5 flokkur karla Fylkis og 4.flokkur karla og kvenna í Fjölni/Fylki fóru á stærsta og flottasta handboltamót í heimi, Partille Cup dagana 29. júní til 7. júlí. Á mótinu léku rúmlega 25 þúsund keppendur frá öllum heimshornum. Í heildina tóku 55 iðkendur á vegum Fylkis og Fjölnir/Fylkir þátt og tefldum við fram fimm liðum. Liðin léku í riðlakeppni fyrstu keppnisdagana þar sem okkar lið mættu fimm andstæðingum. Á föstudeginum og laugardeginum léku liðin síðan í útsláttarkeppninni þar sem liðin komust mislangt.
Fyrir utan keppnina sjálfa var dagskráin þétt setin. Krakkarnir fóru í vatnsrennibrautargarðinn Skara Sommarland, sáu íslenska U17 ára landslið karla vinna bronsverðlaun á European Open þegar það vann frábæran sigur á Hvít-Rússum í skemmtilegum handboltaleik. Segja má að vikan hafi verið viðburðarík og skilur eftir ótal minningar hjá okkar krökkum, en iðkendur okkar voru félögunum til sóma innan vallar sem utan.
Framtíðin er björt í Árbænum!