Þau Samuel Josh Ramos og Ísold Klara Felixdóttir héldu til Danmerkur í síðustu viku og tóku þar gráðun fyrir svarta beltið í Sportkarate. Þann 17 júni luku þau svo þrekprófi og gráðun, vel var tekið á þeim og þraukuðu þau bæði þrátt fyrir erfiði á köflum og kláruðu beltið með glæsibrag og óskum við þeim til hamingju með þennan frábæra árangur !
 
Það eru því fimm aðilar frá Fylki sem hafa hlotið svartabeltið í Sportkarate og erum við gríðarlega stolt af þeim, en ásamt Samuel og Ísold eru þau Andri Sveinsson, fyrsti íslendingurinn til að fá svarta beltið í Sportkarate en hann æfði og þjálfaði Sportkarate í Fylki í mörg ár, Iveta Ivanova og Ólafur Engilbert Árnason en bæði hafa þau verið valinn Íþróttakona og íþróttakarl Fylkis oftar en einu sinni.
 
Það er ljóst að karatedeild okkar er gríðarlega framarlega á Íslandi og sannast það með árangri sem iðkendur okkar hafa náð undanfarin ár. Við hlökkum til að fylgjast með þessu efnilega fólki halda áfram og ná lengra !
 
#viðerumÁrbær

 

Davíð Snorri Jónsson hefur valið þá Arnór Gauta Jónsson, Ólaf Kristófer Helgason og Óskar Borgþórsson í U-21 árs landsliði karla sem spilar tvo æfingaleiki ytra í miðjum júní.
 
Fylkir á því flesta fulltrúa í hópnum eða þrjá talsins.
 
Arnór Gauti og Ólafur Kristófer hafa verið viðloðandi U-21 árs landsliðið í undanförnum verkefnum en Óskar er valinn í fyrsta skipti eftir að hafa staðið sig frábærlega fyrir liðið í sumar.
 

Til lukku með valið strákar og við hlökkum til að fylgjast með ykkur !

 
#viðerumÁrbær !
 
 
Árskort – tímabundið tilboð til 5. júní 2023
35% afsláttur af fullu verði*
 
Aðsóknin á heimaleiki meistaraflokka Fylkis hefur verið góð á fyrstu vikum tímabilsins og stemmningin frábær.
 
Við viljum þó fjölga enn frekar í stuðningsmannahópnum okkar og bjóðum því árskort á völlinn í sumar á sérstökum vildarkjörum.
 
Með þessu viljum við ekki aðeins styrkja tekjugrunn Knattspyrnudeildar Fylkis og heldur líka fjölga í hópi stuðningsfólks sem sækir Würth völlinn reglulega til að upplifa stórskemmtilegar stundir með liðunum okkar á vellinum í allt sumar.
 
Tilboðsverð:
Bronskort – 13.000
Silfurkort – 22.750
Gullkort – 48.750
Platinum – 71.500
Tekk Stofan – 71.500
Tinna María Ómarsdóttir leikmaður 5.flokks kvenna í handbolta hélt út til Finnlands nýlega og tók þar þátt í Höfuðborgarleikunum með liðsfélögum sínum úr Reykjavíkurúrvalinu.
 
Skemmst er frá því að segja að stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og sigurðu mótið með 7 stig úr 4 leikjum og 40 mörk í plús.
 
Tinna stóð sig gríðarlega vel og var lykilmaður í frábærum sigri á Stokkhólmi í loka leik mótsins sem endaði með 22-17 sigri.
 
Til hamingju Tinna og Reykjavík !
 
#viðerumÁrbær
 
Tinna María Ómarsdóttir var á dögunum valin í Reykjavíkurúrvalið í handbolta sem mun taka þátt í Grunnskólamóti Norðurlandanna í maí.
 
Tinna sem er ein af okkar allra efnilegustu handboltastúlkum er öflug örvhent skytta sem er frábær skotmaður sem og gegnumbrotsmaður.
 
Við fögnum því þegar krakkar úr okkar starfi eru valin í úrvalshópa og hlökkum við til að fylgjast með henni í framtíðinni !
 
Ásgeir Smári Ásgeirsson og Davíð Þór Bjarnason voru nýlega valdir í landslið drengja í áhaldafimleikum fyrir Norðurlandamót ungmenna í áhaldafimleikum sem haldið verður í Finnlandi í maí.
 
Báðir hafa þeir æft fimleika í langan tíma og eru meðal efnilegustu iðkenda deildarinnar. Það er gleðiefni fyrir iðkendur sem og deildina þegar okkar fólk er valið í landslið.
 
Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni !
 
Helena Helgadóttir fimleikastúlka hjá okkur í Fylki var á dögunum valin í úrvalshóp landsliða hjá Fimleikasambandi Íslands. Hún er aðeins 15 ára gömul og er því gríðarlega efnileg.
 
Þetta er mikill heiður fyrir það góða starf sem unnið er hjá okkur í fimleikadeildinni og hlökkum við til að flytja ykkur fleiri spennandi fréttir á næstunni !

Fimleikadeild Fylkis var með 1 hluta innanfélagsmótið í dag en þá kepptu stúlkur í 5 þrepi létt, 5 þrepi og 4 þrepi létt en þetta eru allt ungar stúlkur sem eru að gera æfingar sínar.

Í 5 þrepi létt fengu allar stúlkurnar verðlaun fyrir sitt besta áhald, í 5 þrepi var í fyrsta sæti og fylkismeistari í 5 þrepi Karen Mist Eiðsdóttir í 2 sæti var Anna Katrín G. Englert og í 3 sæti var Ósk Norðfjörð Sveinsdóttir.

Í 4 þrepi létt var í 1 sæti Ylfa Sigrún N. Wilbinsdóttir í 2 sæti Ragnheiður Kara Jónsdóttir og í 3 sæti Nicola Kondraciuk.

Fimleikadeildin þakkar öllum keppendum sínum fyrir daginn í dag.

Á morgun sunnudaginn 16 apríl hefst mótið kl. 11:15.  og þá keppa eldri keppendur í 4 þrepi, 3 þrepi 2 þrepi 1 þrep og frjálsar og drengir í keppa í 5 þrepi, 4 þrepi og 1 þrepi.

 

+

 

 

 

 

Nikulás Val Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Fylkis til loka árs 2025.
 
Nikki er uppalinn Fylkismaður og hefur spilað með öllum flokkum félagsins. Hann er og hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár og á að baki 82 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 15 mörk.
 
Við fögnum því þegar uppaldir leikmann framlengja við félagið og treysti þeirri frábæru uppbyggingu sem er í gangi hjá okkur !
 
Til hamingju Nikulás
 
Íslenska karatelandsliðið hélt á dögunum til Gautaborgar og tók þar þátt í Meistaramóti norðurlanda. Með í för voru fjórir keppendur frá Fylki en það voru þau Samuel Josh M. Ramos, Ísold Klara Felixdóttir (Íþróttakona Fylkis 2022) Karen Thuy Duong Vu og Guðmundur Týr Haraldsson
 
Fylkir hefur lengi verið eitt fremsta félag á Íslandi í karate og hefur okkar fólk náð frábærum árangri hér heima sem og erlendis.
 
Á þessu móti var enginn breyting á því og er skemmst frá því að segja að Karen vann sinn flokk -48kg kumite og varð um leið fyrsta Íslenska konan til að vinna Norðurlandameistaratitil.
 
Keppendurnir stóðu sig allir með mikilli príði og voru landinu og félaginu til mikilla sóma og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni en næsta verkefni er Heimsbikarmót í lok apríl !
 
#viðerumÁrbær