Það eru leikir hjá meistaraflokkum Fylkis.

Stelpurnar eru á föstudag og strákarnir á mánudag.

FYLKIR ÁBRÆJARINS BESTA

Það er nóg að gera næstu daga.
Mætum og styðjum Fylki.

Mið. 07.08.2019 19:15 Pepsi Max deild karla
Origo völlurinn Valur – Fylkir

Fös. 09.08.2019 19:15 Pepsi Max deild kvenna
Würth völlurinn Fylkir – Stjarnan

Mán. 12.08.2019 19:15 Pepsi Max deild karla
Würth völlurinn Fylkir – Grindavík

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Fylkishöllin verður lokuð frá fimmtudeginum 1.ágúst til og með mánudeginum 5.ágúst.

Stórleikur á sunnudag.

Fylkir fær topplið KR í heimsókn á sunnudaginn og ætlum okkur að vinna þann leik.

Það koma eflaust margir stuðningsmenn KR á leikinn en við Fylkisfólk skulum fylla okkar hluta stúkunar og styðja strákana okkar til sigurs.

WURTH völlurinn
Pepsí Max-deild karla
Sunnudagur 28/7 kl 19:15
FYLKIR – KR

Skráum okkur endilega inn á viðburðinn:
https://www.facebook.com/events/2461778267392385/

Fylkisfólk byrjar að sjálfsögðu sunnudaginn í vesturbænum.
MEISTARAVELLIR
Pepsí Max-deild kvenna
Sunnudagur 28/7 kl 14:00
KR – FYLKIR

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Allir á völlinn.

WÜRTH VÖLLURINN
Sunnudagur 21/7 kl 16:00
Fylkir – ÍBV

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Read more

Kæra Fylkisfólk

Föstudaginn 19. júlí nk. kl.19:15 taka stelpurnar í meistaraflokki Fylkis á móti Selfoss í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Wurth-vellinum.

Við erum virkilega stolt af stelpunum að vera komnar svona langt í Mjólkurbikarnum. Fyrr í keppninni slógu þær ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Breiðablik út í eftirminnilegum leik í 16 liða úrslitum og nú síðast lið ÍA örugglega í 8 liða úrslitum.

Stelpurnar eiga skilið að fá góðan stuðning frá okkar fólki. Þetta er erfiður leiktími þar sem búast má við því að margir stuðningsmenn séu í sumarleyfi, en við þurfum stuðning ykkar allra og biðlum til allra sem hafa tök á að mæta á völlinn og styðja okkar lið á föstudaginn.

Við í stjórn knattspyrnudeildar óskum eftir ykkar stuðningi og vonumst eftir því að Fylkisfólk fjölmenni á þennan mikilvæga leik. Það á að vera skyldumæting fyrir þá sem eru í bænum og helst klædd í appelsínugult, svo stúkan verði vel appelsínugul.

Með von um góð viðbrögð og troðfulla stúku af Fylkisfólki á öllum aldri.

Með bestu Fylkiskveðju,
Stjórn knattspyrnudeildar

5 flokkur karla Fylkis og 4.flokkur karla og kvenna í Fjölni/Fylki fóru á stærsta og flottasta handboltamót í heimi, Partille Cup dagana 29. júní til 7. júlí. Á mótinu léku rúmlega 25 þúsund keppendur frá öllum heimshornum. Í heildina tóku 55 iðkendur á vegum Fylkis og Fjölnir/Fylkir þátt og tefldum við fram fimm liðum. Liðin léku í riðlakeppni fyrstu keppnisdagana þar sem okkar lið mættu fimm andstæðingum. Á föstudeginum og laugardeginum léku liðin síðan í útsláttarkeppninni þar sem liðin komust mislangt.

Fyrir utan keppnina sjálfa var dagskráin þétt setin. Krakkarnir fóru í vatnsrennibrautargarðinn Skara Sommarland, sáu íslenska U17 ára landslið karla vinna bronsverðlaun á European Open þegar það vann frábæran sigur á Hvít-Rússum í skemmtilegum handboltaleik. Segja má að vikan hafi verið viðburðarík og skilur eftir ótal minningar hjá okkar krökkum, en iðkendur okkar voru félögunum til sóma innan vallar sem utan.

Framtíðin er björt í Árbænum!

Það eru mikilvægir leikir á heimavelli framundan hjá meistaraflokkum félagsins.
 
Á föstudag eru stelpurnar að spila og strákarnir eiga leik á sunnudag.
 
Föstudagur kl 19:15
Undanúrslit í Mjólkurbikar kvenna
Fylkir – Selfoss
 
Sunnudagur kl 16:00
Pepsí Max deild karla
Fylkir – ÍBV
 
Mætum og styðjum Fylki.
 
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA