Vegna þeirrar stöðu sem komin er upp varðandi útbreiðslu Covid-19 og að beiðni sóttvarnaryfirvalda þá verða Fylkishöllin og Fylkisselið lokuð fyrir almenna umferð til 1.nóvember. Þess ber þó að geta að starfsemi frístundaheimilis Árbæjarskóla í Fylkishöll verður áfram með aðstöðu í Fylkishöll þessa daga eins og áður. Fyrirspurnir um starfið er hægt að senda á netfangið fylkir@fylkir.is.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum rétt í þessu að beina því til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Þar eru þau beðin um að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum frá deginum í dag til 19. október. Jafnframt eru þau beðin um að fresta keppnisferðum út á land.
- Hvetjum alla á höfuðborgarsvæðinu til að vera eins mikið heimavið og kostur er.
- Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til.
- Verjum viðkvæma hópa og takmörkum heimsóknir til einstaklinga í áhættuhópum eins og hægt er.
- Takmörkun fjölda í búðum –einn fari að versla frá heimili ef kostur er.
- Hvatt er til þess að þeir sem standi fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu fresti þeim
- Klúbbar, kórar, hlaupahópar, hjólahópar og aðrir hópar sem koma saman geri hlé á starfsemi sinni.
- Allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur á erindi herði allar sínar sóttvarnaraðgerðir, takmarki eins og hægt er fjölda, tryggi að allir geti sótthreinsað hendur við innganga, sótthreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjarlægðarmörk
- Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum.
- Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land.
- Allir sem finni fyrir hinum minnstu einkennum haldi sig heima, fari í sýnatöku og líti á að þeir séu í einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir.
- Allir á höfuðborgarsvæðinu og víðar þurfa að koma með okkur í þetta átak og gæta sérstaklega vel að sér næstu vikur.
Jafnframt er bent á að tilmæli um ferðalög til eða frá höfuðborgarsvæðinu ná einnig til iðkenda og annarra þátttakenda í íþróttastarfinu.
Á vef stjórnarráðs Íslands hefur verið birt frétt um COVID-19: Um reglur og tilmæli.
Vegna þeirrar óvissu sem komið hefur upp í dag varðandi æfingar þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri.
Beðið er eftir samræmdum reglum og leiðbeiningum frá íþróttaforystunni og er von á þeim fljótlega. Meðan staðan er þessi þá gætu einstakar æfingar fallið niður og munu þá þjálfarar láta vita af því.
Hvað varðar íþróttastarfsemi félagsins þá gilda eftirfarandi reglur sem heilbrigðisráðherra hefur gefið út. Reglurnar gilda til 19.október
- Nálægðarmörk 2 metrar: Nálægðarmörk verða 2 metrar. Það á einnig við í öllum skólum, að undanskildum börnum fæddum 2005 og síðar.
- Íþróttastarfsemi barna sem eru fædd 2005 og síðar er Allar æfingar fyrir þennan aldur verða því með óbreyttu sniði. Beinum því reyndar til foreldra að láta börnin mæta eins mikið tilbúin og hægt er. Fækkum sameiginlegum snertifletum. Hér er bæði um að ræða æfinga innan- og utandyra.
- Hefðbundið íþróttastarf innandyra fyrir iðkendur fædda 2004 og eldri fellur niður og munu þjálfarar vera í sambandi við sína hópa um starfið næstu daga og vikur. Hér er um að ræða æfingar 16 ára og eldri í handbolta, fimleikum, karate, rafíþróttum og blaki.
- Knattspyrnuæfingar utandyra geta farið fram með hefðbundnum hætti.
- Hvað varðar keppnisviðburði þá eru allar keppnir bannaðar hjá iðkendum fæddum 2005 og yngri þar sem hætta er á blöndun hópa umfram hefðbundnar æfingar eru óheimilir.
- Keppni í knattspyrnu utandyra er heimil hjá iðkendum fæddum 2004 og eldri.
- Nálægðar- og fjöldamörk: Líkt og áður gilda nálægðar- og fjöldamörk ekki um börn fædd 2005 og síðar.
- Íþróttir utandyra: Íþróttir utandyra eru heimilar en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorfendur skulu bera grímu og sitja í merktum sætum. Vegna viðburða hjá Fylki þá skal leita upplýsinga um viðkomandi viðburð þar sem einhverjir atburðir verða án áhorfenda.
- Þess ber þó að geta að einstaka æfingar geta fallið niður næstu daga vegna þessa ástands og munum þjálfarar hópanna þá láta iðkendur vita.
Félagið beinir því til foreldra og stuðningsmanna að fara ekki inn í íþróttamannvirki félagsins nema nauðsyn sé. Hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst (fylkir@fylkir.is) varðandi erindi sem geta ekki beðið.
Það er gríðarlega mikilvægt að við tökum öll þátt í þessu saman og vöndum okkur.
Öll dagskrá verður með eðlilegum hætti frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 30.júní. Námskeið og æfingar fara af stað en allt féll niður mánudaginn 29.júní þar sem upp kom Covid 19 smit hjá leikmanni meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Þess ber að geta að umræddur leikmaður tengist aðeins liðinu, er ekki þjálfari eða starfsmaður Fylkis.
Búið er að sótthreinsa Fylkishöllina og vallarsvæðið.
Þetta hefur ekki áhrif á leik Fylkis og Gróttu í Pepsi Max deild karla sem fer fram í kvöld kl. 19:15 á Wurth vellinum.
Svo viljum við ítreka til allra okkar félagsmanna að sýna fyllstu aðgát og varfærni og brýnum fyrir félagsmönnum að fylgja tilmælum Almannavarna um tveggja metra fjarlægð, handþvott og aðrar hreinlætisvenjur.
Áfram Fylkir
Í dag kom upp Covid 19 smit hjá leikmanni meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Viðkomandi leikmaður er nú í einangrun og aðrir leikmenn og þjálfarar í sóttkví.
Félagið vinnur málin náið og í góðu samráði við Almannavarnir og KSÍ og standa líkur til þess að næstu tveimur til þremur leikjum kvennaliðs félagsins verði frestað. Mun það skýrast frekar á allra næstu dögum.
Á morgun, mánudaginn 29. júní, falla niður allar æfingar á félagssvæði Fylkis í og við Fylkishöll, þ.e. fótboltaæfingar, handboltaæfingar, knattspyrnuskólinn og tækniskólinn, á meðan verið er að sótthreinsa Fylkishöllina og vallarsvæðið. Við biðjum því alla að fylgja þeim tilmælum að svæðið sé lokað þar til annað verður tilkynnt.
Þetta hefur ekki áhrif á leik Fylkis og Gróttu í Pepsi Max deild karla sem fer fram annað kvöld kl. 19:15 á Wurth vellinum.
Engin röskun verður á öðru skipulögðu starfi fimleikadeildar, karatedeildar og rafíþróttadeildar í Fylkisseli.
Við viljum biðla til allra okkar félagsmanna að sýna fyllstu aðgát og varfærni og brýnum fyrir félagsmönnum að fylgja tilmælum Almannavarna um tveggja metra fjarlægð, handþvott og aðrar hreinlætisvenjur.
Fylkir varð um helgina fyrsta rafíþróttalið íslands til að tryggja sér stórmeistaramóts titil í Vodafone deildinni í leiknum Counter-Strike: Global Offensive. Fylkir mætti feiknar sterkur liði FH og var spennan fyrir leiknum mikil. Leikar enduðu með 2-0 sigri Fylkismanna eftir 16-11 leik í kortinu Inferno og 16-7 í kortinu Vertigo. Að leik loknum var Eðvarð Þór Heimisson, betur þekktur sem EddezeNN og leikmaður Fylkis, valinn maður mótsins og úrslitaleiksins. Það er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá Rafíþróttadeild Fylkis en þetta var annar stóri titill liðsins á stuttum tíma.
Í dag 28.maí á Íþróttafélagið okkar afmæli og er 53 ára gamalt en félagið var stofnað 28.maí 1967. Til hamingju með daginn Fylkisfólk nær og fjær. Áfram Fylkir!!
Aðalfundur Fylkis fór fram þann 27.maí í Fylkishöll. Dagskrá fundarins var hefðbundin samkvæmt lögum félagsins. Kynntir voru reikningar félagsins og kosið í stjórnir og nefndir. Formaður félagsins Björn Gíslason var endurkjörin til eins árs. Tvær breytingar urðu í aðalstjórn en Hildur Mósesdóttir og Ása Haraldsdóttir gengu úr stjórn og í þeirra stað komu Hulda Birna Baldursdóttir og Sigurbjörg Guðnadóttir. Hér fyrir neðan má sjá nýja aðalstjórn ásamt stjórnum deilda félagssins.
Aðalstjórn
Björn Gíslason, formaður
Helga Birna Ingimundardóttir
Atli Atlason
Kristinn Eiríksson
Jón Birgir Eiríksson
Hulda Birna Baldursdóttir
Sigurbjörg Guðnadóttir
Rafíþróttadeild
Þórmundur Sigurbjarnarson formaður
Aron Ólafsson
Leó Zogu
Stefán Atli
Axel Gíslason
Knattspyrnudeild
Kjartan Daníelsson
Arnar Þór Jónsson
Stefanía Guðjónsdóttir
Júlíus Örn Ásbjörnsson
Ragnar Páll Bjarnason
Karatedeild
Pétur Ragnarsson
Arnar Jónsson
Katrín Ingunn Björnsdóttir
Elías Guðni Guðnason
Handknattleiksdeild
Júlía Hrönn Guðmundsdóttir
Sigurður Jón Vilhjálmsson
Arna Hrund Arnardóttir
Jenný Vigdís Þorsteinsdóttir
Erna Kristín Sigurjónsdóttir
Fimleikadeild
Judith Traustadóttir
Íris Reynisdóttir
Þorsteinn Þorgeirsson
Guðrún Ósk Jakobsdóttir
Rebekka Ósk Heiðarsdóttir
Istvan Olah
Blakdeild
Beeke Stegmann
Jóhanna Jakobsdóttir
Kristbjörg Sveinbjörsdóttir
Gunnþór Matthíasson
Guðmundur Jónsson
Pálmi Sigurðsson
Tengiliður BUR
Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttir