Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Mætum að styðjum Fylki.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Leikur hjá stelpunum í kvöld upp á Akranesi og svo strákarnir á sunnudag.

Mjólkurbikar kvenna
Föstudagur 19:15 
ÍA – FYLKIR

Pepsí Max karla
Sunnudagur kl 17:00 
FYLKIR – KA

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Stelpurnar spiluðu við Selfoss í gær og fór leikurinn 1-1. 
Ída Marín skorðai mark Fylkis.

Hulda Sigurðardóttir var valinn maður leiksins og fær hún gjafabréf fyrir tvo á Fiskfélaginu ( https://www.fiskfelagid.is/ )

Svo eru tveir bikarleikir í lok vikunar, mætum og styðjum Fylki.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Kjötsmiðju leikurinn

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Fylkir stóðu sig frábærlega í undanúrslitunum og unnu flott lið tropadeleet sem samanstendur af flestum sigursælustu drengjum í rafíþróttum á Íslandi frá upphafi. 

Leikurinn fór 2-1 fyrir okkur þar sem voru spiluð þrjú borð í best of three keppni. 

Í tilefni þess er hér tillaga að næsta facebook status. Hann er í lengra lagi, en auðvitað er hægt að eiga við textann. Svo hengdi ég mynd með til að deila með statusnum.  

,,Fylkir komið í úrslitaleik Lenovo deildarinnar

Fylkir gerði sér lítið fyrir og slóg út í undanúrslitum Lenovo deildarinnar lið tropadeleet. Þetta þýðir að þvert á spá spekinga er Fylkir búið að sýna og sanna að við erum með eitt af bestu liðum í Counter-strike á Íslandi. 

Úrslit Lenovo Deildarinnar í Counter-strike, einni stærstu rafíþróttadeild Íslands frá upphafi, fer fram í Háskólabíó  þann 27. júní klukkan 18:30 þar sem Fylkir mætir liði Hafsins, sem hefur ekki tapað leik í rúmlega ár en okkar menn komust hársbreidd frá því að breyta því á tímabilinu. Með appelsínugulum stuðning er allt hægt. 

Frítt verður inn fyrir alla á meðan húsrúm leyfir. Hægt verður að prófa Lenovo Legion tölvur á staðnum og jafnvel næla sér í einhverja vinninga fyrir góða frammistöðu. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Mætum og hvetjum strákana til dáða. 

Lenovo Deildin er fremsta keppnisdeild rafíþrótta á Íslandi, þar sem bestu spilarar landsins mætast reglulega og keppast sín á milli uppá sinn skerf af 500.000kr verðlaunafé.


Liðið skipa þeir 

Andri Már „aNdrehh“ Einarsson  

Andri Þór „ReaN“ Bjarnason  

Bjarni Þór „Bjarnii“ Guðmundsson, 

Böðvar Breki „Zolo“ Guðmundsson   Kristófer Daði „ADHD“ Kristjánsson“

Það er nóg að gera hjá meistaraflokkunum í fótbolta næstu daga.

Sun. 23.06 16:00
Pepsi Max deild karla
Samsung völlurinn 
Stjarnan Fylkir

Mán. 24.06 19:15
Pepsi Max deild kvenna
Würth völlurinn
Fylkir Selfoss

Fim. 27.06. 19:15
Mjólkurbikar karla
Kópavogsvöllur
Breiðablik Fylkir

Fös. 28.06 19:15
Mjólkurbikar kvenna
Norðurálsvöllurinn
ÍA Fylkir

Sun. 30.06 17:00
Pepsi Max deild karla
Würth völlurinn
Fylkir KA

Þri. 02.07 18:00
Pepsi Max deild kvenna
Würth völlurinn
Fylkir ÍBV

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Okkar drengir í CS:GO liði Fylkis mæta sterku liði Tropadeleet í kvöld kl. 19:30. Lið Tropadeleet lenti í þriðja sæti í deildinni og við í öðru svo það má búast við jöfnum leik.

Hægt er að fylgjast með í beinni á FB síðu Lenovo deildin og Twitch rás Rafíþróttasamtakanna www.twitch.tv/rafithrottir stöndum við bakið á okkar mönnum og kíkjum á vefútsendinguna“

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að kraftmiklum leiðtoga til að taka að sér starf yfirþjálfara félagsins. Í boði er spennandi starf í að þróa barna- og unglingastarf Fylkis, og móta framtíðar starfsumhverfi með öflugu samstarfsfólki samkvæmt stefnu félagsins.

 

Viðkomandi hefur yfirumsjón með starfi um 30 þjálfara og rúmlega 500 iðkenda af báðum kynjum hjá öllum flokkum félagsins, ef frá eru taldir meistaraflokkar karla og kvenna.  Yfirþjálfari er ábyrgur fyrir útfærslu á afreks- og uppeldisstefnu félagsins í samstarfi við framkvæmdastjóra og stjórnir félagsins. Starfshlutfall er 100%.

 

Einn mikilvægasti þátturinn í starfi yfirþjálfara er að leiðbeina öðrum þjálfurum eftir þörfum og miðla af reynslu til að tryggja framþróun allra þjálfara og iðkenda félagsins.

 

Starfssvið:

  • Stjórn á þjálfarateymi og er næsti yfirmaður þjálfara
  • Stefnumótun og yfirumsjón með þjálfun og þjálfurum
  • Yfirumsjón með uppeldisstarfi og afreksþjálfun
  • Skipulagning á æfingatöflum í samráði við íþróttafulltrúa
  • Skipulagning og verkaskipting aðstoðarþjálfara
  • Þjálfun eins flokks samhliða hlutverki yfirþjálfara
  • Reglulegir fundir með þjálfurum
  • Fylgjast reglubundið með leikjum allra flokka og leiðbeina þjálfurum í faglegu starfi
  • Yfirumsjón með knattspyrnu- og tækniskóla félagsins á sumrin
  • Reglulegir samráðsfundir með þjálfurum meistaraflokka og yngri flokka Fylkis
  • Reglulegir stöðufundir með barna- og unglingaráði Fylkis

 

Menntunar og hæfniskröfur:

  • UEFA-A þjálfaragráða er skilyrt af KSÍ eða þarf að vera í farvatninu
  • Reynsla af þjálfun nauðsynleg
  • Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, drifkraftur og frumkvæði
  • Sjálfstæði í starfi og hæfileiki til að vinna með öðrum
  • Hæfileiki til að tjá sig í rituðu og töluðu máli, og almenn tölvufærni
  • Hreint sakavottorð

 

Umsóknir skulu sendast fyrir 1. júlí 2019 á netfangið doristeins@fylkir.is. Frekari upplýsingar fást með því að senda fyrirspurnir á sama netfang.

 

Fylkir hvetur bæði karla og konur á öllum aldri til að sækja um.

 

Nánari upplýsingar veitir Halldór Steinsson, íþróttafulltrúi Fylkis (doristeins@fylkir.is)

 

 

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn til þátttöku í Open Nordic Tournament sem fram fer í Svíþjóð, 1.-9. júlí n.k.

Fylkir á tvo leikmenn í hópnum:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir

Til hamingju stelpur og Fylkir 

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.