Vegna þeirra Covid takmarkana sem eru í gildi varðandi Norðlingaskóla þá geta foreldrar ekki farið inn í skólann þegar æfingar eru í gangi. Þess vegna verður æfingin hjá 8kv í fótbotlanum á Fylkisvellinum (úti) mánudaginn 14.september.
Komið hefur í ljós í upphafi tímabils hjá yngra árinu í 7ka í fótboltanum að það er rótleysi varðandi tímann sem líður á milli komu frístundavagnsins í Fylkishöll og þar til æfingin hefst. Orri Hrafn sem er einn af þjálfurum flokksins mun héðan í frá taka á móti rútunni og fylgja drengjunum inn í Fylkishöll (klefi 5) þar sem drengirnir geta hengt af sér fötin, borðað jafnvel smá nesti og geymt skólatöskuna sína. Orri fylgir þeim svo út á völl áður en æfingin hefst. Vonandi verður þetta til þess að ástandið batni en endilega hafið sambandi við Sigurð þjálfara ef svo verður ekki.
Æfingatímar í september :
Mánudagar –
Yngri (2014) 15:00-16:00 (bara í sept, Egilshöll frá 1.okt kl 16:30)
Þriðjudagar
Yngri (2014) 15:00-16:00
Fimmtudagar
Yngri (2014) 15:00-16:00
Stjórn KSÍ hefur samþykkt nýja reglugerð KSÍ um framkvæmd æfinga og leikja í 3.fl, 2.fl og meistaraflokki.
Reglugerðin, ásamt reglunum sjálfum og ýmsum fylgigögnum hefur verið birt á vef KSÍ og eru allir hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér vel efni þessarar síðu.
Markmið reglnanna er að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í knattspyrnu verði með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að leika knattspyrnu á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri.
Meðal þess sem kemur fram í reglugerðinni er að engir áhorfendur eru leyfðir á leikjum og æfingum þessara flokka. Viljum hvetja alla stuðningsmenn og foreldra til að sýna ábyrgð og fylgja þessu.