,

Birkir Jakob æfði með Molde

Birkir Jakob Jónsson (14 ára) í 3 flokki Fylkis er kominn heim eftir frábæra viku ferð til Molde FK í Noregi þar sem honum var boðið að æfa með akademíu félagsins.
Þar æfði hann með U15, U16 og U19 liðum Molde.  U19 er varalið félagsins. Hann stóð sig mjög vel og var boðið að koma aftur seinna.

Óskum við Birki til hamingju með góða frammistöðu og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.