Kvennakvöld Fylkis ! ATH: Röng dagsetning í Árbæjarblaðinu !
 
Kvennakvöld Fylkis 2024 verður haldið þann 6.apríl næstkomandi !
 
Þema kvöldsins verður: Rokk & rósir
Takið daginn frá!
 
– Hver verður heiðurskonan 2024?
– Borðskreytingarkeppni
– Verðlaun veitt fyrir flottasta borðið
 
Dætur, mæður, ömmur, systur, frænkur og vinkonur, tökum okkur saman, fylkjum liði og skemmtum okkur saman i frábærum félagsskap!
 
Frekari upplýsingar koma á næstu vikum
 
#viðerumÁrbær

Hér fyrir neðan eru vinningsnúmerin í happadrætti herrakvölds Fylkis 2024 birt með fyrirvara um innsláttarvillur.  Hægt er að nálgast vinningana í Fylkishöll virka daga frá kl 9-16 gegn framvísun vinningsmiða.

1. Gjafabréf frá Icelandair – Gisting fyrir tvo hjá Hótel Ísafirði – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni – Konfektpakki frá Nóa Siríus – Bensínkort frá Olís að andvirði 15.000kr – Gjafabréf frá Tekk & Habitat að andvirði 25.000kr – Gjafabréf frá studio 110 – Óskaskrín í Lúxus Bröns fyrir tvo – Gjafabréf í alþrif frá Lúxusbón – Gjafapakki frá Era Sport að andvirði 10.000kr – Matarkassi frá Made by Mama – Skart frá Meba. 1962

2. Úr frá Garmin – Matarpakki frá Made by mama – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni – Bensínkort frá Olís að andvirði 15.000kr – Gjafabréf frá Tekk & Habitat að andvirði 25.000kr – Gjafabréf hjá Slippfélaginu að andvirði 25.000kr – Golfbolir frá Brutta Golf – Matarkarfa frá Garra – Porsce Rauðvínsflaska og glös. 1045

3. Gjafabréf frá Eagle golfferðum – Borvél frá Múrbúðinnni – Golfbolir frá Brutta Golf – Gjafabréf í 3 rétta máltíð hjá Riverside Resturant – Gjafabréf frá Minigarðinum 20.000kr – Gjafabréf hjá Fjallavinnum að andvirði 14.000kr – Matarpakki frá Garra – Pakki frá Sofðu Rótt – Bland í poka frá Öskju. 0778

4. Gjafabréf hjá Fjallavinnum að andvirði 73.000kr – Gjafakarfa frá Loreal – Gjafabréf frá Tryggvaskála/Kaffi Krús/Messinnn – Gjafabréf frá Kjötsmiðjunni – Kippa af Collab orkudrykk – Gjafabréf í umfelgun frá Kletti – Gjafabréf frá Húsasmiðjunni og Blómavali að andvirði 15.000kr- Gjafabréf frá Esju – Gjafabréf frá Denn Denske Kro. 0783

5. Spjaltölva frá Samsung (Galaxy tab a7) – Gisting hjá Hótel Fagralundur – Gjafabréf frá Tryggvaskála/Kaffi Krús/Messinnn – Gjafabréf í Smárabíó – Gjafabréf frá Huppu – Gjafabréf frá Slippfélaginnu að andvirði 25.000kr. 1710

6. Ævintýrasigling frá Sæferðum – Gjafabréf í Borgarleikhúsið – Gjafabréf frá Húsasmiðjunni og Blómavali að andvirði 15.000kr- Gjafakarfa frá Loreal – Gjafabréf frá Kjötsmiðjunni. 1193

7. Gjafapakki frá Bio Effect – Gjafabréf í umfelgun frá Kletti – Gjafakarfa frá Loreal – Gjafabréf frá Hlöllabátum – Gjafabréf í Minigarðinnn. 4755

8. Heilsupakki frá Arctic Aura – Gjafabréf frá Esju – Gjafabréf frá Pítubarnum – Gjafabréf í Minigarðin. 2191

Rafíþróttadeild Fylkis verður með öflugt og endurnýjað starf á nýju ári í samstarfi við Esports Coaching Academy!

Rafíþróttir eru frábært tækifæri fyrir ungmenni til að efla sig sem einstaklinga og kynnast jafnöldrum í gegnum tölvuleikja áhugamálið.

Í vor verður boðið upp á fjóra æfingahópa sem koma til móts við mismunandi aldur, getu og áhugasvið ungmenna. Í 8-10 og 10-13 ára Mix hópnum er aðal áherslan á að mynda félagsleg tengstl við jafnaldra í gegnum tölvuleikina, prófa nýja leiki og hafa gaman. En í Fortnite og 14-16 ára hóp eru markvissari æfingar þar sem iðkendur vinna að því að bæta sig í ákveðnum leik. Í öllum hópum er líkamleg hreyfing og læra iðkendur um heilbrigða spilunarhætti.

Æfingatímar verða lengri sem leyfir okkur að halda betri og heildstæðari æfingar, þar sem nægur tími gefst í upphitun, fræðslu, æfingar og spil. Einnig verða viðburðir eins og mót, æfingaleikir og félagskvöld yfir önnina, sem gefa iðkendum markmið til að vinna að og tækifæri að byggja vináttubönd sem ná út fyrir tölvuskjáinn.

Með þessum breytingum er Rafíþróttadeild Fylkis að taka stórt skref í átt að hágæða rafíþróttastarfi sem uppfyllir alla þá gæðastaðla sem rafíþróttir standa fyrir. Með auknum gæðum á starfinu verður Fylkir ekki bara brautryðjandi í auknum gæðum rafíþrótta á Íslandi, heldur einnig fyrirmyndar klúbbur sem horft verður til í vexti rafíþrótta um allan heim.

Skráning á vorönn er komin af stað á Sportabler, en æfingataflan verður birt fljótlega ásamt æfingaplani fyrir hvern hóp.

Ekki missa af þessu tækifæri í hinum spennandi heimi rafíþrótta, vertu hluti af hreyfingu sem er að endurnýja framtíð rafíþrótta.

 

Ísold sem er uppalin í Fylki og hefur heldur betur átt frábært og viðburðaríkt ár þar sem Ísold fór meðal annars með landsliði á stórmót ásamt því að sækja sér svarta beltið í karate. Þá náði hán í tvenn verðlaun á smjáþóðaleikunum þar sem hán var stoltur fulltrúi Fylkis og Íslands.
 
Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur Ísold 
Dagurinn í dag, 5. desember, er helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Af því tilefni hefur átakinu Alveg sjálfsagt verið hrint af stað.
 
Það þarf varla að fara mörgum orðum um það hér að rekstur íþróttafélagsins Fylkis væri hreinlega ekki mögulegt ef ekki kæmi til gríðarlega mikil vinna fjölmargra sjálfboðaliða sem taka þátt í starfinu hjá okkur í Fylki.
 
Stjórn Fylkis sendir því ykkur öllum, okkar besta fólki sem gerir Fylki mögulegt að halda úti okkar öfluga starfi, okkar bestu kveðjur í tilefni dagsins og þökkum ykkur ómetanlegt framlag ykkar til félagsins.
 
Í tilefni dagsins hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt, en nánar er fjallað um það í frétt á vef ÍSÍ:
Stefán Gísli Stefánnsson hefur undanfarna daga verið á reynslu hjá Sænska félaginu Hammarby.
 
Stefán sem er 17 ára gamall hefur verið lykilmaður í 2.flokki félagsins undanfarið ásamt því að æfa með meistaraflokki félagsins en með þeim lék hann 2 leiki á liðnu tímabili. Hann fjölhæfur leikmaður sem getur spilað allar stöður á miðjunni ásamt því að vera frábær bakvörður, þa hefur hann leikið 11 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
 
Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkar öfluga starf sem unnið er hjá okkur.
 
Það verður spennandi að fylgjast með Stefáni í framtíðinni enda einn af allra efnilegustu leikmönnum félagsins.
 
#viðerumÁrbær
Íþróttafélagið Fylkir sendir öllum Grindvíkingum stuðningskveðjur og vill í leiðinni bjóða öllum yngri flokka iðkendum úr Grindavík að æfa með félaginu án endurgjalds á meðan á óvissu tímum stendur.
 
Hjá Fylki eru 7 starfandi greinar: Fótbolti, Körfubolti, Handbolti, Fimleikar, Karate,Blak og Rafíþróttir
 
Vilji iðkendur Grindavíkur nýta sér þennan möguleika eru þeir beðnir að hafa samband við Viktor, viktor@fylkir.is eða í síma 772-4672
 
Æfingatöflur og aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.fylkir.is
 
Fylkir sendir öllum Grindvíkingum baráttukveðjur 🧡🖤💛💙
 
#stöndumsaman
#viðerumÁrbær

Körfuknattleiksdeild Fylkis skrifaði nýlega undir sinn fyrsta styrktarsamning við Dohop til næstu tveggja ára með möguleika á framlengingu ef samstarfið gengur vel.

Að fá Dophop til liðs við Fylki hjálpar það félaginu að halda áfram því góða starfi sem verið að að vinna hjá félaginu. Körfuboltinn hjá Fylki er einungis á sínu þriðja ári og hefur hart unnið að því markmiði að finna öflugan styrktaraðila sem samræmist metnaði og öflugu starfi okkar og Dohop gerir það svo sannarlega. Samræður við foreldra leiddu til þessarar mjög spennandi þróunnar.

Körfuknattleiksdeildin hefur það að markmiði að byggja félagið upp frá grunni og vill gefa þjálfurum sem og eldri og yngri leikmönnum tækifæri til framfara og þroska. Þar sem menntaðir þjálfarar og eldri leikmenn vilja tileinka sér nýja færni, þ.e. dómaranámskeið eða verða aðstoðarþjálfarar, og mun þessi samningur gagnast þeim leikmönnum vel sem æfa með félaginu.

 

Haraldur Theodórsson – Körfuknattleiksformaður Fylkis sagði:

„Þetta eru frábærar fréttir og sýna hvert við viljum að körfuboltinn sé að fara í framtíðinni og það er frábært að ganga til liðs við fyrirtæki sem passar við þessa sömu löngun. Þetta er enn eitt skrefið í vexti okkar sem ungs félags og bjartri framtíð.“

 

Davíð – framkvæmdastjóri Dohop sagði:

„Það er frábært að fá tækifæri til þess að styðja við öfluga uppbyggingu körfuboltans hjá Fylki og verður gaman að fylgjast með starfinu vaxa og dafna á komandi árum.“

 

Aðalfundur knattspyrnudeildar Fylkis fór fram mánudagskvöldið 30. október þar sem ný stjórn deildarinnar var kjörin.
Í nýju stjórninni sitja þau Ragnar Páll Bjarnason formaður, Haraldur Úlfarsson, Hjördís Jóhannesdóttir, Stefanía Guðjónsdóttir og Valur Ragnarsson. Þessu til viðbótar voru eftirtaldir kynntir sem formenn ráða knattspyrnudeildar: Elvar Örn Þórisson, formaður Barna og unglingaráðs, Júlíus Örn Ásbjörnsson formaður meistaraflokksráðs kvenna og Björn Viðar Ásbjörnsson formaður meistaraflokksráðs karla.
Á fundinum hélt svo Sigurður Þór Reynisson erindi um afreksþjálfun knattspyrnudeildar og stöðu hennar í dag. Nú eru liðin tvö ár frá því afreksþjálfunin hófst í þeirri mynd sem hún er í dag en í kringum 25 iðkendur eru í hópnum.
Á fundinum var kynnt 9 mánaða fjárhagsuppgjör sem sýnir mikinn viðsnúning frá árinu 2022 til hins betra.
Þrír einstaklingar, þeir Arnar Þór Jónsson fráfarandi formaður knattspyrnudeilar Fylkis, Hrafnkell Helgason, fráfarandi formaður meistaraflokksráðs karla og Þorvaldur Árnason, meistaraflokksráði karla, voru heiðraðir sérstaklega í lok fundarins. Viðkomandi hafa allir starfað lengi fyrir Fylki og gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi starfa að þessu sinni.
Efri röð frá vinstri; Haraldur Úlfarsson, Ragnar Páll Bjarnason, formaður og Valur Ragnarsson
Neðri röð frá vinstri; Stefanía Guðjónsdóttir og Hjördís Jóhannesdóttir
 Frá vinstri Þorvaldur Árnason, Arnar Þór Jónsson og Hrafnkell Helgason