Opið í Júlí

Öll dagskrá verður með eðlilegum hætti frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 30.júní.  Námskeið og æfingar fara af stað en allt féll niður mánudaginn 29.júní þar sem upp kom Covid 19 smit hjá leikmanni meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Þess ber að geta að umræddur leikmaður tengist aðeins liðinu, er ekki þjálfari eða starfsmaður Fylkis.

Búið er að sótthreinsa Fylkishöllina og vallarsvæðið.

Þetta hefur ekki áhrif á leik Fylkis og Gróttu í Pepsi Max deild karla sem fer fram í kvöld kl. 19:15 á Wurth vellinum.

Svo viljum við ítreka til allra okkar félagsmanna að sýna fyllstu aðgát og varfærni og brýnum fyrir félagsmönnum að fylgja tilmælum Almannavarna um tveggja metra fjarlægð, handþvott og aðrar hreinlætisvenjur.

Áfram Fylkir

Í dag kom upp Covid 19 smit hjá leikmanni meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Viðkomandi leikmaður er nú í einangrun og aðrir leikmenn og þjálfarar í sóttkví.

Félagið vinnur málin náið og í góðu samráði við Almannavarnir og KSÍ og standa líkur til þess að næstu tveimur til þremur leikjum kvennaliðs félagsins verði frestað. Mun það skýrast frekar á allra næstu dögum.

Á morgun, mánudaginn 29. júní, falla niður allar æfingar á félagssvæði Fylkis í og við Fylkishöll, þ.e. fótboltaæfingar, handboltaæfingar, knattspyrnuskólinn og tækniskólinn, á meðan verið er að sótthreinsa Fylkishöllina og vallarsvæðið. Við biðjum því alla að fylgja þeim tilmælum að svæðið sé lokað þar til annað verður tilkynnt.

Þetta hefur ekki áhrif á leik Fylkis og Gróttu í Pepsi Max deild karla sem fer fram annað kvöld kl. 19:15 á Wurth vellinum.

Engin röskun verður á öðru skipulögðu starfi fimleikadeildar, karatedeildar og rafíþróttadeildar í Fylkisseli.

Við viljum biðla til allra okkar félagsmanna að sýna fyllstu aðgát og varfærni og brýnum fyrir félagsmönnum að fylgja tilmælum Almannavarna um tveggja metra fjarlægð, handþvott og aðrar hreinlætisvenjur.

Fylkir varð um helgina fyrsta rafíþróttalið íslands til að tryggja sér stórmeistaramóts titil í Vodafone deildinni í leiknum Counter-Strike: Global Offensive. Fylkir mætti feiknar sterkur liði FH og var spennan fyrir leiknum mikil. Leikar enduðu með 2-0 sigri Fylkismanna eftir 16-11 leik í kortinu Inferno og 16-7 í kortinu Vertigo. Að leik loknum var Eðvarð Þór Heimisson, betur þekktur sem EddezeNN og leikmaður Fylkis, valinn maður mótsins og úrslitaleiksins. Það er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá Rafíþróttadeild Fylkis en þetta var annar stóri titill liðsins á stuttum tíma.

Í dag 28.maí á Íþróttafélagið okkar afmæli og er 53 ára gamalt en félagið var stofnað 28.maí 1967.  Til hamingju með daginn Fylkisfólk nær og fjær.  Áfram Fylkir!!

Aðalfundur Fylkis fór fram þann 27.maí í Fylkishöll.  Dagskrá fundarins var hefðbundin samkvæmt lögum félagsins.  Kynntir voru reikningar félagsins og kosið í stjórnir og nefndir.  Formaður félagsins Björn Gíslason var endurkjörin til eins árs.  Tvær breytingar urðu í aðalstjórn en Hildur Mósesdóttir og Ása Haraldsdóttir gengu úr stjórn og í þeirra stað komu Hulda Birna Baldursdóttir og Sigurbjörg Guðnadóttir.  Hér fyrir neðan má sjá nýja aðalstjórn ásamt stjórnum deilda félagssins.

Aðalstjórn

Björn Gíslason, formaður
Helga Birna Ingimundardóttir
Atli Atlason
Kristinn Eiríksson
Jón Birgir Eiríksson
Hulda Birna Baldursdóttir
Sigurbjörg Guðnadóttir

Rafíþróttadeild

Þórmundur Sigurbjarnarson formaður
Aron Ólafsson
Leó Zogu
Stefán Atli
Axel Gíslason

Knattspyrnudeild

Kjartan Daníelsson
Arnar Þór Jónsson
Stefanía Guðjónsdóttir
Júlíus Örn Ásbjörnsson
Ragnar Páll Bjarnason

Karatedeild

Pétur Ragnarsson
Arnar Jónsson
Katrín Ingunn Björnsdóttir
Elías Guðni Guðnason

Handknattleiksdeild

Júlía Hrönn Guðmundsdóttir
Sigurður Jón Vilhjálmsson
Arna Hrund Arnardóttir
Jenný Vigdís Þorsteinsdóttir
Erna Kristín Sigurjónsdóttir

Fimleikadeild

Judith Traustadóttir
Íris Reynisdóttir
Þorsteinn Þorgeirsson
Guðrún Ósk Jakobsdóttir
Rebekka Ósk Heiðarsdóttir
Istvan Olah

Blakdeild

Beeke Stegmann
Jóhanna Jakobsdóttir
Kristbjörg Sveinbjörsdóttir
Gunnþór Matthíasson
Guðmundur Jónsson
Pálmi Sigurðsson
Tengiliður BUR
Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttir

Í dag mánudaginn 4.maí hefjast æfingar aftur hjá iðkendum á grunn- og leikskólaaldri.

 

Mikilvægt er að þeir sem eldri eru fylgi þeim fyrirmælum sem búið er að gefa út.

 

Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi:

  • Engar fjöldatakmarkanir eru settar á iðkendur.
  • Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, er leyfð.
  • Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða er opin fyrir sundæfingar barna og unglinga.
  • Keppni og æfingar í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi eru heimil án áhorfenda.
  • Hvatt er til sérstaks hreinlætis og handþvottar.

Íþróttastarf fullorðinna:

  • Mest eru sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við 2000 fermetra.
  • Mest eru fjórir einstaklingar með þjálfara á innisvæði sem miðast við 800 fermetra.
  • Notkun búningsaðstöðu innanhúss er óheimil.
  • Hvatt er til að tveggjametra nándarreglan verði virt.
  • Keppni í íþróttum fullorðinna er óheimil nema ef hægt er að uppfylla skilyrði um tveggja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda.
  • Sundæfingar fyrir fullorðna er að hámarki fyrir sjö einstaklinga. Notkun búnings- og sturtuaðstöðu er leyfð.
  • Áfram er hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.

Heilbrigðisráðherra birti nýja auglýsingu á takmörkun á samkomum þann 21. apríl sl. Tekur hún gildi í dag og gildir til 1. júní nk. Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkuninni eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar. Takmörkun á samkomum tekur til landsins alls.

ÍSÍ gleðst yfir því að starfsemi íþróttahreyfingarinnar hefjist að nýju og hvetur fólk til að halda áfram að fylgjast með vefsíðu Embættis landlæknis og Covid.is og vera í sambandi ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna.

 

 

Heilbrigðisráðherra er búinn að gefa út að íþróttastarf hjá krökkum á grunnskólaaldri geti hafist frá og með 4.maí með venjulegum hætti.   Æfingar hjá eldri geta svo farið af stað með ákveðnum takmörkunum.  Þetta er mikið gleðiefni fyrir okkur og þá sérstaklega iðkendur sem geta þá komið saman aftur en nánari útskýringar á því hvað gerist 4.maí er að finna hér fyrir neðan.

Deildir félagsins munu svo á næstu dögum kynna fyrir iðkendum hvernig æfingaplanið verður.

Þess ber svo að geta að frístundavagninn mun byrja að ganga aftur samkvæmt sama akstursplani.

Aflétting samkomubanns og minnispunktar sóttvarnalæknis eru í stuttu máli:

Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi:

*             Engar fjöldatakmarkanir verða settar á iðkendur.

*             Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, verði leyfð.

*             Skíðasvæði verði opin fyrir æfingar barna og unglinga.

*             Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða verði opin fyrir sundæfingar barna og unglinga.

*             Keppni í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi verði heimil án áhorfenda.

*             Hvatt verði til sérstaks hreinlætis og handþvottar.

*             Tveggja metra nándarreglan verði virt eins og hægt er

 

Íþróttastarf fullorðinna:

*             Mest verði sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll.

*             Mest verði fjórir einstaklingar með þjálfara á innisvæði sem miðast við handboltavöll.

*             Notkun búningsaðstöðu innanhúss verði óheimil.

*             Hvatt verði til að tveggjametra nándarreglan verði virt.

*             Keppni í íþróttum fullorðinna verði óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um tveggja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda.

*             Sundæfingar fyrir fullorðna verði að hámarki fyrir sjö einstaklinga. Notkun búnings- og sturtuaðstöðu verði leyfð.

*             Áfram verði hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.

*             Sundlaugar verði lokaðar almenningi.

 

Líkamsræktarstöðvar:

*             Húsnæði líkamsræktarstöðva verði lokað en starfsemi utandyra leyfð. Mest verði sjö einstaklingar í hópum utandyra. Notkun búningsaðstöðu innanhúss verði bönnuð.

 

Auglýsingin í heild sinni:

Fjöldamörk samkomubanns hækka úr 20 í 50 manns 4. maí næstkomandi, unnt verður að opna framhalds- og háskóla og ýmsir þjónustuveitendur geta á ný tekið á móti viðskiptavinum. Frá sama tíma falla alveg niður takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum og einnig fjöldatakmarkanir við íþróttaiðkun og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólaaldri. Þetta er meðal þess sem leiðir af nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Rýmkun á reglum um takmarkanir á skólahaldi og samkomum er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.

Í auglýsingunni felst að reglur um fjöldatakmörk og um tveggja metra nálægðarmörk munu frá gildistöku hennar ekki eiga við um nemendur í starfsemi leik- og grunnskóla. Þannig verður því unnt að halda óskertri kennslu og vistun barna. Sama á við varðandi börnin í starfsemi dagforeldra, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og annarri lögbundinni þjónustu á leik- og grunnskólastigi. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar almenningi en skólasundkennsla verður heimil.

Áform stjórnvalda um tilslakanir á takmörkunum á samkomum og skólahaldi voru kynntar á fréttamannafundi forsætis- heilbrigðis- og dómsmálaráðherra 14. apríl síðastliðinn. Með auglýsingunni sem birt var í dag eru breytingarnar nákvæmlega útfærðar. Í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis, dags. 19. apríl 2020, sem er viðbót við fyrri minnisblöð hans til heilbrigðisráðherra sem kynnt voru 14. apríl, er gott yfirlit yfir helstu breytingar sem auglýsingin hefur í för með sér varðandi skólastarf á öllum skólastigum, á íþróttastarf barna og fullorðinna o.fl.

Sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að þegar líður að lokum maí verði skoðaðir möguleikar á að aflétta enn frekar takmörkunum á samkomum. Að því gefnu að ekkert standi slíkum breytingum fyrir þrifum verði stefnt að því að færa fjöldatakmarkanir úr 50 í 100 manns, opna sundlaugar og líkamsræktarstöðvar o.fl.

Það skal ítrekað að meðfylgjandi auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur ekki gildi fyrr en 4. maí næstkomandi. Frá sama tíma falla úr gildi núgildandi auglýsingar um takmörkun á samkomum og um takmörkun á skólastarfi.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja núverandi samkomubanni til 4. maí en það átti að falla úr gildi 13. apríl
næstkomandi. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis.

Það verða því áfram engar skipulagðar æfingar meðan samkomubannið er í gildi en við hvetjum iðkendur að halda áfram að
hreyfa sig regluleg.
Fylkishöll, Fylkissel og gervigrasvellirnir verða áfram lokuð meðan þetta ástand varir.

Engar breytingar verða á gildandi takmörkunum en á næstu dögum verður kynnt áætlun um hvernig best megi standa að því
að aflétta gildandi takmörkunum í áföngum.

Hvetjum alla til að fara eftir tilmælum yfirvalda og þá mun þetta ástand ganga hratt yfir.

Hlökkum svo til að hitta ykkur öll aftur.

Stjórnir og starfsfólk Fylkis