BEINT Í KLEFANN – Áheitasöfnun stuðningsmanna Fylkis
Verðum dugleg að skora á félagsmenn að taka þátt.
Árangur meistaraflokka félagsins hefur verið góður til þessa, hvetjum þau til áframhaldandi góðra verka.
Í erfiðu umhverfi vegna COVID-19 hafa leikmenn staðið sig vel innann sem utan vallar.
Á þessari síðu getur þú lagt þitt að mörkum með áheiti til leikmanna knattspyrnudeildar Fylkis!
Með þessari áheitasöfnun viljum við sýna leikmönnum hversu mikið við metum árangur þeirra!
Veldu upphæð sem þú ert tilbúinn reiða af hendi sem rennur beint í klefann til leikmanna ef ákveðinn árangur næst.
Meistaraflokkar Fylkis í fótbolta spila um helgina.
Pepsí Max karla
ÍA – Fylkir
Laugardagur kl 16:00
BEINT Á STÖÐ 2 SPORT
Pepsí Max kvenna
Selfoss – Fylkir
Sunnudagur kl 14:00
BEINT Á STÖÐ 2 SPORT
Því miður engir áhorfendur en sendum liðunum góða strauma og fylgjumst með á Stöð 2 sport.

Skráning er hafin í starf handknattleiksdeildar Fylkis í vetur.  Boðið verður upp á æfingar í öllum flokkum.

Æfingar í yngstu flokkunum hefjast 1.september og verða upplýsingar um æfingatíma sett inn á heimasíðu félagsins um leið og þær eru klárar.

Skráning í 8.fl – 5.fl karla og kvenna fer fram í skráningarkerfi Fylkis á heimasíðunni https://fylkir.felog.is/ , vakin er athygli á því að veittur er 10% afsláttur ef gengið er frá skráningu og greiðslu fyrir 1.október.

Vegna samstarfs deildarinnar við handknattleiksdeild Fjölnis í 4.fl og 3.fl  karla og kvenna fer skráningin í þá flokka fram í gegnum skráningarkerfi Fjölnis https://fjolnir.felog.is/.

Minnum á skráningu í frístundavagninn sem gengur innan hverfis og á að nota frístundastyrkinn.

Blakdeild Fylkis mun tefla fram liði í úrvalsdeild á næsta tímabili. Þjáfari liðsins er Brynjar Pétursson sem hefur langa reynslu í blaki bæði sem þjálfari og leikmaður.

Frábærir dagar framundan 🙂

Leikur hjá strákunum á sunnudaginn. Mætum endilega snemma, FANZONE fyrir leik.

Svo eru stelpurnar á mánudaginn.

MINNUM Á MIÐASÖLU Í STUBB.

Sjáumst á vellinum.

FYLKIR ARBLJARINS BESTA

Ég elska tvennt við KR

N.k. sunnudag fáum við Íslandsmeistara KR í heimsókn. Heimaleikur við KR hefur alltaf skipað stóran sess í mínum huga. Ekki skemmir það að þeir eru ríkjandi meistarar í Pepsi Max deildinni og hefur vegnað vel fram að þessu og einnig höfum við byrjað mótið ágætlega.

Þegar góða gesti ber að garði þá er oft tínt til það besta úr búrinu og veglega veitt. Þannig verður það á sunnudag. Við munum blása til hátíðar og opna FANZONE við austurenda Fylkishallar þar sem upphitun og andlitmálun fer fram. Skátarnir verða tilbúnir með hoppukastala og candyflos og félagið mun selja ýmsan varning. Grillin verða á sínum stað og Tailenski staðurinn Rakang verður með bás. Tjörnes ætla að taka nokkur hressandi upphitunarlög og knattþrautir verða í umsjá yngri flokka þjálfara.

Margar skemmtilegar minningar má tengja þessum leikjum. Í upphafi aldarinnar gekk okkur vel með KR á heimavelli. Árið 2000 lékum við einum færri frá 28 mínútu en náðum jafntefli 1-1 en mark Fylkis skoraði Gylfi Einars. Árið 2001 unnum við KR í opnunarleik Landsbankadeildarinnar 1-0 með marki frá Steingrími heitnum Jóhannessyni. Svo var komið að leiknum örlagaríka árið 2002. 1-1 endaði sá leikur með mörkum frá Ómari Valdimarssyni og manninum sem ekki má nefna í Árbæ og KR hélt í titilvonina. Árið eftir unnum við þá 2-1 eftir að Siggi Raggi hafði komið þeim yfir snemma leiks. Mörk frá Hauki Inga og Birni Viðari tryggði okkur sigurinn. Þjálfari KR, Willum Þór Willumson ætlaði að reyna sama trikk og árinu áður að setja manninn sem ekki má nefna í Árbæ inná á lokamínútum leiksins en það tókst ekki. Árið 2004 kom yndislegur 3-1 sigur með tveimur mörkum Gústa Breiðdal og einu frá Val Fannari en Arnar Gunnlaugs kom vesturbæingum á blað. Síðan tóku við nokkur mögur ár gegn móður allra klúbba Íslandi. Síðast unnum við KR á heimavelli 2012 með mörkum frá Emil Ásmundssyni, sem nú er genginn til liðs við KR, Ingimundi Níels og Björgólfi Takefusa sem báðir hafa leikið með KR. Einu leikmennirnir sem léku þennan leik og eru enn að spila með sínum liðum eru fyrir utan Emil sem hefur haft vistaskipti og er meiddur, Ásgeir Eyþórsson sem kom inná sem varamaður og fyrir KR, Aron Bjarki Jósepsson og Atli Sigurjónsson.

En eins og segir í fyrirsögninni þá er það tvennt sem ég elska við KR. Það fyrsta er að vinna þá og annað, hversu duglegir KR ingar eru að mæta á útileiki og styðja sitt lið. Þeir eru til fyrirmyndar á þessu sviði. Þess vegna verða allir leikir við KR stórleikir í mínum huga og þannig verður það n.k. sunnudag einnig.

Um leið og við bjóðum alla KR inga velkomna í Lautarferð á Wurth völlinn viljum við minna á bílastæði við kirkjuna en aðeins 5 mínútna gangur er þaðan á völlinn. Við hvetjum líka alla áhorfendur að nýta sér STUBB appið til að kaupa miða.

Mætum tímanlega og njótum stemmingarinnar á þessum stórleik í íslenskum fótbolta.

ÁFRAM FYLKIR

Kjartan Danielsson

Formaður Knattspyrnudeildar

WÜRTH VÖLLURINN
FYLKIR – KR
OLÍS LEIKURINN
SUNNUDAG KL 17:30

Þađ er nóg ađ gera.
Næstu leikir hjà meistaraflokkum.

Mànudagur Pepsì Max karla
FH – Fylkir
Kl 19:15

Miđvikudagur Pepsì Max kvenna
Valur – Fylkir
19:15

Mætum og styđjum Fylki.

FYLKIR ÀRBÆJARINS BESTA