,

Námskeiðin hjá rafíþróttadeildinni byrja 13.janúar

Skráning á námskeið rafíþróttadeildar Fylkis er í fullum gangi. Námskeiðin hefjast 13. janúar og er hægt að skrá inn á skráningarsíðu Fylkis  https://fylkir.felog.is
 
Uppselt er nú þegar á nokkur námskeið en um að gera að skrá sig á biðlista og ef nægur fjöldi fæst þá verður bætt við námskeiði.
 
Hægt er að nota frístundastyrk vegna ársins 2019 á námskeiðin.
 
Við hvetjum forráðamenn til að skrá börnin á biðlista ef námskeiðið er fullt því við munum eftir fremsta megni bæta við hópum ef biðlistar eru nógu langir til að manna nýjan hóp.
 
Iðkendur þurfa að eiga aðgang að þeim leik sem á að iðka, deildin sér annars fyrir öllum öðrum æfingatækjum. Við hvetjum forráðamenn til þess að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI. Skráning á æfingar er á ábyrgð forráðamanna og við skráningu er forráðamaður að senda samþykki sitt við því að iðkandinn spili þann leik sem það hefur verið skráð á æfingar fyrir.
 
Hámark eru 10 á hvert námskeið.
 
Námskeiðin eru:
Finndu þína rafíþrótt – bæði kyn saman, skipt upp í 10-12 ára 15:00-16:30 og 13-16 ára 16:30-18:00 (mán og mið)
CS:GO – kynjaskipt, kvk 18:00-19:30 og kk 19:30-21:00, fyrir 13-16 ára (mán og mið)
FIFA Playstation 4 – bæði kyn saman, skipt upp í 10-12 ára 15:00-16:30 og 13- 16 ára 16:30-18:00 (þri og fim)
Overwatch – kynjaskipt, kvk 18.00-21:00 og kk 15:00-18:00, fyrir 10-16 ára (fös)
Apex/PubG – bæði kyn saman fyrir 13-16 ára, 10:00-13:00 (lau)
League of Legends – bæði kyn saman fyrir 13-16 ára, 13:00-16:00 (lau)
Fortnite – bæði kyn saman, skipt í 10-12 ára, 18:00-19:30 og 13-16 ára, 19:30-21:00
(þri og fim)