SUMARSKÓLI FIMLEIKADEILDAR BÝÐUR EINNIG UPPÁ HÁLFDAGS NÁMSKEIÐ SEM KEMUR UPP VIÐ SKRÁNINGU
Fjölmennum í Grindavík í kvöld.
Mánudagur 20 maí kl 19:15
Grindavík – Fylkir
Mætum og styðjum strákana til sigurs.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
Kæra Fylkisfólk.
Ég vil, fh stjórnar KND og ráða deildarinnar þakka stuðningsfólki og styrktaraðilum fyrir ómetanlegan stuðning á síðustu árum.
Árið 2019 spila bæði liðin okkar á meðal þeirra bestu í PepsiMax deildum Íslandsmótsins.
Við setjum markið hátt og teljum félagið okkar eiga heima á meðal þeirra bestu.
Undanfarin ár hefur fjárhagsrammi meistaraflokksráða félagsins verið langtum minni en þeirra liða sem við berum okkur saman við. Við höfum vandað okkur við rekstur félagsins og munum halda því áfram. Það er aftur á móti ljóst að ef okkur á að takast að keppa á sanngjörnum samkeppnisgrunni við bestu lið landsins þá verðum við að auka tekjur félagsins.
Á sama tíma og við greinum þessa auknu þörf til tekjuöflunar horfum við fram á að sífellt erfiðara er að fá fyrirtæki í samstarf.
Okkur langar að mynda sterka og öfluga framvarðasveit Fylkisfólks, sem tekur höndum saman og aðstoðar okkur við rekstur deildarinnar. Þannig getum við í sameiningu eflt starf okkar góða félags enn betur. Með mánaðarlegum eða árlegum fjárframlögum höfum við ríkara tækifæri til að halda úti sterkum liðum í efstu deild og leyft okkur að setja markið hátt. Við hvetjum stuðningsfólk til að kaupa árskort og mælum sérstaklega með Árbæjarins besti stuðningsmaður.
Við treystum því á ykkar stuðning, hann skiptir okkur öllu máli.
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir formaður knattspyrnudeildar Fylkis.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
Hægt að kaupa árskort inn á heimasíðu félagins (hægra megin) :
https://fylkir.felog.is/
Krakkablaksæfingar fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára fara fram í Árbæjarskóla
Um síðustu helgi tóku krakkarnir í 6. Flokki í blaki þátt í fyrri hluta Íslandsmótins í krakkablaki. Krakkarnir spiluðu á þriðja stigi, þar sem boltinn er gripinn í annari snertingu. Allir krakkarnir sem æfa hjá Fylki byrjuðu að æfa blak á þessu tímabili og voru þau því öll að keppa á sínu fyrsta blakmóti. Krakkarnir mættu Vestri, Huginn, og Völsung. Eftir fyrsta daginn voru krakkarnir í efsta sæti í sínum riðli með fimm stig eftir þrjá leiki. Krakkarnir spiluðu síðan í úrslitaleiknum daginn eftir en töðuðu þá fyrir Vestri í oddahrinu. Silfur var því rauninn og er það frábær árangur á þessu fyrsta blakmóti tímabilsins.
A-flokkur:
Nafn | Stig | Nafn | Stig | |||
GM | Gretarsson Hjorvar Steinn | 2560 | 1 – 0 | FM | Stefansson Vignir Vatnar | 2248 |
CM | Birkisson Bardur Orn | 2233 | 0 – 1 | GM | Hjartarson Johann | 2530 |
IM | Gunnarsson Jon Viktor | 2462 | ½ – ½ | Kristinsson Baldur | 2217 | |
Ornolfsson Magnus P. | 2201 | ½ – ½ | GM | Thorfinnsson Bragi | 2438 | |
GM | Arnason Jon L | 2432 | 1 – 0 | Edvardsson Kristjan | 2190 | |
Ingvason Johann | 2175 | ½ – ½ | GM | Thorhallsson Throstur | 2425 | |
IM | Kjartansson Gudmundur | 2424 | 1 – 0 | Halldorsson Gudmundur | 2174 | |
Kristjansson Atli Freyr | 2174 | ½ – ½ | IM | Thorsteins Karl | 2421 | |
IM | Thorfinnsson Bjorn | 2414 | 0 – 1 | Viglundsson Bjorgvin | 2092 | |
Sigurjonsson Siguringi | 2080 | 0 – 1 | FM | Einarsson Halldor Gretar | 2272 |