Útdrætti í Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar sem átti að fara fram 26.janúar 2023 hefur verið seinkað til 9.febrúar 2023. Búið er því að lengja sölutímabilið til og með 8.febrúar. Vinningarskráin verður birta hér á síðunni 10.febrúar.
Nyarshappadr Fylkis 2023
Hér fyrir neðan má sjá vinningsnúmerin í happdrættinu á Herrakvöldi Fylkis sem var 20.janúar 2023. Hægt er að nálgast vinningana í Fylkishöllinni virka daga frá 8-16. Framvísa þarf miðanum þegar vinningar eru sóttir.
Vinningur nr.1 1795
Vinningur nr.2 2178
Vinningur nr.3 0021
Vinningur nr.4 4323
Vinningur nr.5 4302
Vinningur nr.6 2897
Vinningur nr.7 2896
Vinningur nr.8 2121
Vinningur nr.9 1394
Vinningur nr.10 3631
Vinningur nr.11 4198
- Gjafabréf frá Icelandair að andvirði 50.000kr – Gisting fyrir tvo hjá Íslandshótel – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni – Konfektpakki frá Nóa Siríus – Bensínkort frá Olís að andvirði 10.000kr – Gjafabréf frá Tekk & Habitat að andvirði 20.000kr – Gjafabréf frá Brauð og co. að andvirði 10.000kr – Gjafabréf frá Erninum golfverslun að andvirði 10.000kr – Gjafabréf í alþrif frá Lúxusbón – Gjafabréf frá Bombsay Bazaar að andvirði 10.000kr – Rauðvínsflaska frá marta maté
- Instinct Crossover úr frá Garmin – Matarpakki frá Dimm – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni – Bensínkort frá Olís að andvirði 10.000kr – Gjafabréf frá Tekk & Habitat að andvirði 20.000kr – Gjafabréf hjá Slippfélaginu að andvirði 25.000kr – Gjafabréf frá Bombsay Bazaar að andvirði 10.000kr – Matarkarfa frá Garra – Rauðvínsflaska frá marta maté
- Gjafabréf frá Hótel Ísafirði – Makita höggborvél frá Þór – Ostakarfa frá mjólkursamsölunni – Gjafabréf í Hreyfing Spa – Gjafabréf frá Erninum golfverslun að andvirði 10.000kr – Gjafabréf í Kringluna að andvirði 12.000kr – Matarpakki frá Dimm – Derhúfa frá Mikk – Rúmföt frá Sofðu Rótt – Bensínkort frá N1 að andvirði 10.000kr
- Úr frá Meba – Gjafakarfa frá Lyfjaval – Matarpakki frá Garra – Polobolur frá Mikk – Kippa af Collab orkudrykk – Gjafabréf í umfelgun frá Kletti – Gjafabréf frá Saffran að andvirði 5.000kr – Gjafabréf í Kjötsmiðjuna að andvirði 7.000kr – Alþrif og Bón frá BV bón – Matarpakki frá Innes – Bensínkort frá N1 að andvirði 10.000kr
- Makita höggborvél frá Þór – Gjafabréf í umfelgun frá Kletti – Gjafabréf frá Gullkylfunni – Úrbeinað lambalæri frá Esju – Húfa frá Mikk – Gjafabréf frá Saffran að andvirði 5.000kr – Matarpakki frá Innes
- Úrbeinað lambalæri frá Esju – Gjafabréf í umfelgun frá Kletti – Gjafabréf frá Öðlingi mathús – Gjafabréf frá Gullkylfunni – Gjafabréf frá Kjötsmiðjunni að andvirði 7.000kr – Konfektkassi frá Nóa Siríus – Kippa af Collab – Húfa frá Mikk – Rauðvín og harðfiskur frá Nora Seafood – Kassi af Corona bjór – Harðfiskur frá Eyrarfiski
- Konfektpoki frá Nóa Siríus – Gjafabréf frá Gullkylfunni – Gjafabréf í Húsasmiðjuna og Blómaval að andvirði 15.000kr – Gjafabréf frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum – Gjafabréf í þrif frá Löður – kippa af Collab orkudrykk – Húfa frá Mikk – Ævintýrasigling frá Sæferðir – Gjafabréf frá Hressingarskálanum – Harðfiskur frá Eyrarfiski – Rauðvínsflaska og glös frá Porsche
- Gjafapoki frá Nóa Siríus – Gjafabréf frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum – Gjafabréf í Húsasmiðjuna og Blómaval að andvirði 15.000kr – Gjafabréf í þrif frá Löður – Húfa frá Mikk – Gjafabréf út að borða fyrir tvo hjá Fiskfélaginu – Gjafabréf frá Hressingarskálanum – Gjafabréf frá Spírunni að andvirði 10.000kr – Harðfiskur frá Eyrarfiski
- Gjafapoki frá Nóa Siríus – Gjafapoki frá Bílabúð Benna – Gjafabréf frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum – Gjafabréf í Mínigarðinn – Gjafabréf í golf hjá Gólfklúbbnum Þorlákshöfn – Gjafabréf í þrif frá Löður – Húfa frá Mikk – Kassi af Hleðslu – Gjafabréf frá Hressingarskálanum – Gjafabréf frá Veitingahúsi Golfskála Keilis – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni – Harðfiskur frá Eyrarfiski
- Gjafapoki frá Nóa Siríus – Gjafabréf í Mínigarðinn – Gjafabréf í golf hjá Gólfklúbbnum Þorlákshöfn – Gjafabréf frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum – Gjafabréf í þrif frá Löður – Húfa frá Mikk – Kassi af Hleðslu – Gjafabréf frá Veitingahúsi Golfskála Keilis – 1kg af harðfisk
- Vatnakarafla frá Zwiesel – Harðfiskur frá Eyrarfiski – Kassi af Oranjeboom bjór – Rauðvínsflaska frá marta maté – Bakpoki frá Kia – Nammikassi
Öllum vinningum fylgir gjafabréf fyrir tvo í Sambíóin og pylsa og gos frá Pylsuvagninum í Laugardal
Ísland – Svíþjóð á HM í handbolta verður sýndur á tveimur risaskjám á herrakvöldinu á föstudaginn. Húsið opnar kl 18:30.
Deildirnar innan félagsins hafa tilkynnt sína fulltrúa í valið á Íþróttafólki ársins fyrir árið 2022.
Íþróttafólk Fylkis verður svo valið í áramótakaffinu okkar þann 31.des 2022.
Fylkissvæðið, og raunar allt Árbæjarhverfið, iðaði af mannlífi um helgina 16. og 17. október þegar Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar Fylkis (BUR) stóð fyrir Mjólkurbikarmóti yngri flokka. Alls tóku meira en 200 lið iðkenda úr 7. flokkum og 6. flokkum drengja og stúlkna þátt. Spilað var á 14 völlum þar sem við nýttum aðalvöllinn og grasvöllinn til að koma þessu öllu saman fyrir. Spilað var sleitulaust milli 9 og 17 bæði laugardag og sunnudag og skemmst er frá því að segja að framkvæmdin tókst gríðarlega vel. Alls tóku u.þ.b. 1500 iðkendur þátt um helgina og foreldrar fylgdu sem skýrir af hverju hvergi var löglegt bílastæði að finna í nágrenni Fylkissvæðisins.
Vissulega hefðum við þegið örlítið hagstæðara veður en allt gekk þetta þó vel fyrir sig og leikgleðin hreinlega skein af andlitum þátttakendanna.
Fyrstu helgina í október var haldið annað hliðstætt mót og þá var um að ræða 5. flokk karla og kvenna. Það mót gekk líka mjög vel með þátttöku u.þ.b 800 iðkenda. Núna í október mánuði höfum við þannig alls tekið á móti u.þ.b 2300 þátttakendum og líklega um 5000 forráðamönnum og það er trú okkar að með þessum mótum séum við búin að byggja grunn að fleiri mótum af sama toga á næstu árum. Hér er á ferðinni nýtt verkefni sem fór fyrst af stað fyrir 2 árum, Covid hafði svo sín áhrif en nú erum við komin vel á kortið aftur með þetta nýja framtak sem bæði hefur gríðarlega mikið félagslegt gildi fyrir Fylki auk þess að skila mikilvægum tekjum.
Þessi mót eru í raun risavaxin verkefni sem BUR hefur leitt en framkvæmdin gekk vel þar sem gríðarlega vel var að undirbúningi staðið. Sjálfboðaliðar á vegum BUR, foreldraráða, starfsmenn Fylkis og viðeigandi þjálfarar hafa skilað frábæru starfi á þessum mótum bæði í undirbúningnum og við framkvæmdina sjálfa. Bestu þakkir til allra þeirra sem gera svona verkefni möguleg.