Hér fyrir neðan eru vinningsnúmerin í happadrætti herrakvölds Fylkis 2024 birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Hægt er að nálgast vinningana í Fylkishöll virka daga frá kl 9-16 gegn framvísun vinningsmiða.
1. Gjafabréf frá Icelandair – Gisting fyrir tvo hjá Hótel Ísafirði – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni – Konfektpakki frá Nóa Siríus – Bensínkort frá Olís að andvirði 15.000kr – Gjafabréf frá Tekk & Habitat að andvirði 25.000kr – Gjafabréf frá studio 110 – Óskaskrín í Lúxus Bröns fyrir tvo – Gjafabréf í alþrif frá Lúxusbón – Gjafapakki frá Era Sport að andvirði 10.000kr – Matarkassi frá Made by Mama – Skart frá Meba. 1962
2. Úr frá Garmin – Matarpakki frá Made by mama – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni – Bensínkort frá Olís að andvirði 15.000kr – Gjafabréf frá Tekk & Habitat að andvirði 25.000kr – Gjafabréf hjá Slippfélaginu að andvirði 25.000kr – Golfbolir frá Brutta Golf – Matarkarfa frá Garra – Porsce Rauðvínsflaska og glös. 1045
3. Gjafabréf frá Eagle golfferðum – Borvél frá Múrbúðinnni – Golfbolir frá Brutta Golf – Gjafabréf í 3 rétta máltíð hjá Riverside Resturant – Gjafabréf frá Minigarðinum 20.000kr – Gjafabréf hjá Fjallavinnum að andvirði 14.000kr – Matarpakki frá Garra – Pakki frá Sofðu Rótt – Bland í poka frá Öskju. 0778
4. Gjafabréf hjá Fjallavinnum að andvirði 73.000kr – Gjafakarfa frá Loreal – Gjafabréf frá Tryggvaskála/Kaffi Krús/Messinnn – Gjafabréf frá Kjötsmiðjunni – Kippa af Collab orkudrykk – Gjafabréf í umfelgun frá Kletti – Gjafabréf frá Húsasmiðjunni og Blómavali að andvirði 15.000kr- Gjafabréf frá Esju – Gjafabréf frá Denn Denske Kro. 0783
5. Spjaltölva frá Samsung (Galaxy tab a7) – Gisting hjá Hótel Fagralundur – Gjafabréf frá Tryggvaskála/Kaffi Krús/Messinnn – Gjafabréf í Smárabíó – Gjafabréf frá Huppu – Gjafabréf frá Slippfélaginnu að andvirði 25.000kr. 1710
6. Ævintýrasigling frá Sæferðum – Gjafabréf í Borgarleikhúsið – Gjafabréf frá Húsasmiðjunni og Blómavali að andvirði 15.000kr- Gjafakarfa frá Loreal – Gjafabréf frá Kjötsmiðjunni. 1193
7. Gjafapakki frá Bio Effect – Gjafabréf í umfelgun frá Kletti – Gjafakarfa frá Loreal – Gjafabréf frá Hlöllabátum – Gjafabréf í Minigarðinnn. 4755
8. Heilsupakki frá Arctic Aura – Gjafabréf frá Esju – Gjafabréf frá Pítubarnum – Gjafabréf í Minigarðin. 2191
Rafíþróttadeild Fylkis verður með öflugt og endurnýjað starf á nýju ári í samstarfi við Esports Coaching Academy!
Rafíþróttir eru frábært tækifæri fyrir ungmenni til að efla sig sem einstaklinga og kynnast jafnöldrum í gegnum tölvuleikja áhugamálið.
Í vor verður boðið upp á fjóra æfingahópa sem koma til móts við mismunandi aldur, getu og áhugasvið ungmenna. Í 8-10 og 10-13 ára Mix hópnum er aðal áherslan á að mynda félagsleg tengstl við jafnaldra í gegnum tölvuleikina, prófa nýja leiki og hafa gaman. En í Fortnite og 14-16 ára hóp eru markvissari æfingar þar sem iðkendur vinna að því að bæta sig í ákveðnum leik. Í öllum hópum er líkamleg hreyfing og læra iðkendur um heilbrigða spilunarhætti.
Æfingatímar verða lengri sem leyfir okkur að halda betri og heildstæðari æfingar, þar sem nægur tími gefst í upphitun, fræðslu, æfingar og spil. Einnig verða viðburðir eins og mót, æfingaleikir og félagskvöld yfir önnina, sem gefa iðkendum markmið til að vinna að og tækifæri að byggja vináttubönd sem ná út fyrir tölvuskjáinn.
Með þessum breytingum er Rafíþróttadeild Fylkis að taka stórt skref í átt að hágæða rafíþróttastarfi sem uppfyllir alla þá gæðastaðla sem rafíþróttir standa fyrir. Með auknum gæðum á starfinu verður Fylkir ekki bara brautryðjandi í auknum gæðum rafíþrótta á Íslandi, heldur einnig fyrirmyndar klúbbur sem horft verður til í vexti rafíþrótta um allan heim.
Skráning á vorönn er komin af stað á Sportabler, en æfingataflan verður birt fljótlega ásamt æfingaplani fyrir hvern hóp.
Ekki missa af þessu tækifæri í hinum spennandi heimi rafíþrótta, vertu hluti af hreyfingu sem er að endurnýja framtíð rafíþrótta.
Körfuknattleiksdeild Fylkis skrifaði nýlega undir sinn fyrsta styrktarsamning við Dohop til næstu tveggja ára með möguleika á framlengingu ef samstarfið gengur vel.
Að fá Dophop til liðs við Fylki hjálpar það félaginu að halda áfram því góða starfi sem verið að að vinna hjá félaginu. Körfuboltinn hjá Fylki er einungis á sínu þriðja ári og hefur hart unnið að því markmiði að finna öflugan styrktaraðila sem samræmist metnaði og öflugu starfi okkar og Dohop gerir það svo sannarlega. Samræður við foreldra leiddu til þessarar mjög spennandi þróunnar.
Körfuknattleiksdeildin hefur það að markmiði að byggja félagið upp frá grunni og vill gefa þjálfurum sem og eldri og yngri leikmönnum tækifæri til framfara og þroska. Þar sem menntaðir þjálfarar og eldri leikmenn vilja tileinka sér nýja færni, þ.e. dómaranámskeið eða verða aðstoðarþjálfarar, og mun þessi samningur gagnast þeim leikmönnum vel sem æfa með félaginu.
Haraldur Theodórsson – Körfuknattleiksformaður Fylkis sagði:
„Þetta eru frábærar fréttir og sýna hvert við viljum að körfuboltinn sé að fara í framtíðinni og það er frábært að ganga til liðs við fyrirtæki sem passar við þessa sömu löngun. Þetta er enn eitt skrefið í vexti okkar sem ungs félags og bjartri framtíð.“
Davíð – framkvæmdastjóri Dohop sagði:
„Það er frábært að fá tækifæri til þess að styðja við öfluga uppbyggingu körfuboltans hjá Fylki og verður gaman að fylgjast með starfinu vaxa og dafna á komandi árum.“