,

Stórleikur á föstudag – ALLIR Á VÖLLINN

Kæra Fylkisfólk

Föstudaginn 19. júlí nk. kl.19:15 taka stelpurnar í meistaraflokki Fylkis á móti Selfoss í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Wurth-vellinum.

Við erum virkilega stolt af stelpunum að vera komnar svona langt í Mjólkurbikarnum. Fyrr í keppninni slógu þær ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Breiðablik út í eftirminnilegum leik í 16 liða úrslitum og nú síðast lið ÍA örugglega í 8 liða úrslitum.

Stelpurnar eiga skilið að fá góðan stuðning frá okkar fólki. Þetta er erfiður leiktími þar sem búast má við því að margir stuðningsmenn séu í sumarleyfi, en við þurfum stuðning ykkar allra og biðlum til allra sem hafa tök á að mæta á völlinn og styðja okkar lið á föstudaginn.

Við í stjórn knattspyrnudeildar óskum eftir ykkar stuðningi og vonumst eftir því að Fylkisfólk fjölmenni á þennan mikilvæga leik. Það á að vera skyldumæting fyrir þá sem eru í bænum og helst klædd í appelsínugult, svo stúkan verði vel appelsínugul.

Með von um góð viðbrögð og troðfulla stúku af Fylkisfólki á öllum aldri.

Með bestu Fylkiskveðju,
Stjórn knattspyrnudeildar