,

Rafíþróttir

 

Rafíþróttir

 

Á morgun, föstudaginn 6. des, opnar fyrir skráningar á námskeiðin hjá Rafíþróttadeild Fylkis. Fyrstu æfingar vorannar byrja í annarri vikunni í janúar, eða þann 13 janúar og æft verður til 2. maí.
Rafíþróttadeildin áskilur sér rétt til að breyta æfingatímum og fella niður námskeið náist ekki lágmarks iðkendafjöldi í það námskeið. Öll námskeið eru kennd í PC borðtölvum nema annað sé tekið fram.

Við hvetjum forráðamenn til að skrá börnin á biðlista ef námskeiðið er fullt því við munum reyna eftir fremsta megni að bæta við hópum sé tilefni til.

Iðkendur þurfa að eiga aðgang að þeim leik sem á að iðka, deildin sér annars fyrir öllum öðrum æfingatækjum. Við hvetjum forráðamenn til þess að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI. Skráning á æfingar er á ábyrgð forráðamanna og við skráningu er forráðamaður að senda samþykki sitt við því að iðkandinn spili þann leik sem það hefur verið skráð á æfingar fyrir.

Hámark eru 10 á hvert námskeið.

Námskeiðin eru:

Finndu þína rafíþrótt – bæði kyn saman, skipt upp í 10-12 ára 15:00-16:30 og 13-16 ára 16:30-18:00 (mán og mið)

CS:GO – kynjaskipt, kvk 18:00-19:30 og kk 19:30-21:00, fyrir 13-16 ára (mán og mið)

FIFA Playstation 4 – bæði kyn saman, skipt upp í 10-12 ára 15:00-16:30 og 13- 16 ára 16:30-18:00  (þri og fim)

Overwatch – kynjaskipt, kvk 18.00-21:00 og kk 15:00-18:00, fyrir 10-16 ára (fös)

Apex/PubG – bæði kyn saman fyrir 13-16 ára, 10:00-13:00 (lau)

League of Legends – bæði kyn saman fyrir 13-16 ára, 13:00-16:00 (lau)

Fortnite – bæði kyn saman, skipt í 10-12 ára, 18:00-19:30 og 13-16 ára, 19:30-21:00

(þri og fim)