Vegna umræðu á undanförnum dögum um hækkun æfingagjalda vill Knattspynudeild Fylkis koma á framfæri eftirfarandi:

  • Launkostnaður þjálfara hjá Barna- og unglingaráði (BUR) er áætlaður um 67 mkr. á núverandi tímabili.
  • Auk þess er kostnaður vegna keppnisbúninga hjá BUR innfalinn í æfingagjöldum (sem þýðir að foreldrar greiða ekki aukalega fyrir keppnisbúninga til viðbótar æfingagjöldum) og er sá kostnaður áætlaður 5 mkr. á núverandi tímabili.
  • Ýmis annar kostnaður sem einnig ætti að vera dekkaður af æfingagjöldum er áætlaður 5 mkr. Hér er um að ræða mótakostnað, ferðakostnað vegna keppnisleikja (að hluta til), kostnað vegna bolta og annars búnaðar, afreksþjálfun, styrktarþjálfun, dómarakostnað, sjúkrabúnað auk dagpeninga og aksturspeninga til þjálfara.
  • Áætlaðar tekjur af æfingagjöldum vegna iðkenda hjá BUR nema um 62 mkr á núverandi tímabili.
  • Á ofangreindum lykiltölum sést að áætlað er að æfingagjöld hrökkvi fyrir u.þ.b. 80% af kostnaði við rekstri BUR (62 mkr. af 77 mkr.)
  • Til að brúa þetta bil milli gjalda og tekna (u.þ.b. 15 mkr.) hefur BUR með kröftugum hætti komið á fót margskonar fjáröflunum, þar sem hæst ber mót fyrir yngstu flokkana. Þá má einnig nefna happdrætti Knattspyrnudeildar sem BUR fær hlutdeild í.
  • Að ofangreindu er ljóst að æfingagjöld þyrftu að vera enn hærri en nú er til að standa undir kostnaði BUR og/eða að Reykjavíkurborg komi með mun mynduglegri hætti að starfseminni.
  • Þegar bornar eru saman tölur á milli félaga verður að taka tillit til allra þátta því það er ólíkt á milli félaga hvað fellur undir æfingagjöld.

Við viljum taka fram að öll vinna á vegum einstaklinganna sem eiga sæti í BUR sem og stjórn deildarinnar, meistaraflokksráðum karla og kvenna er innt af hendi í sjálfboðavinnu fyrir félagið okkar.

Minnt er á að forráðamönnum gefst tækifæri til að lækka æfingagjöld um 20.000 á móti 8 klst „sjálfboðavinnu“ sem fólgin er í vinnuframlagi t.d. í kringum mót yngri flokka, á viðburðum hjá Fylki o.s.frv.

Við hjá Knattspyrnudeild Fylkis leggjum áherslu á að þróa með jákvæðum hætti starfsemi BUR með ríka áherslu á bæði uppeldis- og afreksstarf Fylkis.

Með ósk um áframhaldandi gott samstarf við foreldra og forráðamenn iðkenda hjá Knattspyrnudeild Fylkis.

Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis

Nýlega var dregið í nýárs happadrætti knattspyrnudeildar og í  fyrsta vinning var glæsilegt málverk eftir Tolla sem metið er á 1.000.000 kr.- og var það miði númer 1138 sem var dreginn.

Systkinin Salim og Anna seldu miðann sem tryggði ömmu þeirra fyrsta vinning í nýárs happadrætti knattspyrnudeildar Fylkis. Við óskum þeim til hamingju með stóra vinningin.

Varst þú svo heppinn að hljóta einn af okkar flottu vinningum ? Vinningaskrána má sjá hér !

Hér má svo sjá Hörð Guðjónsson framkvæmdarstjóra Fylkis afhenta Salim og Önnu málverkið.

Okkur er sönn ánægja að tilkynna það að Ólafur Karl Finsen hefur skrifað undir samning við félagið og mun leika með okkur í deild þeirra bestu.
Ólafur hefur leikið 255 KSÍ leiki og skorað í þeim 60 mörk en hann hefur leikið fyrir Stjörnuna,Val og FH á sínum ferli.
Þetta er gríðarlega mikil liðsstyrking og verður gaman að sjá hann í appelsínugulu á þessu tímabili.
Velkominn í Árbæinn Óli

Búið er að draga í Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar 2023 og má sjá vinningaskrána hér fyrir neðan.

Vinningshafar eru beðnir um að senda póst á happ@fylkir.is

Útdráttur 2023

Knattspyrnudeild Fylkis hefur skrifað undir samninga við unga og efnilega leikmenn félagsins. Allir þessir leikmenn koma úr afreksstarfi félagsins og bindum við miklar vonir við þau í framtíðinni !

Efri röð frá vinstri: Stefán Logi Sigurjónsson (2008), Katla Sigrún Elvarsdóttir (2008), Birta Margrét Gestsdóttir (2008), Eik Elmarsdóttir (2008), Sóley María Björgvinsdóttir (2007) & Daníel Þór Michelsen (2007)

Neðri röð frá vinstri: Guðmar Gauti Sævarsson (2008), Sigrún Helga Halldórsdóttir (2008), Selma Schweitz Ágústsdóttir (2008) & Jóel Baldursson (2007)

 

Á myndina vantar: Ívar Hrafn Atlason (2008)

Við óskum þessum leikmönnum til hamingju með nýja samninginn og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni !

Kæra Fylkisfólk,
 
Íþróttafélagið Fylkir býður uppá opinn fyrirlestur um menningu og árangur í íþróttum.
 
Fyrirlesari er Brian Daniel Marshall, árangursráðgjafi finnska sundsambandsins og ráðgjafi um menningu og árangur í íþróttum.
 
Tími: Miðvikudaginn 1. febrúar kl. 20-21 – húsið opnar kl. 19.45
 
Staður: Fylkishöll, samkomusalur á 2.hæð, gengið inn um vesturenda
 
Fyrir hverja: Allt Fylkisfólk sem áhuga hafa á menningu og árangri íþróttafélaga
 
Tungumál: Enska
 
Gjald: Enginn aðgangseyrir
 
Skráning hér (svo við vitum hve margir mæta).
 
Brian Daniel Marshall mun fjalla um hvernig íþróttafélög geta skapað umhverfi fyrir framúrskarandi íþróttafólk. Brian er framkvæmdastjóri Frem sundfélagsins í Odense, landsliðsþjálfari paralympics sundliðs Dana og árangursráðgjafi finnska sundsambandsins.
 
Brian hefur veitt fjölda íþróttafélaga ráðgjöf um árangursmenningu og kenndi um tíma við Íþróttadeild Háskólans í Reykjavík. Brian hefur skýra sýn á árangur íþróttafélaga: „The cultural perspective is that if you create an environment whereby the players learn the fundamentals and enjoy/love their sport, then you will achieve optimal results.“
 
Brian hefur í vetur aðstoðað knattspyrnudeild Fylkis sem er nú að leggja lokadrög að stefnumótun deildarinnar næstu 5 árin.
 
Að loknum fyrirlestri Brians verður boðið uppá umræður og fyrirspurnir sem Ketill Berg Magnússon mun stýra.

Útdrætti í Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar sem átti að fara fram 26.janúar 2023 hefur verið seinkað til 9.febrúar 2023.  Búið er því að lengja sölutímabilið til og með 8.febrúar. Vinningarskráin verður birta hér á síðunni 10.febrúar.

 

Nyarshappadr Fylkis 2023

Hér fyrir neðan má sjá vinningsnúmerin í happdrættinu á Herrakvöldi Fylkis sem var 20.janúar 2023.  Hægt er að nálgast vinningana í Fylkishöllinni virka daga frá 8-16.  Framvísa þarf miðanum þegar vinningar eru sóttir.

Vinningur nr.1            1795

Vinningur nr.2            2178

Vinningur nr.3            0021

Vinningur nr.4            4323

Vinningur nr.5            4302

Vinningur nr.6            2897

Vinningur nr.7            2896

Vinningur nr.8            2121

Vinningur nr.9            1394

Vinningur nr.10            3631

Vinningur nr.11            4198

 

  1. Gjafabréf frá Icelandair að andvirði 50.000kr – Gisting fyrir tvo hjá Íslandshótel – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni – Konfektpakki frá Nóa Siríus – Bensínkort frá Olís að andvirði 10.000kr – Gjafabréf frá Tekk & Habitat að andvirði 20.000kr – Gjafabréf frá Brauð og co. að andvirði 10.000kr – Gjafabréf frá Erninum golfverslun að andvirði 10.000kr – Gjafabréf í alþrif frá Lúxusbón – Gjafabréf frá Bombsay Bazaar að andvirði 10.000kr – Rauðvínsflaska frá marta maté

 

  1. Instinct Crossover úr frá Garmin – Matarpakki frá Dimm – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni – Bensínkort frá Olís að andvirði 10.000kr – Gjafabréf frá Tekk & Habitat að andvirði 20.000kr – Gjafabréf hjá Slippfélaginu að andvirði 25.000kr – Gjafabréf frá Bombsay Bazaar að andvirði 10.000kr – Matarkarfa frá Garra – Rauðvínsflaska frá marta maté

 

  1. Gjafabréf frá Hótel Ísafirði – Makita höggborvél frá Þór – Ostakarfa frá mjólkursamsölunni – Gjafabréf í Hreyfing Spa – Gjafabréf frá Erninum golfverslun að andvirði 10.000kr – Gjafabréf í Kringluna að andvirði 12.000kr – Matarpakki frá Dimm – Derhúfa frá Mikk – Rúmföt frá Sofðu Rótt – Bensínkort frá N1 að andvirði 10.000kr

 

  1. Úr frá Meba – Gjafakarfa frá Lyfjaval – Matarpakki frá Garra – Polobolur frá Mikk – Kippa af Collab orkudrykk – Gjafabréf í umfelgun frá Kletti – Gjafabréf frá Saffran að andvirði 5.000kr – Gjafabréf í Kjötsmiðjuna að andvirði 7.000kr – Alþrif og Bón frá BV bón – Matarpakki frá Innes – Bensínkort frá N1 að andvirði 10.000kr

 

  1. Makita höggborvél frá Þór – Gjafabréf í umfelgun frá Kletti – Gjafabréf frá Gullkylfunni – Úrbeinað lambalæri frá Esju – Húfa frá Mikk – Gjafabréf frá Saffran að andvirði 5.000kr – Matarpakki frá Innes

 

  1. Úrbeinað lambalæri frá Esju – Gjafabréf í umfelgun frá Kletti – Gjafabréf frá Öðlingi mathús – Gjafabréf frá Gullkylfunni – Gjafabréf frá Kjötsmiðjunni að andvirði 7.000kr – Konfektkassi frá Nóa Siríus – Kippa af Collab – Húfa frá Mikk – Rauðvín og harðfiskur frá Nora Seafood – Kassi af Corona bjór – Harðfiskur frá Eyrarfiski

 

  1. Konfektpoki frá Nóa Siríus – Gjafabréf frá Gullkylfunni – Gjafabréf í Húsasmiðjuna og Blómaval að andvirði 15.000kr – Gjafabréf frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum – Gjafabréf í þrif frá Löður – kippa af Collab orkudrykk – Húfa frá Mikk – Ævintýrasigling frá Sæferðir – Gjafabréf frá Hressingarskálanum – Harðfiskur frá Eyrarfiski – Rauðvínsflaska og glös frá Porsche

 

  1. Gjafapoki frá Nóa Siríus – Gjafabréf frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum – Gjafabréf í Húsasmiðjuna og Blómaval að andvirði 15.000kr – Gjafabréf í þrif frá Löður – Húfa frá Mikk – Gjafabréf út að borða fyrir tvo hjá Fiskfélaginu – Gjafabréf frá Hressingarskálanum – Gjafabréf frá Spírunni að andvirði 10.000kr – Harðfiskur frá Eyrarfiski

 

  1. Gjafapoki frá Nóa Siríus – Gjafapoki frá Bílabúð Benna – Gjafabréf frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum – Gjafabréf í Mínigarðinn – Gjafabréf í golf hjá Gólfklúbbnum Þorlákshöfn – Gjafabréf í þrif frá Löður – Húfa frá Mikk – Kassi af Hleðslu – Gjafabréf frá Hressingarskálanum – Gjafabréf frá Veitingahúsi Golfskála Keilis – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni – Harðfiskur frá Eyrarfiski

 

  1. Gjafapoki frá Nóa Siríus – Gjafabréf í Mínigarðinn – Gjafabréf í golf hjá Gólfklúbbnum Þorlákshöfn – Gjafabréf frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum – Gjafabréf í þrif frá Löður – Húfa frá Mikk – Kassi af Hleðslu – Gjafabréf frá Veitingahúsi Golfskála Keilis – 1kg af harðfisk

 

  1. Vatnakarafla frá Zwiesel – Harðfiskur frá Eyrarfiski – Kassi af Oranjeboom bjór – Rauðvínsflaska frá marta maté – Bakpoki frá Kia – Nammikassi

 

 

Öllum vinningum fylgir gjafabréf fyrir tvo í Sambíóin og pylsa og gos frá Pylsuvagninum í Laugardal

Ísland – Svíþjóð á HM í handbolta verður sýndur á tveimur risaskjám á herrakvöldinu á föstudaginn. Húsið opnar kl 18:30.