru engar æfingar.