Allir á völlinn.
WÜRTH VÖLLURINN
Sunnudagur 21/7 kl 16:00
Fylkir – ÍBV
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
Allir á völlinn.
WÜRTH VÖLLURINN
Sunnudagur 21/7 kl 16:00
Fylkir – ÍBV
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
Kæra Fylkisfólk
Föstudaginn 19. júlí nk. kl.19:15 taka stelpurnar í meistaraflokki Fylkis á móti Selfoss í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Wurth-vellinum.
Við erum virkilega stolt af stelpunum að vera komnar svona langt í Mjólkurbikarnum. Fyrr í keppninni slógu þær ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Breiðablik út í eftirminnilegum leik í 16 liða úrslitum og nú síðast lið ÍA örugglega í 8 liða úrslitum.
Stelpurnar eiga skilið að fá góðan stuðning frá okkar fólki. Þetta er erfiður leiktími þar sem búast má við því að margir stuðningsmenn séu í sumarleyfi, en við þurfum stuðning ykkar allra og biðlum til allra sem hafa tök á að mæta á völlinn og styðja okkar lið á föstudaginn.
Við í stjórn knattspyrnudeildar óskum eftir ykkar stuðningi og vonumst eftir því að Fylkisfólk fjölmenni á þennan mikilvæga leik. Það á að vera skyldumæting fyrir þá sem eru í bænum og helst klædd í appelsínugult, svo stúkan verði vel appelsínugul.
Með von um góð viðbrögð og troðfulla stúku af Fylkisfólki á öllum aldri.
Með bestu Fylkiskveðju,
Stjórn knattspyrnudeildar
5 flokkur karla Fylkis og 4.flokkur karla og kvenna í Fjölni/Fylki fóru á stærsta og flottasta handboltamót í heimi, Partille Cup dagana 29. júní til 7. júlí. Á mótinu léku rúmlega 25 þúsund keppendur frá öllum heimshornum. Í heildina tóku 55 iðkendur á vegum Fylkis og Fjölnir/Fylkir þátt og tefldum við fram fimm liðum. Liðin léku í riðlakeppni fyrstu keppnisdagana þar sem okkar lið mættu fimm andstæðingum. Á föstudeginum og laugardeginum léku liðin síðan í útsláttarkeppninni þar sem liðin komust mislangt.
Fyrir utan keppnina sjálfa var dagskráin þétt setin. Krakkarnir fóru í vatnsrennibrautargarðinn Skara Sommarland, sáu íslenska U17 ára landslið karla vinna bronsverðlaun á European Open þegar það vann frábæran sigur á Hvít-Rússum í skemmtilegum handboltaleik. Segja má að vikan hafi verið viðburðarík og skilur eftir ótal minningar hjá okkar krökkum, en iðkendur okkar voru félögunum til sóma innan vallar sem utan.
Framtíðin er björt í Árbænum!
Mætum að styðjum Fylki.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
Leikur hjá stelpunum í kvöld upp á Akranesi og svo strákarnir á sunnudag.
Mjólkurbikar kvenna
Föstudagur 19:15
ÍA – FYLKIR
Pepsí Max karla
Sunnudagur kl 17:00
FYLKIR – KA
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
Stelpurnar spiluðu við Selfoss í gær og fór leikurinn 1-1.
Ída Marín skorðai mark Fylkis.
Hulda Sigurðardóttir var valinn maður leiksins og fær hún gjafabréf fyrir tvo á Fiskfélaginu ( https://www.fiskfelagid.is/ )
Svo eru tveir bikarleikir í lok vikunar, mætum og styðjum Fylki.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
Fylkir stóðu sig frábærlega í undanúrslitunum og unnu flott lið tropadeleet sem samanstendur af flestum sigursælustu drengjum í rafíþróttum á Íslandi frá upphafi.
Leikurinn fór 2-1 fyrir okkur þar sem voru spiluð þrjú borð í best of three keppni.
Í tilefni þess er hér tillaga að næsta facebook status. Hann er í lengra lagi, en auðvitað er hægt að eiga við textann. Svo hengdi ég mynd með til að deila með statusnum.
,,Fylkir komið í úrslitaleik Lenovo deildarinnar
Fylkir gerði sér lítið fyrir og slóg út í undanúrslitum Lenovo deildarinnar lið tropadeleet. Þetta þýðir að þvert á spá spekinga er Fylkir búið að sýna og sanna að við erum með eitt af bestu liðum í Counter-strike á Íslandi.
Úrslit Lenovo Deildarinnar í Counter-strike, einni stærstu rafíþróttadeild Íslands frá upphafi, fer fram í Háskólabíó þann 27. júní klukkan 18:30 þar sem Fylkir mætir liði Hafsins, sem hefur ekki tapað leik í rúmlega ár en okkar menn komust hársbreidd frá því að breyta því á tímabilinu. Með appelsínugulum stuðning er allt hægt.
Frítt verður inn fyrir alla á meðan húsrúm leyfir. Hægt verður að prófa Lenovo Legion tölvur á staðnum og jafnvel næla sér í einhverja vinninga fyrir góða frammistöðu. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Mætum og hvetjum strákana til dáða.
Lenovo Deildin er fremsta keppnisdeild rafíþrótta á Íslandi, þar sem bestu spilarar landsins mætast reglulega og keppast sín á milli uppá sinn skerf af 500.000kr verðlaunafé.
Liðið skipa þeir
Andri Már „aNdrehh“ Einarsson
Andri Þór „ReaN“ Bjarnason
Bjarni Þór „Bjarnii“ Guðmundsson,
Böðvar Breki „Zolo“ Guðmundsson
Kristófer
Daði „ADHD“ Kristjánsson“