Fylkir og Hringrás í samstarf.
Á föstudag skrifaði Knattspyrnudeild Fylkis undir samstarfssamning við Hringrás ehf og HP gáma. Samningurinn er til tveggja ára og verður Hringrás einn af aðalsamstarfaðilum deildarinnar. Það er mikilvægt fyrir Fylki að tengja sig metnaðarfullum fyrirtækjum og fögnum við vel þessu samstarfi.
Hér neðar sjáum við meira um Hringrás og HP gáma:
Hringrás:
Athafnasvæði Hringrásar er að Klettagörðum 9 í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði. Á öllum þessum stöðum er tekið við bílum til förgunar, brotajárni, málmum og spilliefnum. Félagið er einnig með aðstöðu til móttöku víðs vegar um landið. Færanlegar endurvinnslustöðvar Hringrásar gegna lykilhlutverki í þjónustu við bæjarfélög á landsbyggðinni en þannig getur fyrirtækið leyst á hagkvæman hátt margvísleg almenn verkefni á vegum minni bæjarfélaga auk sérstakra niðurrifsverkefna sem upp kunna að koma.
Þegar um er að ræða niðurrifsverkefni eða efni sem þarf að farga er hægt að leita tilboða í verkið hjá Hringrás. Einnig er algengt að fyrirtæki og bæjarfélög geri langtímasamning við Hringrás sem þá sér um að úrgangur safnist ekki upp hjá viðkomandi viðskiptavini. Ef um góð endurseljanleg efni er að ræða getur slík þjónusta gefið nokkrar tekjur af sér fyrir verkkaupa.
HP Gámar:
Starfsstöðvar HP gáma eru í Grindavík, Reykjavík, Akureyri og á Reyðarfirði.
HP gámar er fjölskyldufyrirtæki og hefur þjónustað viðskiptavini sína í 20 ár.
Móðurfélagið Hópsnes var stofnað árið 1965 og rekur einnig HP Flutninga og Hringrás.
HP gámar sinna daglegri sorphirðu hjá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum.
Gámaþjónusta HP gáma nær yfir allt land þar sem við sérhæfum okkur í sorphirðu á hvaða máta sem er.
Það er von okkar hjá Fylki að þetta sé bara byrjunin á löngu samstarfi við þessi fyrirtæki og viljum við endilega biðja Fylkisfólk að kynna sér þjónustu þeirra.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Ágæta Fylkisfólk

Málverkauppoð knattspyrnudeildar Fylkis

Þar sem ekkert varð Herrakvöldið var ákveðið að flytja málverkauppboðið á netið. Uppboðið stendur frá 6. til 13. mars kl. 21:05.

Forsýningar-teiti verður í verslun Würth (Norðlingabraut 8, 110 Reykjavík) laugardaginn 13 mars milli 16-18. Allir velkomnir. Léttar veitingar 🙂

Vefurinn er opinn, þar getið þið skoðað verkin og jafnvel boðið í.

Slóðin er https: https://uppbod.fylkir.is

May be art of náttúra og Texti þar sem stendur "Tolli Hríslur"

Hefur þú áhuga að spila skemmtilegan fótboltaleik (sjá auglýsingu).

Skráning: haffisteins@fylkir.is

Það var mikil gleðistund í gær þegar vinningshafi fyrsta vinnings í Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar kom til að vitja vinningsins en hann var stórglæsilegt málverk eftir Tolla að verðmæti 600.000.   Óskum við vinningshafanum henni Kristjönu Valdimarsdóttur innilega til hamingju með vinninginn sem mun eflaust sóma sér vel í stofunni hjá henni um ókomin ár.  Það var Elsa Jakobsdóttir starfsmaður Fylkis sem afhenti Kristjönu málverkið við hátíðlega athöfn í Fylkishöllinni.   Knattspyrnudeildin vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í happadrættinu í ár fyrir stuðninginn en verkefnið nýttist einnig vel þeim iðkendum sem tóku þátt í að selja miðana enda rann helmingur af miðaverði beint til þeirra.

Dregið hefur verið í Nýárshappadrætti Fylkis og má sjá vinningsnúmerin á hlekknum hér fyrir neðan.

Óskum við vinningshöfum til hamingju og þökkum öllum kærlega fyrir stuðninginn

Þau sem eru með vinningsnúmer eru beðin um að hafa samband við  Elsu frá og með miðvikudeginum 3.febrúar í síma 775-9078 eða með því að senda tölvupóst á elsa@fylkir.is.

Vinninganna verður að vitja innan 6 mánaða frá útdrætti.

Útdráttur

Fullt af flottum leikmönnum Fylkis á landsliðsæfingum í fótbolta.
Æfingar U16 karla 20-22.janúar 2021
Heiðar Máni Hermannsson
Bjarki Steinsen Arnarsson
Æfingar U17 kvenna 25.- 27. janúar 2021
Sara Dögg Ásþórsdóttir
U19 kvenna 25. – 27.janúar 2021
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir
Tinna Brá Magnúsdóttir
U19 karla 28. – 29.janúar 2021
Arnór Gauti Jónsson
Orri Hrafn Kjartansson
Ólafur Kristófer Helgason
Axel Máni Guðbjörnsson
Gangi ykkur vel 😊
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
Besta Bóndadagsgjöfin
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu getum við því miður ekki haldið hið vinsæla herrakvöld okkar á bóndadaginn og er því tilvalið að nota tækifærið og slá tvær flugur í einu höggi, gefa bóndanum happdrættismiða og styrkja knattspyrnudeild Fylkis í leiðinni.
Miðarnir eru nú fáanlegir í vefsölu Fylkis.
Dregið verður úr seldum miðum 29 janúar

Vegna tafa í uppgjörsmálum hefur verið ákveðið að fresta drætti í Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar til 29. janúar en til stóð að draga 20. janúar.

Salan hefur gengið mjög vel en viku frestun gefur okkur tækifæri til innkalla óselda miða og að selja allra síðustu miðana.

27. Janúar, klukkan 23:59  verður síðasti möguleiki til að skila inn uppgjöri.

Miðar sem ekki hefur sannanlega verið greitt fyrir inn á reikninginn fyrir þann tíma, teljast óseldir.

Nefndin

Kæru stuðningsmenn

Vegna þeirra samkomutakmarkana sem hafa verið í gildi og verða áfram þá hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta Herrakvöldi Fylkis sem stóð til að halda á bóndadeginum 22.janúar 2021.

Þetta eru fordæmalausir tímar sem við lifum núna og hafa mikil áhrif á okkur öll.   Að þurfa að fresta jafn mikilvægum atburði og Herrakvöldi Fylkis er okkur þungbært enda hefur kvöldið verið

einn af hápunktum ársins undanfarin 30 ár.   Einnig mun þetta hafa mikil áhrif á rekstur knattspyrnudeildar Fylkis en Herrakvöldið hefur verið ein stærsta fjáröflun deildarinnar.

Verið er að skoða hvort það sé mögulegt að vera með einhvern atburð á næstunni en það liggur ekki fyrir á þessari stundu.

Fylgst verður vel með þróun mála næstu vikur og allar upplýsingar sendar út á miðla félagsins um leið og þær liggja fyrir.

Óskum ykkur svo gleðilegs árs og farið varlega á þessum veirutímum.

Við hittumst svo öll hress og kát þegar það má aftur 😊

Með Fylkiskveðju,

Nefndin

Góð þátttaka var á jólanámskeiði knattspyrnudeildar.

Iðkendur á fyrra námskeiði (21,22,23.des) hafi verið 92.

Iðkendur á seinna námskeiði (28,29,30) hafi verið 94

Þjálfarar hafi verið Sigurður Þór, Kristján Gylfi, Michael John, Steinar Leó, Hulda Hrund, Jenný Rebekka, Emilía Sif, Margrét Mirra, Óskar Borgþórsson.

Námskeiðið hafi verið frá 9-12 og verið iðkendum að kostnaðarlausu.