



Stefán Gísli Stefánsson leikmaður Fylkis hefur í byrjun ársins verið á reynslu í Belgíu hjá Westerlo og hjá Pafos í Kýpur. Stefán lék leiki með U21 og U23 ára liði Westerlo í síðustu viku en er nú farinn yfir til Kýpur.
K.V.C. Westerlo leikur í efstu deild í Belgíu þar sem liðið endaði í 11.sæti á síðustu leiktíð en situr nú í 13. sæti. Pafos FC leikur í efstu deild í Kýpur þar sem liðið endaði í 5. sæti á síðustu leiktíð en situr nú í 2. sæti deildarinnar.
Stefán Gísli sem verður 19 ára á árinu er að upplagi miðjumaður en hefur spilað mest sem hægri bakvörður undanfarin tvö ár. Stefán hefur spilað 22 leiki og skorað 1 mark fyrir meistaraflokk Fylkis og hefur leikið 17 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Við hlökkum til að fylgjast með Stefáni Gísla áfram og fögnum því að leikmenn okkar fái að spreyta sig erlendis.

Frítt að æfa handbolta í janúar

Eyþór Aron Wöhler hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fylki. Það er okkur Fylkisfólki mikið fagnaðarefni að hafa náð samkomulagi við Eyþór sem við sjáum sem mikilvæga viðbót við öflugan leikmannahóp okkar sem mun gera atlögu að því að komast beint í deild þeirra bestu aftur.
Eyþór, sem er framherji, á að baki 136 leiki og 22 mörk í meistaraflokki. Eyþór lék með KR á síðustu leiktíð en hefur einnig leikið með Breiðabliki, HK, ÍA og Aftureldingu. Eyþór verður 23 ára í lok mánaðar og er uppalinn í Aftureldingu en hann gekk til við ÍA og lék með Skagamönnum í efstu deild tímabilin 2021 og 2022.
Eyþór færði sig yfir til Breiðabliks fyrir tímabilið 2023, en lék seinni hluta þess tímabils á láni hjá HK. Fyrir leiktíðina 2024 skipti hann svo yfir í KR. Eyþór á að baki 15 landsleiki og 4 mörk fyrir yngri landslið Íslands.
„Ég er afar sáttur með að ganga í raðir Fylkismanna á þessum tímapunkti. Hér í Árbænum er allt til staðar og ég mun gera allt til þess að standa mig vel í appelsínugulu treyjunni á næstu árum” var haft eftir Eyþóri við þessi tíðindi.

Herrakvöld Fylkis hefur skipað fastan sess í félagslífi Fylkismanna. um áraraðir. Meistari Gísli Einarsson mun sinna veislustjórn og annast málverkauppboð, Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands ávarpar samkomuna og Björn Bragi sem fór einmitt á kostum á síðasta Herrakvöldi Fylkis mun skemmta mannskapnum ásamt því að Gunni Óla kemur með frábært tónlistaratriði.
Miðasala hér:
Herrakvöld Fylkis 2025 | Stubbur

Bjarki Steinsen Arnarsson hefur samið við Fylki til næstu tveggja ára. Bjarki sem verður tvítugur á þessu ári er uppalinn Fylkismaður en gekk í raðir FH sumarið 2022. Hann spilaði ekki leik fyrir meistaraflokk FH en hefur verið ónotaður varamaður í Bestu deildinni. Bjarki lék 7 leiki fyrir meistaraflokk Fylki í Lengjubikar og Reykjavíkur árið 2022. Þá hefur Bjarki verið valinn í æfingahóp yngri landsliða.
“ Það er frábært að vera komin heim aftur í Fylki. Mér líst gríðarlega vel á leikmannahópinn og þjálfarateymið og ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili “ sagði Bjarki um tíðindi dagsins.

Bergljót Júlíana Kristinsdóttir er 19 ára markmaður sem kemur til Fylkis frá KR en er uppalin í Val. Hún hefur spilað 46 leiki í meistaraflokki fyrir KR og KH.

Ásdís Þóra Böðvarsdóttir

Bergljót Júlíana Kristinsdóttir
Júlía Huld Birkisdóttir og Margrét Lind Zinovieva hafa verið valdar til úrtaksæfinga U16- ára landsliðs kvenna. Æfingarnar fara fram í Miðgarði dagana 15. og 16. janúar undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara U16 kvenna.
Báðar stúlkur eru fæddar árið 2009 og eru lykilmenn í 3.flokki félagsins og hafa æft með meistaraflokki í vetur.
Júlía er öflugur markvörður og Margrét útsjónarsamur miðjumaður en báðar hafa verið valdar í landslið áður.
Óskum við þeim innilega til hamingju



Iðkendur í 4. flokki karla og 3.flokki kvenna hjá Fjölni/Fylki í handbolta sækja og farga jólatrjám í póstnúmeri 110 þann 7. janúar 2025, sem hluti af fjáröflun fyrir flokkana.
Förgun fyrir hvert tré kostar 4.000 krónur. Samhliða skráningu þarf að leggja inn á reikning 0331-26-5805, kt 571083-0519 og senda kvittun á fylkir@fylkir.is með heimilisfang sem tilvísun.
Athugið að tekið verður við skráningum til kl 22.00 þann 6. janúar og verður ekki hægt að panta förgun eftir það. Við verðum líka snemma á ferðinni þriðjudaginn 7. janúar.
Skráning fer fram hér að neðan !
https://forms.gle/MDk9jWLPMBHcDKqB9
