Fylkir stóðu sig frábærlega í undanúrslitunum og unnu flott lið tropadeleet sem samanstendur af flestum sigursælustu drengjum í rafíþróttum á Íslandi frá upphafi. 

Leikurinn fór 2-1 fyrir okkur þar sem voru spiluð þrjú borð í best of three keppni. 

Í tilefni þess er hér tillaga að næsta facebook status. Hann er í lengra lagi, en auðvitað er hægt að eiga við textann. Svo hengdi ég mynd með til að deila með statusnum.  

,,Fylkir komið í úrslitaleik Lenovo deildarinnar

Fylkir gerði sér lítið fyrir og slóg út í undanúrslitum Lenovo deildarinnar lið tropadeleet. Þetta þýðir að þvert á spá spekinga er Fylkir búið að sýna og sanna að við erum með eitt af bestu liðum í Counter-strike á Íslandi. 

Úrslit Lenovo Deildarinnar í Counter-strike, einni stærstu rafíþróttadeild Íslands frá upphafi, fer fram í Háskólabíó  þann 27. júní klukkan 18:30 þar sem Fylkir mætir liði Hafsins, sem hefur ekki tapað leik í rúmlega ár en okkar menn komust hársbreidd frá því að breyta því á tímabilinu. Með appelsínugulum stuðning er allt hægt. 

Frítt verður inn fyrir alla á meðan húsrúm leyfir. Hægt verður að prófa Lenovo Legion tölvur á staðnum og jafnvel næla sér í einhverja vinninga fyrir góða frammistöðu. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Mætum og hvetjum strákana til dáða. 

Lenovo Deildin er fremsta keppnisdeild rafíþrótta á Íslandi, þar sem bestu spilarar landsins mætast reglulega og keppast sín á milli uppá sinn skerf af 500.000kr verðlaunafé.


Liðið skipa þeir 

Andri Már „aNdrehh“ Einarsson  

Andri Þór „ReaN“ Bjarnason  

Bjarni Þór „Bjarnii“ Guðmundsson, 

Böðvar Breki „Zolo“ Guðmundsson   Kristófer Daði „ADHD“ Kristjánsson“

Okkar drengir í CS:GO liði Fylkis mæta sterku liði Tropadeleet í kvöld kl. 19:30. Lið Tropadeleet lenti í þriðja sæti í deildinni og við í öðru svo það má búast við jöfnum leik.

Hægt er að fylgjast með í beinni á FB síðu Lenovo deildin og Twitch rás Rafíþróttasamtakanna www.twitch.tv/rafithrottir stöndum við bakið á okkar mönnum og kíkjum á vefútsendinguna“

Fylkir stofnaði á dögunum formlega rafíþróttadeild innan félagsins, en markmiðið er að bjóða upp á skipulagt starf fyrir börn og unglinga þar sem þau geta stundað rafíþróttir undir handleiðslu þjálfara. Mun meistaraflokkurinn skipa stórt hlutverk í barna- og unglingastarfinu. Ásamt því að stunda rafíþróttir læra iðkendur markmiðasetningu, sjálfsaga, ábyrgð og tilfinningastjórnun svo fátt eitt sé nefnt. Einnig verður lögð áhersla á reglulega hreyfingu, mataræði og góða hvíld en þetta eru þættir sem skipta miklu máli í allri íþróttaiðkun. Allt þetta rímar við það sem sést hefur í skipulögðu rafíþróttastarfi á Norðurlöndunum.

Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að koma deildinni á fót og stefnt er að því að hefja starfsemi næsta haust að afloknum kynningarfundi.

Rafíþróttalið Fylkis í tölvuleiknum Counter-strike:Global Offensive (CS:GO) tókst að tryggja sér annað sæti með mikilvægum sigrum á KR.eSports og Tropadeleet í lokaumferðinni. Tímabilið byrjaði brösulega og fóru okkar drengir hægt af stað en náðu svo að rétta af kútnum og tryggja sér annað sæti sem er frábær árangur fyrir þetta unga lið og okkar fyrsta rafíþróttalið.

Meistaraflokkur Fylkis í CSGO  samanstendur af 5 leikmönnum og einum liðsstjóra. Liðið hefur spilað saman í rúmt ár og er blanda af leikmönnum með reynslu sem hafa unnið mót og ungum strákum sem eiga framtíðina fyrir sér.
Liðið skipa þeir Andri Már „aNdrehh“ Einarsson, 25 ára, fyrirliði, Andri Þór „ReaN“ Bjarnason, 27 ára, Bjarni Þór „Bjarnii“ Guðmundsson, 18 ára, Böðvar Breki „Zolo^“ Guðmundsson, 18 ára og Kristófer Daði „ADHD“ Kristjánsson,  24 ára. Liðsstjóri er Aron Ólafsson.

 

Næst á dagskrá er úrslitakeppni í Lenovo deildinni þar sem Fylkir mætir tropadeleet í undanúrslitum þann 20. júní.

 

Miðvikudaginn 5 júní, er Fylkishöll lokuð frá 8-15, þar allt rafmagn verður tekið af Árbæjarhverfi.

Í vikunni hélt KRR upp á 100 ára afmæli ráðsins og voru nokkrir góðir Fylkismenn heiðraðir fyrir sitt framlag til knattspyrnunnar og Fylkis.

Það voru Hörður Guðjónsson, Framkvæmdastjóri Fylkis. Guðmann Hauksson, vallarstjóri með meiru og Björn Ágústsson eða öllu heldur Bjössi í Meba.

Björn Gíslason, formaður Fylkis afhenti í tilefni dagsins Steini Halldórssyni, formanni KRR gjöf.