Fimleikadeild Fylkis var með 1 hluta innanfélagsmótið í dag en þá kepptu stúlkur í 5 þrepi létt, 5 þrepi og 4 þrepi létt en þetta eru allt ungar stúlkur sem eru að gera æfingar sínar.
Í 5 þrepi létt fengu allar stúlkurnar verðlaun fyrir sitt besta áhald, í 5 þrepi var í fyrsta sæti og fylkismeistari í 5 þrepi Karen Mist Eiðsdóttir í 2 sæti var Anna Katrín G. Englert og í 3 sæti var Ósk Norðfjörð Sveinsdóttir.
Í 4 þrepi létt var í 1 sæti Ylfa Sigrún N. Wilbinsdóttir í 2 sæti Ragnheiður Kara Jónsdóttir og í 3 sæti Nicola Kondraciuk.
Fimleikadeildin þakkar öllum keppendum sínum fyrir daginn í dag.
Á morgun sunnudaginn 16 apríl hefst mótið kl. 11:15. og þá keppa eldri keppendur í 4 þrepi, 3 þrepi 2 þrepi 1 þrep og frjálsar og drengir í keppa í 5 þrepi, 4 þrepi og 1 þrepi.
Knattspyrnudeild Fylkis hefur gefið út nýjan leikmannabækling fyrir tímabilið 2023. Þar má finna kynningu á öllum leikmönnum meistaraflokkana ásamt viðtölum við þjálfara og fyrirliða.
Við hvetjum alla til að kíkja á bæklinginn.
Strákarnir okkar fá Keflavík í heimsókn í fyrsta leik sumarsins í Bestu deildinni á mánudaginn kemur þann 10.apríl og hefst leikurinn 14:00
Fylkisborgararnir frægu verða á sínum stað
Candy floss til sölu fyrir börnin
Tekk stofan og Víking stofan opna 13:00
Við hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið á okkar mönnum !
Einnig viljum við minna á árskortasöluna, hún er ennþá í fullum gangi á Stubb og heimasíðu félagsins !
Sjáumst á vellinum