Hið árlega jólakaffi Fylkis var haldið föstudaginn 19. desember þar sem Íþróttafólk, sjálfboðaliðar, félagsfólk og starfsmenn komu saman og fögnuðu árinu 2025 sem nú er að líða. Vel var mætt á viðburðinn þar sem veitt voru viðurkenningar til Íþróttafólks sem leika undir merkjum félagsins sem þóttu standa framúr á árinu ásamt því voru veitt heiðursverðlaun til félagsfólk og sjálfboðaliða sem hafa lagt gríðarlega vinnu sína fyrir félagið.

Það voru þau Ásgeir Eyþórsson og Signý Lára Bjarnadóttir sem voru útnefnd íþróttakarl og Íþróttakona Fylkis árið 2025 en bæði koma þau frá Knattspyrnudeild Fylkis og spila með meistaraflokkum félagsins. Auk þeirra voru

Saker Nasser frá karatedeild Fylkis en eljusemi hans hefur skilað sér í miklum framförum, en á síðastliðnu ári hefur hann skipað sér sess sem fastamaður í íslenska landsliðinu og tók í ár þátt á Norðurlandameistaramótinu fyrir hönd Íslands.

Þórarinn Gunnar Óskarsson hefur verið lykilleikmaður meistaraflokks karla í körfubolta og verið valinn mikilvægasti leikmaður liðsins öll þrjú árin síðan að liðið var stofnað aftur. Á árinu 2025 hefur Þórarinn spilað stórt hlutverk í því að koma meistaraflokki karla aftur í fyrstu deild.

T.v. Hörður Guðjónsson framkv. stjóri Fylkis, Signý Lára Bjarnadóttir, Eyþór Kolbeinsson (f.h. Ásgeirs), Saker Nasser, Þórarinn Gunnar Óskarsson og Björn Gíslason formaður félagsins

Einnig voru veitt heiðursmerki félagsins.

þar sem Rúnar Geirmundsson var sæmdur heiðurskrossi Fylkis. Rúnar er frumbyggi í Árbænum og því sannur Fylkismaður. Rúnar gegndi formennsku í félaginu á árunum 1998–2002 og starfaði jafnframt sem framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar árið 1991. Hann hefur verið styrktaraðili félagsins um árabil, bæði í gegnum fyrirtæki sitt og sem einstaklingur, og hefur auk þess setið í fjölmörgum nefndum og starfshópum á vegum félagsins síðustu áratugi.

t.v. Hörður Guðjónsson framkv. stjóri Fylkis, Rúnar Geirmundsson 19. Heiðurskrossfélagi Fylkis & Björn Gíslason formaður félagsins

Gullmerki félagsins hlaut svo listamaðurinn Húbert Nói fyrir árangursríkt samstarf í kringum herrakvöld Fylkis síðustu ár

t.v. Hörður framkv. stjóri, Húbert Nói & Björn Gíslason formaður félagsins

  • Ágúst Aron Gunnarsson, liðsstjóri meistaraflokks karla, knattspyrnudeild

  • Atli Már Agnarsson, fulltrúi í meistaraflokksráði kvenna, knattspyrnudeild

  • Elsa Jakobsdóttir, starfsmaður, Íþróttafélagið Fylkir

  • Erik Steinn Halldórsson, starfsmaður, Íþróttafélagið Fylkir

  • Guðrún Inga Sívertssen, stjórnarmaður, handknattleiksdeild

  • Hrönn Vilhjálmsdóttir, stjórnarmaður, handknattleiksdeild

  • Kristján Gylfi Guðmundsson, þjálfari og starfsmaður, knattspyrnudeild

  • Víkingur Sigurðsson, þjálfari, körfuknattleiksdeild

t.v. Hörður framkv. stjóri Fylkis, Ágúst Aron, Atli Már, Elsa Jakobsdóttir, Erik Steinn, Guðrún Inga, Hrönn Vilhjálmsdóttir, Kristján Gylfi, Víkingur Sigurðsson & Björn Gíslason formaður félagsins.

Íþróttafélagið Fylkir heiðraði íþróttafólk sitt fyrir árið 2025, föstudaginn 19. desember, þegar tilkynnt var um val á íþróttafólki ársins hjá félaginu.

Ásgeir Eyþórsson er reynslumesti og leikjahæsti leikmaður í sögu Knattspyrnudeildar Fylkis. Ásgeir hefur leikið allan sinn feril með Fylki og hefur alls spilað 393 leiki fyrir meistaraflokk félagsins, þar af 188 í efstu deild.

Signý Lára er uppalin í Árbænum og gegndi á yfirstöðnu tímabili hlutverki fyrirliða meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Hún var einn af lykilmönnum liðsins og er þekkt fyrir mikinn metnað, óbilandi vinnusemi og að gefast aldrei upp.

Auk þeirra voru Saker Nasser úr Karatedeild Fylkis og Þórarinn Gunnar Óskarsson úr Körfuknattleiksdeild tilnefndir sem íþróttafólk Fylkis árið 2025.

Öll eru þau frábærar fyrirmyndir innan félagsins og óskum við þeim innilega til hamingju með tilnefninguna og þá viðurkenningu sem henni fylgir.

 

 

 

 

 

 

 

Hörður Guðjónsson framkv. stjóri Fylkis, Signý Lára Bjarnadóttir, Ásgeir Kolbeinsson (f.h. Ásgeirs) og Björn Gíslason formaður félagsins.

T.v. Hörður Guðjónsson framkv. stjóri Fylkis, Signý Lára Bjarnadóttir, Eyþór Kolbeinsson (f.h. Ásgeirs), Saker Nasser, Þórarinn Gunnar Óskarsson og Björn Gíslason formaður félagsins

Guðrún Þóra framlengir samning sinn við Fylki!

Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnir með mikilli gleði að Guðrún Þóra Geirsdóttir hefur framlengt samning sinn við Fylki út keppnistímabilið 2026. Við væntum þess að hún eigi eftir að leggja mikið af mörkum til liðsins á komandi tímabili að vinna til baka sæti okkar í Lengjudeildinni.

Guðrún Þóra er uppalin á Húsavík en kom til félagsins fyrir síðasta tímabil. Hún hefur leikið 92 KSÍ leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 11 mörk.

Gleði – Virðing – Metnaður

Frístundavagninn er kominn í jólafrí og byrjar aftur 5.janúar

Okkar reynslumesti og leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi, Ásgeir Eyþórsson, hefur ákveðið að segja þetta gott í boltanum og leggja skónna frægu á hilluna. Meiri Fylkismann er vart hægt að finna, en Ásgeir hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár, spilað lykilhlutverk innan vallar sem utan og verið mikill leiðtogi fyrir félagið.

Okkar stóri og stæðilegi miðvörður spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 2011 og hefur allan sinn feril klæðst appelsínugulu treyjunni. Á ferlinum hefur hann klukkað inn hvorki meira né minna en 393 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 32 mörk!

Við óskum Ásgeiri innilega til hamingju með glæsilegan feril. Það verður mikil eftirsjá af honum á vellinum, en við hlökkum til að taka á móti honum í nýju hlutverki sem stuðningsmanni liðsins í stúkunni.

Takk fyrir allt, Ásgeir. 🧡

 

 

Kæra félagsfólk, stuðningsmenn, styrktaraðilar, iðkendur og starfsfólk.

Við hjá Íþróttafélaginu Fylki óskum ykkur öllum gleðilegra hátíða og þökkum kærlega fyrir stuðninginn á árinu.

Eins og búast má við verður opnunartíminn hjá okkur í Fylki breyttur yfir hátíðarnar, og má finna nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

Opnunartími um jól og áramót 2022

Skötuveisla Fylkis verður 23.desember.  Mikilvægt að panta borða tímanlega!!!

Barna- og unglingaráð Fylkis hefur ráðið Steinar Leó Gunnarsson sem nýjan yfirþjálfara yngri flokka félagsins. 

Hann tekur við af Sigurði Þór Reynissyni sem sinnt hefur stöðunni síðastliðin 6 ár, en síðasta árið hafa þeir skipt yfirþjálfarastöðunni sín á milli. Steinar Leó mun áfram leiða þróun og uppbyggingu þjálfunar deildarinnar af miklum metnaði, og tryggir þannig framúrskarandi tækifæri fyrir unga knattspyrnumenn Fylkis.

Steinar Leó er með UEFA A þjálfaragráðu og býr yfir áralangri og dýrmætri reynslu af þjálfun, bæði innan Fylkis og hjá öðrum félögum á Íslandi.

Barna- og unglingaráð Fylkis segir ráðninguna styrkja sýn félagsins um að vera í fremstu röð í uppbyggingarstarfi, veita bestu mögulegu þjálfunina og vera mikilvægt skref í áframhaldandi og kraftmikilli þróun deildarinnar.

Við hlökkum til spennandi framtíðar. Þessi nýi kafli lofar afar góðu fyrir allt Fylkisfólk.

Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnir með stolti að Benedikt Daríus Garðarsson hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára, eða út tímabilið 2027 hið minnsta.

Benedikt Daríus, fæddur 1999, er uppalinn hjá Fjölni og kom fyrst til Fylkis í 2. flokki árið 2016. Hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2018 áður en hann fór á lán til Elliða og KFG. Árið 2019 gerði hann varanleg félagsskipti til venslaliðs Fylkis, Elliða, og lék þar tvö tímabil.

Hann sneri aftur til Fylkis árið 2022, og hefur síðan raðað inn mörkunum og er komin með alls 30 mörk í 75 leikjum í efstu tveimur deildum fyrir félagið og er kominn með 82 mörk í 183 meistaraflokksleikjum á ferlinum.

Við hlökkum til að sjá Benedikt Daríus halda áfram að skína í appelsínugulu á vellinum í Árbænum á komandi árum!

Knattspyrnudeild Fylkis er ánægð að tilkynna að samkomulag hefur náðst við Elísu Björk Hjaltadóttur um framlengingu á samningi hennar, og mun nýgildandi samningur gilda út keppnistímabilið 2026.

Elísa Björk, fædd árið 2007, er uppalinn Fylkisleikmaður sem hefur spilað upp alla yngri flokka félagsins og verið lykilleikmaður þar síðustu ár. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún nú þegar leikið 38 leiki í mótum KSÍ fyrir meistaraflokk og spilaði sinn fyrsta leik með liðinu árið 2022.

Við hjá Fylki erum afar stolt þegar uppaldir leikmenn halda tryggð við félagið, sýna metnað og eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að styðja liðið og ná sameiginlegum markmiðum á komandi keppnistímabili.

Við bindum miklar vonir við Elísu á komandi keppnistímabili og hlökkum til að sjá hana áfram spila í appelsínugulu.