Í dag mánudaginn 4.maí hefjast æfingar aftur hjá iðkendum á grunn- og leikskólaaldri.

 

Mikilvægt er að þeir sem eldri eru fylgi þeim fyrirmælum sem búið er að gefa út.

 

Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi:

  • Engar fjöldatakmarkanir eru settar á iðkendur.
  • Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, er leyfð.
  • Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða er opin fyrir sundæfingar barna og unglinga.
  • Keppni og æfingar í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi eru heimil án áhorfenda.
  • Hvatt er til sérstaks hreinlætis og handþvottar.

Íþróttastarf fullorðinna:

  • Mest eru sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við 2000 fermetra.
  • Mest eru fjórir einstaklingar með þjálfara á innisvæði sem miðast við 800 fermetra.
  • Notkun búningsaðstöðu innanhúss er óheimil.
  • Hvatt er til að tveggjametra nándarreglan verði virt.
  • Keppni í íþróttum fullorðinna er óheimil nema ef hægt er að uppfylla skilyrði um tveggja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda.
  • Sundæfingar fyrir fullorðna er að hámarki fyrir sjö einstaklinga. Notkun búnings- og sturtuaðstöðu er leyfð.
  • Áfram er hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.

Heilbrigðisráðherra birti nýja auglýsingu á takmörkun á samkomum þann 21. apríl sl. Tekur hún gildi í dag og gildir til 1. júní nk. Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkuninni eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar. Takmörkun á samkomum tekur til landsins alls.

ÍSÍ gleðst yfir því að starfsemi íþróttahreyfingarinnar hefjist að nýju og hvetur fólk til að halda áfram að fylgjast með vefsíðu Embættis landlæknis og Covid.is og vera í sambandi ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna.

 

 

Heilbrigðisráðherra er búinn að gefa út að íþróttastarf hjá krökkum á grunnskólaaldri geti hafist frá og með 4.maí með venjulegum hætti.   Æfingar hjá eldri geta svo farið af stað með ákveðnum takmörkunum.  Þetta er mikið gleðiefni fyrir okkur og þá sérstaklega iðkendur sem geta þá komið saman aftur en nánari útskýringar á því hvað gerist 4.maí er að finna hér fyrir neðan.

Deildir félagsins munu svo á næstu dögum kynna fyrir iðkendum hvernig æfingaplanið verður.

Þess ber svo að geta að frístundavagninn mun byrja að ganga aftur samkvæmt sama akstursplani.

Aflétting samkomubanns og minnispunktar sóttvarnalæknis eru í stuttu máli:

Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi:

*             Engar fjöldatakmarkanir verða settar á iðkendur.

*             Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, verði leyfð.

*             Skíðasvæði verði opin fyrir æfingar barna og unglinga.

*             Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða verði opin fyrir sundæfingar barna og unglinga.

*             Keppni í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi verði heimil án áhorfenda.

*             Hvatt verði til sérstaks hreinlætis og handþvottar.

*             Tveggja metra nándarreglan verði virt eins og hægt er

 

Íþróttastarf fullorðinna:

*             Mest verði sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll.

*             Mest verði fjórir einstaklingar með þjálfara á innisvæði sem miðast við handboltavöll.

*             Notkun búningsaðstöðu innanhúss verði óheimil.

*             Hvatt verði til að tveggjametra nándarreglan verði virt.

*             Keppni í íþróttum fullorðinna verði óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um tveggja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda.

*             Sundæfingar fyrir fullorðna verði að hámarki fyrir sjö einstaklinga. Notkun búnings- og sturtuaðstöðu verði leyfð.

*             Áfram verði hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.

*             Sundlaugar verði lokaðar almenningi.

 

Líkamsræktarstöðvar:

*             Húsnæði líkamsræktarstöðva verði lokað en starfsemi utandyra leyfð. Mest verði sjö einstaklingar í hópum utandyra. Notkun búningsaðstöðu innanhúss verði bönnuð.

 

Auglýsingin í heild sinni:

Fjöldamörk samkomubanns hækka úr 20 í 50 manns 4. maí næstkomandi, unnt verður að opna framhalds- og háskóla og ýmsir þjónustuveitendur geta á ný tekið á móti viðskiptavinum. Frá sama tíma falla alveg niður takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum og einnig fjöldatakmarkanir við íþróttaiðkun og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólaaldri. Þetta er meðal þess sem leiðir af nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Rýmkun á reglum um takmarkanir á skólahaldi og samkomum er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.

Í auglýsingunni felst að reglur um fjöldatakmörk og um tveggja metra nálægðarmörk munu frá gildistöku hennar ekki eiga við um nemendur í starfsemi leik- og grunnskóla. Þannig verður því unnt að halda óskertri kennslu og vistun barna. Sama á við varðandi börnin í starfsemi dagforeldra, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og annarri lögbundinni þjónustu á leik- og grunnskólastigi. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar almenningi en skólasundkennsla verður heimil.

Áform stjórnvalda um tilslakanir á takmörkunum á samkomum og skólahaldi voru kynntar á fréttamannafundi forsætis- heilbrigðis- og dómsmálaráðherra 14. apríl síðastliðinn. Með auglýsingunni sem birt var í dag eru breytingarnar nákvæmlega útfærðar. Í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis, dags. 19. apríl 2020, sem er viðbót við fyrri minnisblöð hans til heilbrigðisráðherra sem kynnt voru 14. apríl, er gott yfirlit yfir helstu breytingar sem auglýsingin hefur í för með sér varðandi skólastarf á öllum skólastigum, á íþróttastarf barna og fullorðinna o.fl.

Sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að þegar líður að lokum maí verði skoðaðir möguleikar á að aflétta enn frekar takmörkunum á samkomum. Að því gefnu að ekkert standi slíkum breytingum fyrir þrifum verði stefnt að því að færa fjöldatakmarkanir úr 50 í 100 manns, opna sundlaugar og líkamsræktarstöðvar o.fl.

Það skal ítrekað að meðfylgjandi auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur ekki gildi fyrr en 4. maí næstkomandi. Frá sama tíma falla úr gildi núgildandi auglýsingar um takmörkun á samkomum og um takmörkun á skólastarfi.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja núverandi samkomubanni til 4. maí en það átti að falla úr gildi 13. apríl
næstkomandi. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis.

Það verða því áfram engar skipulagðar æfingar meðan samkomubannið er í gildi en við hvetjum iðkendur að halda áfram að
hreyfa sig regluleg.
Fylkishöll, Fylkissel og gervigrasvellirnir verða áfram lokuð meðan þetta ástand varir.

Engar breytingar verða á gildandi takmörkunum en á næstu dögum verður kynnt áætlun um hvernig best megi standa að því
að aflétta gildandi takmörkunum í áföngum.

Hvetjum alla til að fara eftir tilmælum yfirvalda og þá mun þetta ástand ganga hratt yfir.

Hlökkum svo til að hitta ykkur öll aftur.

Stjórnir og starfsfólk Fylkis

Kæru félagsmenn, þetta eru fordæmalausir tímar sem við upplifum þessa dagana. 

Starfsemi félagsins er með allt öðrum hætti en vanalega og það sama á við um samfélagið allt. Allir hjá félaginu hafa lagt sitt af mörkum til að aðlaga starfið breyttum aðstæðum og endurhugsa starfsemina. 

Það sem skiptir mestu máli er að við förum öll eftir tilmælum yfirvalda svo útbreiðslan Covid -19 verði sem minnst og sem fæstir veikist. Þetta mun takast ef við stöndum öll saman.

Hvað varðar starfsemi félagsins þá eru Fylkishöllin og Fylkisselið lokuð fyrir allri íþróttastarfsemi og gervigrasvellirnir líka. Frístundaheimili Árbæjarskóla hefur reyndar haldið úti sinni starfsemi í Fylkishöll þá daga sem samkomubannið hefur verið í gildi og fylgt öllum þeim tilmælum sem gefin hafa verið út. Starfsfólk Fylkis hefur skipt sér upp í tvo hópa og mæta í vinnu annan hvern dag og á móti er unnið heima. Það gerum við til þess að ef einn veikist þá þurfa ekki allir að fara í sóttkví.

Þetta hefur haft mikil áhrif á okkar starfsemi eins og allra annara. Hefðbundnar æfingar hafa fallið niður og það sama á við um leiki og mót. Allar skólaíþróttir hafa fallið niður þó að starfsemi skólanna sé haldið gangandi. Ásamt íþróttastarfinu hefur allt félagsstarf verið fellt niður hjá félaginu. Stjórnir og ráð félagsins hafa samt haldið áfram sínu starfi og þá oft nýtt sér tæknina fyrir fundi og fleira. Hvað varðar aðra starfsemi hjá okkur þá hefur líkamræktarstöð World Class verið lokað meðan þetta ástand varir.

Þrátt fyrir stöðuna þá hafa þjálfarar í öllum deildum félagsins verði í góðu sambandi við sína iðkendur.  Iðkendur fá þá meðal annars sendar til sín heimaæfingar og verkefni til að leysa. Í ástandi sem þessu þá gefst tími til að huga jafnvel að öðrum þáttum þjálfunar. Við hvetjum bæði iðkendur og foreldra til að vera dugleg að taka æfingar heima og fara út reglulega. Við verðum að finna leiðir til að halda okkur í formi líkamlega og ekki síst andlega. Þar er hreyfingin besta meðalið.  Munum svo að heyra reglulega í ömmu og afa en það er á svona stundum sem við verðum að hugsa vel um okkar nánustu.

Að lokum vil ég þakka öllum iðkendum og forráðamönnum fyrir góðan skilning á þessu ástandi og þrátt fyrir mikla óvissu þá er eitt öruggt að þetta mun taka enda.

Hlökkum svo til að sjá ykkur þegar allt fer á stað aftur.

Áfram Fylkir

Hörður Guðjónsson framkvæmdarstjóri Fylkis

Eins og komið hefur fram þá settu yfirvöld á samkomubann 16.mars sem gildir til 13. apríl. Föstudaginn 20.mars kom svo tilkynning frá ÍSÍ um að allt íþróttastarf falli niður meðan samkomubannið er í gildi.  Þetta er byggt á þeim leiðbeinandi viðmiðum sem heilbrigðisyfirvöld hafa gefi út en tilkynninguna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Það verða því engar skipulagðar æfingar meðan samkomubannið er í gildi.  Við hvetjum samt iðkendur til að halda áfram að hreyfa sig og vera í sambandi við sinn þjálfara.   Fylkishöll og Fylkissel verða áfram lokuð og svo kom tilkynning frá Reykjavíkurborg um að gervigrasvöllum félaga í borginni skyldi lokað eins mikið og það er hægt.  Þetta er gert til að koma í veg fyrir hópasöfnun þar sem krakkar koma saman frá mörgum skólum.  Mikilvægt er að foreldrar fylgist vel með því hvað krakkarnir eru að gera utan skóla og samkvæmt yfirvöldum þá eiga þau aðeins að umgangast þá krakka sem eru með þeim í hóp í skólanum.

Þetta er erfiðir tímar en með samstilltu átaki þá munum við klára þetta verkefni hratt og vel.

Tilkynningin frá ÍSÍ:

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna.

Hvað varðar íþróttastarf barna og ungmenna er eftirfarandi beint til íþróttahreyfingarinnar:

„…að virtum þeim sjónarmiðum og skýringum sem fram hafa komið af hálfu ÍSÍ og ýmissa annarra samtaka sem sinna íþrótta- og æskulýðsstarfi mælast heilbrigðisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneyti til þess að hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun skólastarfs lýkur.“

Hvað varðar íþróttaiðkun fullorðinna þá er eftirfarandi beint til til íþróttahreyfingarinnar:

„…er þeim tilmælum beint til ábyrgðaraðila og skipuleggjenda annars íþrótta- og æskulýðsstarfs að með sama hætti verði gert hlé á starfi sem felur í sér snertingu eða nálægð milli iðkenda sem er minni en 2 metrar, í samræmi við þær meginreglur sem fram koma í auglýsingu um takmörkun á samkomum og á meðan þær takmarkanir eru í gildi.“

Jafnframt hvetja ráðuneytin skipuleggjendur íþróttastarfs til að halda uppi félagsstarfi með því að nýta sér tæknina til að halda utan um sína hópa og vera í sambandi við iðkendur og hvetja þá til virkni og hreyfingar eftir því sem við á.

Eftirfarandi árétting barst frá sóttvarnalækni í dag í tilefni útgáfu leiðbeinandi viðmiða frá heilbrigðisráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti:

„Sóttvarnalæknir vill árétta að í auglýsingum heilbrigðisráðherra um samkomubann og um takmarkanir á skólastarfi er fjallað um að nálægð einstaklinga verði ekki minni en tveir metrar ef því er við komið. Einnig er ljóst að með vísan í leiðbeiningar um almennar sóttvarnaráðstafanir t.d. varðandi hreinlæti og smitleiðir að sameiginleg notkun á hverskonar búnaði til íþróttaiðkunar boltum, dýnum, rimlum, handlóðum, skíðalyftum og margs fleira án góðrar sótthreinsunar á milli notkunar einstaklinga er mjög varasöm og ekki í anda fyrirmæla um sóttvarnir. Því er augljóst að í flestum íþróttum er nánast ómögulegt að æfa eða keppa. Sóttvarnalæknir vill beina því til Íþrótta- og ólympíusambands Íslands að, líkt og gert hefur varðandi börn og ungmenni, að tekið verði hlé í æfingum og keppnum á vegum sambandsins og aðildarfélaga þeirra á meðan samkomubann varir.“ (birt á Facebook síðu Almannavarna).

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og UMFÍ treysta því að öll íþróttahreyfingin muni fara að þessum afgerandi tilmælum og að allt íþróttastarf falli tímabundið niður.  Það er augljóslega ekki auðvelt fyrir íþróttahreyfinguna en við þessar aðstæður er mjög mikilvægt að þjóðin standi saman sem einn maður og að íþróttahreyfingin sýni fulla samstöðu og ábyrgð.

Við viljum jafnframt minna á mikilvægi þess að landsmenn haldi áfram að hreyfa sig þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf sé ekki til staðar. Þá er mikilvægt að félögi haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er, með fjar- og heimaæfingum.

Fylkishöll og Fylkissel verða lokuð í  dag mánudaginn 16.mars.  Þá eru komin tilmæli frá ÍSÍ og UMFÍ þess efnis að  gera hlé á æfingum grunn- og leikskólabarna amk til mánudagsins 23. mars sem við munum fara eftir.  Þetta er byggt á mati Landlæknis, sóttvarnarnalæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.  Félagið er að skoða hvernig æfingum verður háttað hjá eldri iðkendum næstu daga og verður upplýsingum um það komið beint til viðkomandi hópa.

Hvað varðar næstu viku þá munu koma upplýsingar frá félaginu í síðasta lagi um næstu helgi.  Hlutir eru fljótir að breytast og þess vegna er ómögulegt að segja hvernig næstu vikur líta út en forsvarsmenn félagsins og deilda þess vinna í því að skoða hvort og þá hvernig sé hægt að halda starfinu gangandi meðan samkomubannið er í gildi.  Sem dæmi um hversu snúið þetta er þá er mjög erfitt að framfylgja viðmiðuninni um 2 metra fjarlægð milli fólks með góðu móti.

Mikilvægt er að allir fari eftir tilmælum yfirvalda í einu og öllu til að hefta útbreiðslu veirunnar.

Eins og flestir ættu að vita settu yfirvöld á samkomubann sem á að taka gildi á mánudaginn næsta 16.mars og gilda til 13.apríl.

Bannið er sett á til að hægja á útbreiðslu Covid-19 og minnka líkurnar á að viðkvæmir einstaklingar veikist.
Með samkomubanni er átt við skipulagða viðburði þar með taldir íþróttaviðburðir þar sem fleiri en 100 manns koma saman.
Á samkomum þar sem færri en 100 eru samankomnir, skal eins og mögulegt er skipuleggja rými þannig að hægt sé að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli einstaklinga.
Takmarkanir gilda um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla en einnig aðrar menntastofnanir, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar og íþróttastarf.
Þar skal tryggja að ekki séu fleiri en 20 einstaklingar í sama rými og að einstaklingar blandist ekki milli hópa fyrir og eftir æfingar.

Forsvarsmenn félagsins hafa verið að skoða um helgina hvernig íþróttastarf barna og unglinga hjá félaginu geti farið fram samkvæmt skilyrðum væntanlegs samkomubanns.
Einnig er félagið að bíða eftir leiðbeinandi tilmælum frá Borgaryfirvöldum og íþróttahreyfingunni.
Meðan þessi staða er uppi þá verður algjört æfingastopp hjá barna- og unglingastarfi félagsins í öllum deildum.  Þess ber að geta að mörg sérsambönd hafa brugðist við með algjöru leikja- og mótabanni meðan á samkomubanninu stendur.
Eins og fyrr segir þá eru forsvarsmenn félagsins og deilda þess að skoða hvort og þá hvernig væri hægt að halda úti einhverju starfi þessar fjórar viku en það eru allir sammála um að við erum ekki að fara af stað nema fyllsta öryggis sé gætt og farið sé eftir því sem búið er að gefa út.  Það er ljóst að það er mjög mismunandi eftir greinum hvernig væri hægt að halda úti æfingum og eru deildir félagsins að skoða þá möguleika sem koma til greina.
Allar nýjar upplýsingar verða settar á heimasíðu og Facebook síðu félagsins ásamt því að þjálfarar munu koma upplýsingum til sinna hópa.

Frístundavagninn mun ekki ganga meðan samkomubannið er í gildi.

Við höfum þá trú að ef við stöndum öll saman og fylgjum þeim tilmælum sem gefin eru út þá mun þetta ganga hratt yfir.

Í ljósi fyrirhugaðs samkomubanns hefur verið tekin ákvörðun um að allar æfingar yngri iðkenda hjá Fylki falli niður í dag föstudag og um helgina.

Þetta á við um allar greinar innan félagsins.

Hvað varðar framhaldið þá verða sendar út frekari upplýsingar um helgina.

Aðalstjórn íþróttafélagsins Fylkis samþykkti í dag tillögu Björns Gíslasonar, formanns, um að vekja sérstaka athygli á leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í tengslum við kórónaveiruna COVID-19. Iðkendur, þjálfarar, stjórnir deilda og forráðamenn félagsins eru hvattir til að fylgjast með nýjustu uppfærslum varðandi skilgreiningar á áhættusvæðum. Þeir sem hyggja á ferðalög ættu að kynna sér allar upplýsingar varðandi smitsvæði á vefsíðu Embættis landlæknis. Félagið bendir öllum sem tengjast félaginu á að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna veirunnar hafi aðilar verið á skilgreindum áhættusvæðum. Mælst er til þess að þeir sem hafi verið nýlega á þessum áhættusvæðum fari í fjórtán daga sóttkví og hafi samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Hafa ber í huga þau áhrif sem aðgerðir stjórnvalda á áhættusvæðum geta haft á ferðaáætlanir og fylgjast vel með fréttum, þarlendis og á vef Embættis landlæknis þar sem skilgreiningar á svæðum með viðvarandi smit geta breyst hratt.

 

Embætti landlæknis uppfærir reglulega upplýsingar á vefsíðu landlæknis hér.

 

Mælst er til þess að iðkendur, þjálfarar og aðrir sem koma að starfi félagsins hugi vel að persónulegu hreinlæti (handþvottur, klútur fyrir vit við hnerra eða hósta). Með auðveldum hætti er hægt að draga úr sýkingarhættu með því að gæta vel að sínu persónulega hreinlæti. Handþvottur og almennt hreinlæti í kringum augu, nef og munn eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum.

 

Hér á vefsíðu Embættis landlæknis má sjá ráðleggingar til ferðamanna.

 

Íþróttafélagið Fylkir mun fylgjast náið með þróun mála og bregðast við þeim tilmælum sem berast frá yfirvöldum.   

Mikilvægt er að forráðamenn iðkenda fari eftir þeim leiðbeinandi reglum sem gefnar hafa verið út.

Félagið hefur gefið það út til þjálfara að forðast óþarfa snertingar milli iðkenda og starfsmanna.

Einnig að þjálfarar brýni fyrir iðkendum að þvo sér reglulega um hendur.

 

„Það er mikilvægt að við tökum öll höndum saman um að lágmarka áhrifin af veirunni. Förum að fyrirmælum fagaðila og almannavarna og fylgjumst vel með fréttum. Ég tek undir með Landlækni og segi: Almannavarnir eru við öll,“ segir Björn Gíslason formaður aðalstjórnar Fylkis.

 

Frekar upplýsingar til fjölmiðla veitir Björn Gíslason, formaður aðalstjórnar Fylkis, í síma 862-7277.

BKL_low