,

Fjölgun iðkenda hjá Fylki

Fylkir stendur fyrir verkefninu“fjölgun iðkenda hjá Fylki“

Nú gefst öllum krökkum í 3 og 4 bekk í Árbænum að prufa allar íþróttagreinar hjá Fylki, ókeypis í 2 mánuði.

 

Handbolti er á mánudögum í Fylkishöll kl. 16:15-17:15

Fótbolti er á þriðjudögum í Fylkishöll kl. 15:00-16:00

Blak er á miðvikudögum í Árbæjarskóla kl. 17:00-18:00

Karate er á fimmtudögum í Fylkisseli kl. 16:00-17:00

Fimleikar eru á föstudögum í Fylkisseli kl. 14:30-15:30

 

Þjálfarar deildanna munu taka á móti krökkunum og sjá um æfingarnar, sem eru settar upp eingöngu fyrir þetta verkefni.

 

Krökkunum er frjálst að mæta alla daga vikunnar á þessar æfingar, það þarf ekki að skrá krakkana, bara að mæta og njóta.