Við erum Fylkir – Eitt allra besta félag landsins?
Þegar ég flutti til landsins nú síðsumar eftir að hafa búið erlendis um nokkurt skeið, þá var ég ekki á leið inn í stjórn KND í þriðja sinn. Þegar hugmyndin var borin upp við mig fannst mér hún fjarlæg en á skömmum tíma rifjaðist upp allt það sem Fylkir hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna fyrir Fylki og að börnin mín hafi fengið að vaxa hér og dafna.
Það fór því þannig að ég tók við formennsku í stjórn knattspyrnudeildar á síðasta aðalfundi hennar. Það gerði ég eingöngu með að markmiði að við héldum áfram okkar góða starfi og jafnframt að laga það sem betur má fara. Fyrir mér er lykilþátturinn það forvarnarstarf sem fer fram innan íþróttafélagsins og að halda iðkendum sem lengst í heilbrigðu og fjölbreyttu starfi. Halda draumum þeirra lifandi. Önnur afrek skipta máli, en minna máli.
Hafandi fylgst með Fylki í fjarska í nokkur ár kom mér á óvart hversu fá fyrirtæki eru styðja við félagið í dag og hversu hratt sjálfboðaliðar hlaupa fyrir félagið eftir fjármunum til að halda úti öflugu starfi.
Við höfum í gegnum tíðina verið afar stolt af okkar barna- og unglingastarfi og byggt okkar meistaraflokka að mestu á uppöldum leikmönnum. Það hefur haldið okkur á meðal þeirra bestu á Íslandi, bæði í karla og kvennaflokki í áraraðir.
Mér lék forvitni að vita hvernig við getum mælt gott uppeldisstarf og fékk tölfræðiáhugamanninn Leif Grímsson til að taka saman nokkrar staðreyndir um uppruna leikmanna tveggja síðustu tímabila í Pepsi deild karla og sjálfur tók ég saman uppruna þriggja landsliðshópa frá mismundandi tíma, eða EM hópinn 2016, HM hópinn 2018 og síðasta landsliðshóp nú í nóvember.
Þessar tölur hér að neðan eða á myndunum, sýna svo ekki verður um villst að Fylkir er með eitt allra besta barna- og unglingastarf landsins.
Þessi árangur kom ekki af sjálfu sér. Fjöldi þjálfara, sjálfboðaliða og fyrirtækja, og þar stærst og í langan tíma, Nóatún og Bónus, hafa lagt félaginu til ómetanlegan stuðning. Fyrir það erum við óendanlega þakklát.
Nú leitum við að nýjum samstarfaðilum og tilgangur þessa pistils er að vekja athygli á því að við erum tilbúin til samstarfs til skemmri eða lengri tíma við fyrirtæki af öllum stærðum og einstaklinga til að geta haldið úti okkar öfluga uppeldis og forvarnarstarfi.
Þessa dagana eru fulltrúar frá félaginu að leita að samstarfsaðilum og þætti okkur vænt um að þið mynduð taka vel á móti þeim eða jafnvel hafa samband af fyrra bragði ( haffisteins@fylkir.is) til að létta okkur verkið.
Það ætti að vera hverju fyrirtæki óhætt að setja nafn sitt við Fylki.
Fyrirfram þakkir
“Sameinaðir stöndum vér, appelsínugulur her”
Sjáumst í Lautinni
Kjartan Daníelsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis.
Herrakvöld Fylkis verður föstudaginn 24. janúar.
Það er verið að klára að setja saman dagskrá kvöldsins.
Takið kvöldið frá og skemmtum okkur saman á þessari frábæru skemmtun.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
Spennandi hlutir að gerast hjá Fylki
Tryggið ykkur sæti í þessum leik 🙂
Fylkiskonur tóku á móti BFH í fyrstu umferð Kjörísbikarsins í dag og fóru með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi. Hrinurnar fóru 25-19, 25-17 og 25-15
Á aðalfundi knattspyrnudeildar 23.október var kosin ný stjórn. Formaður var kosinn Kjartan Daníelsson og aðrir í stjórn eru Stefanía Guðjónsdóttir sem verður varaformaður, Arnar Þór Jónsson verður gjaldkeri, Júlíus Örn Ásbjörnsson verður ritari og Ragnar Páll Bjarnason verður meðstjórnandi. Óskum við nýrri stjórn til hamingju með kjörið. Þau sem hættu í stjórn voru Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Sigfús Kárason og Þórður Gíslason. Þökkum við þeim fyrir frábært starf fyrir félagið og óskum þeim góðs gengis.
Ný stjórn knattspyrnudeildar Fylkis
Fylkiskonur hefja þátttöku í Kjörísbikarnum með heimaleik við BFH í Fylkishöll á sunnudag kl. 14.
Fylkisfólk er hvatt til að mæta og hvetja sitt lið.
Áfram Fylkir!!!