Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Danmörku ytra 7. júní næstkomandi.

Fylkir á tvo fulltrúa í hópnum:
Ari Leifsson
Kolbeinn Birgir Finnsson

Til hamingju

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Miðvikudaginn 5 júní, er Fylkishöll lokuð frá 8-15, þar allt rafmagn verður tekið af Árbæjarhverfi.

Í vikunni hélt KRR upp á 100 ára afmæli ráðsins og voru nokkrir góðir Fylkismenn heiðraðir fyrir sitt framlag til knattspyrnunnar og Fylkis.

Það voru Hörður Guðjónsson, Framkvæmdastjóri Fylkis. Guðmann Hauksson, vallarstjóri með meiru og Björn Ágústsson eða öllu heldur Bjössi í Meba.

Björn Gíslason, formaður Fylkis afhenti í tilefni dagsins Steini Halldórssyni, formanni KRR gjöf.

 

Skemmtileg helgi framundan, allir á völlinn.

Mjólkurbikar kvenna
Laugardagur kl 16:00
Fylkir – Breiðablik

Pepsí MAX karla
Sunnudagur kl 19:15
HK – Fylkir

Mætum og styðjum Fylki til sigurs.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Mynd frá Mjólkurbikarinn.

Tækniskóli knattspyrnudeildar Fylkis 2019 5. flokkur; 4.flokkur og 3.flokkur karla og kvenna. Æfingar fara fram á gervigrasi Fylkis og skipt verður í hópa eftir aldri. Markmið er að bæta tækni, móttöku og sendingargetu. Í lok hverrar viku þá verða grillaðar pylsur til að ljúka vikunni á skemmtilegan hátt.

Hægt er að kaupa tímabil eða viku í senn: Fyrra tímabilið er: 11.júní – 19.júlí Seinna tímabilið er: 6. ágúst – 16.ágúst

Kennt er á eftirtöldum dögum: Mánudögum 10:30 – 12:00 Miðvikudögum 10:30 – 12:00 Föstudögum 10:30 – 12:00

Fyrri hluti : 11. júní– 19. júlí Námskeið 1: 11. – 14. júní Verð: 5.000,-kr. Námskeið 2: 18. – 21. Júní Verð: 5.000,-kr. Námskeið 3: 24. – 28. Júní Verð: 7.500,-kr. Námskeið 4: 01. – 05. Júlí Verð: 7.500,-kr. Námskeið 5: 08. – 12. Júlí Verð: 7.500,-kr. Námskeið 6: 15. – 19. Júlí Verð: 7.500,-kr.

Tilboð 1, fyrri hluti 11.júní – 19. júlí Verð: 28.000,-kr. Seinni hluti : 06. ágúst– 16. ágúst Námskeið 7: 06. – 09. Ágúst Verð: 5.000,-kr. Námskeið 8: 12. – 16. Ágúst Verð: 7.500,-kr

Tilboð 2, seinni hluti 6.ágúst – 16.ágúst Verð: 9.000,-kr.

Skráning fer fram á heimasíðu Fylkis www.fylkir.is * Systkinaafsláttur á hverju námskeiðið er 35% fyrir annað barn og frítt fyrir þriðja. ** Sækja skal afsláttinn með því að senda tölvupóst á svana@fylkir.is eða hringja í 571-5602 *** Skráning byrjar á heimasíðu Fylkis 01.maí 2019
Knattspyrnuskóli knattspyrnudeildar Fylkis 2019 7. flokkur, 6.flokkur og 5.flokkur karla og kvenna. Æfingar fara fram á gervigrasi Fylkis og skipt verður í hópa eftir aldri og þannig reynt að koma til móts verið þarfir hvers barns. Lögð er áhersla á að hver þjálfari sé ekki með of mörg börn í hverjum hópi og að þátttakendur kynnist knattspyrnunni á jákvæðan þátt. Í lok hverrar viku þá verða grillaðar pylsur til að ljúka vikunni á skemmtilegan hátt.

Hægt er að kaupa tímabil eða viku í senn: Fyrra tímabilið er: 11.júní – 19.júlí Seinna tímabilið er: 06. ágúst – 16.ágúst

Kennt er á eftirtöldum dögum: Mánudögum 09:00 – 12:00 Þriðjudögum 09:00 – 12:00 Miðvikudögum 09:00 – 12:00 Fimmtudögum 09:00 – 12:00 Föstudögum 09:00 – 12:00

Fyrri hluti : 11. júní– 19. júlí Námskeið 1: 11. – 14. júní Verð: 8.000,-kr. Námskeið 2: 18. – 21. Júní Verð: 8.000,-kr. Námskeið 3: 24. – 28. Júní Verð: 9.000,-kr. Námskeið 4: 01. – 05. Júlí Verð: 9.000,-kr. Námskeið 5: 08. – 12. Júlí Verð: 9.000,-kr. Námskeið 6: 15. – 19. Júlí Verð: 9.000,-kr.

Tilboð 1, fyrri hluti 11.júní – 19. júlí Verð: 35.000,-kr. Seinni hluti : 06. ágúst– 16. ágúst Námskeið 7: 06. – 09. Ágúst Verð: 8.000,-kr. Námskeið 8: 12. – 16. Ágúst Verð: 9.000,-kr

Tilboð 2, seinni hluti 6.ágúst – 16.ágúst Verð: 12.000,-kr.

Skráning fer fram á heimasíðu Fylkis www.fylkir.is * Systkinaafsláttur á hverju námskeiðið er 35% fyrir annað barn og frítt fyrir þriðja. ** Sækja skal afsláttinn með því að senda tölvupóst á svana@fylkir.is eða hringja í 571-5602 *** Skráning byrjar á heimasíðu Fylkis 01.maí 2019 **** Hægt verður að skrá í gæslu milli 12-13 alla daga vikunnar, þarf að skrá sérstaklega

Íþróttaskóli , Fimleikaskóli, námskeið

SUMARSKÓLI FIMLEIKADEILDAR BÝÐUR EINNIG UPPÁ HÁLFDAGS NÁMSKEIÐ SEM KEMUR UPP VIÐ SKRÁNINGU

Íþróttaskóli , Fimleikaskóli, námskeið

Fjölmennum í Grindavík í kvöld.

Mánudagur 20 maí kl 19:15
Grindavík – Fylkir

Mætum og styðjum strákana til sigurs.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Kæra Fylkisfólk.

Ég vil, fh stjórnar KND og ráða deildarinnar þakka stuðningsfólki og styrktaraðilum fyrir ómetanlegan stuðning á síðustu árum.
Árið 2019 spila bæði liðin okkar á meðal þeirra bestu í PepsiMax deildum Íslandsmótsins.
Við setjum markið hátt og teljum félagið okkar eiga heima á meðal þeirra bestu.
Undanfarin ár hefur fjárhagsrammi meistaraflokksráða félagsins verið langtum minni en þeirra liða sem við berum okkur saman við. Við höfum vandað okkur við rekstur félagsins og munum halda því áfram. Það er aftur á móti ljóst að ef okkur á að takast að keppa á sanngjörnum samkeppnisgrunni við bestu lið landsins þá verðum við að auka tekjur félagsins.
Á sama tíma og við greinum þessa auknu þörf til tekjuöflunar horfum við fram á að sífellt erfiðara er að fá fyrirtæki í samstarf.
Okkur langar að mynda sterka og öfluga framvarðasveit Fylkisfólks, sem tekur höndum saman og aðstoðar okkur við rekstur deildarinnar. Þannig getum við í sameiningu eflt starf okkar góða félags enn betur. Með mánaðarlegum eða árlegum fjárframlögum höfum við ríkara tækifæri til að halda úti sterkum liðum í efstu deild og leyft okkur að setja markið hátt. Við hvetjum stuðningsfólk til að kaupa árskort og mælum sérstaklega með Árbæjarins besti stuðningsmaður.

Við treystum því á ykkar stuðning, hann skiptir okkur öllu máli.

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir formaður knattspyrnudeildar Fylkis.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Hægt að kaupa árskort inn á heimasíðu félagins (hægra megin) :
https://fylkir.felog.is/