Á morgun, föstudaginn 6. des, opnar fyrir skráningar á námskeiðin hjá Rafíþróttadeild Fylkis. Fyrstu æfingar vorannar byrja í annarri vikunni í janúar, eða þann 13 janúar og æft verður til 2. maí.
Rafíþróttadeildin áskilur sér rétt til að breyta æfingatímum og fella niður námskeið náist ekki lágmarks iðkendafjöldi í það námskeið. Öll námskeið eru kennd í PC borðtölvum nema annað sé tekið fram.

Við hvetjum forráðamenn til að skrá börnin á biðlista ef námskeiðið er fullt því við munum reyna eftir fremsta megni að bæta við hópum sé tilefni til.

Iðkendur þurfa að eiga aðgang að þeim leik sem á að iðka, deildin sér annars fyrir öllum öðrum æfingatækjum. Við hvetjum forráðamenn til þess að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI. Skráning á æfingar er á ábyrgð forráðamanna og við skráningu er forráðamaður að senda samþykki sitt við því að iðkandinn spili þann leik sem það hefur verið skráð á æfingar fyrir.

Hámark eru 10 á hvert námskeið.

Námskeiðin eru:

Finndu þína rafíþrótt – bæði kyn saman og skipt upp í 10-12 ára og 13-16 ára (mán og mið)

CS:GO – kynjaskipt fyrir 13-16 ára (mán og mið)

FIFA Playstation 4 – bæði kyn saman og skipt upp í 10-12 ára og 13- 16 ára (þri og fim)

Overwatch – kynjaskipt fyrir 10-16 ára (fös)

Apex/PubG – bæði kyn saman fyrir 13-16 ára (lau)

League of Legends – bæði kyn saman fyrir 13-16 ára (lau)

Fortnite – bæði kyn saman og skipt í 10-12 ára og 13-16 ára (þri og fim)

 

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Minnum á aðalfund knattspyrnudeildar sem fer fram í Fylkishöll næstkomandi miðvikudag 23.október kl. 20:00 í Fylkishöll.  Meðal dagskráliða verður skýrsla stjórnar, ný stjórn kjörin og svo munu Atli Sveinn Þórarinsson og Margrét Magnúsdóttir sem eru í þjálfarateymi meistaraflokka deildarinnar mæta á fundinn og vera með stutta kynningu á komandi tímabili.  Margrét er einnig yfir þjálfari kvennaflokka deildarinnar.   Allir velkomnir.

Lenovo deildin er hálfnuð og strákarnir okkar í CS:GO eru jafnir Dusty í öðru sæti.

Í kvöld mætum við liði Dusty aftur og ætlum okkur ekkert annað en sigur eftir að hafa tapað fyrir þeim í fyrstu umferð.

Hægt er að horfa á leikinn sem byrjar klukkan 21:30 á https://www.twitch.tv/rafithrottir

Lið Fylkis fyrir þetta tímabil eru eftirfarandi;

Bjarni Þór „Bjarnii“ Guðmundsson, 18 ára
Kristinn Andri ,,CaPPing! Jóhannesson, 25 ára
Þorsteinn ,,th0rsteinnf“ Friðfinnsson, 19 ára

Stefán Ingi ,,StebbiC0C0″ Guðjónsson 18 ára

Eðvarð Þór ,, EddezeNNN“ Heimisson 19 ára

 

Fyrir þá sem þekkja til Discords þá vorum við að opna Fylkis Discord rás þar sem við munum horfa saman á okkar lið keppa, nýta spjallrásirnar sem stafræna áhorfendastúku.

https://discord.gg/ScbQBFT

Einnig er hægt að fylgjast með CS:GO liðinu á Instagram og twitter
https://www.instagram.com/fylkir.gg/
https://twitter.com/fylkirgg

Félagsgjald íþróttafélagsins Fylkis að upphæð 3.000 kr. hefur verið sent út á skráða félagsmenn.  Við viljum þakka félagsmönnum fyrir stuðningin á liðnum árum og vonandi eigum við samleið áfram.  Stuðningurinn hefur styrkt stöðu félagsins og gert okkur betur kleift að halda úti því góða starfi sem íþróttafélagið býður upp á í dag en innan íþróttafélagsins Fylkis stunda á annað þúsund barna og fullorðinna íþróttaiðkun í fimm deildum.  Þau sem hafa ekki fengið sent félagsgjaldið og hafa áhuga á að gerast félagsmenn í Fylki geta sent tölvupóst á fylkir@fylkir.is.

Ef þú telur að þetta eigi ekki erindi til þín þá biðjumst við afsökunar á óþægindunum og biðjum þig um að senda okkur tölvupóst á fylkir@fylkir.is og við fellum seðilinn niður.

Hörður Guðjónsson

Framkvæmdarstjóri íþróttafélagsins Fylkis

Fylkishöllin verður lokuð frá fimmtudeginum 1.ágúst til og með mánudeginum 5.ágúst.

Fylkir stóðu sig frábærlega í undanúrslitunum og unnu flott lið tropadeleet sem samanstendur af flestum sigursælustu drengjum í rafíþróttum á Íslandi frá upphafi. 

Leikurinn fór 2-1 fyrir okkur þar sem voru spiluð þrjú borð í best of three keppni. 

Í tilefni þess er hér tillaga að næsta facebook status. Hann er í lengra lagi, en auðvitað er hægt að eiga við textann. Svo hengdi ég mynd með til að deila með statusnum.  

,,Fylkir komið í úrslitaleik Lenovo deildarinnar

Fylkir gerði sér lítið fyrir og slóg út í undanúrslitum Lenovo deildarinnar lið tropadeleet. Þetta þýðir að þvert á spá spekinga er Fylkir búið að sýna og sanna að við erum með eitt af bestu liðum í Counter-strike á Íslandi. 

Úrslit Lenovo Deildarinnar í Counter-strike, einni stærstu rafíþróttadeild Íslands frá upphafi, fer fram í Háskólabíó  þann 27. júní klukkan 18:30 þar sem Fylkir mætir liði Hafsins, sem hefur ekki tapað leik í rúmlega ár en okkar menn komust hársbreidd frá því að breyta því á tímabilinu. Með appelsínugulum stuðning er allt hægt. 

Frítt verður inn fyrir alla á meðan húsrúm leyfir. Hægt verður að prófa Lenovo Legion tölvur á staðnum og jafnvel næla sér í einhverja vinninga fyrir góða frammistöðu. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Mætum og hvetjum strákana til dáða. 

Lenovo Deildin er fremsta keppnisdeild rafíþrótta á Íslandi, þar sem bestu spilarar landsins mætast reglulega og keppast sín á milli uppá sinn skerf af 500.000kr verðlaunafé.


Liðið skipa þeir 

Andri Már „aNdrehh“ Einarsson  

Andri Þór „ReaN“ Bjarnason  

Bjarni Þór „Bjarnii“ Guðmundsson, 

Böðvar Breki „Zolo“ Guðmundsson   Kristófer Daði „ADHD“ Kristjánsson“

Okkar drengir í CS:GO liði Fylkis mæta sterku liði Tropadeleet í kvöld kl. 19:30. Lið Tropadeleet lenti í þriðja sæti í deildinni og við í öðru svo það má búast við jöfnum leik.

Hægt er að fylgjast með í beinni á FB síðu Lenovo deildin og Twitch rás Rafíþróttasamtakanna www.twitch.tv/rafithrottir stöndum við bakið á okkar mönnum og kíkjum á vefútsendinguna“