,

Fylkir í öðru sæti þegar deildin er hálfnuð

Lenovo deildin er hálfnuð og strákarnir okkar í CS:GO eru jafnir Dusty í öðru sæti.

Í kvöld mætum við liði Dusty aftur og ætlum okkur ekkert annað en sigur eftir að hafa tapað fyrir þeim í fyrstu umferð.

Hægt er að horfa á leikinn sem byrjar klukkan 21:30 á https://www.twitch.tv/rafithrottir

Lið Fylkis fyrir þetta tímabil eru eftirfarandi;

Bjarni Þór „Bjarnii“ Guðmundsson, 18 ára
Kristinn Andri ,,CaPPing! Jóhannesson, 25 ára
Þorsteinn ,,th0rsteinnf“ Friðfinnsson, 19 ára

Stefán Ingi ,,StebbiC0C0″ Guðjónsson 18 ára

Eðvarð Þór ,, EddezeNNN“ Heimisson 19 ára

 

Fyrir þá sem þekkja til Discords þá vorum við að opna Fylkis Discord rás þar sem við munum horfa saman á okkar lið keppa, nýta spjallrásirnar sem stafræna áhorfendastúku.

https://discord.gg/ScbQBFT

Einnig er hægt að fylgjast með CS:GO liðinu á Instagram og twitter
https://www.instagram.com/fylkir.gg/
https://twitter.com/fylkirgg