Kæra félagsfólk, stuðningsmenn, styrktaraðilar, iðkendur og starfsfólk.

Við hjá Íþróttafélaginu Fylki óskum ykkur öllum gleðilegra hátíða og þökkum kærlega fyrir stuðninginn á árinu.

Eins og búast má við verður opnunartíminn hjá okkur í Fylki breyttur yfir hátíðarnar, og má finna nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

Opnunartími um jól og áramót 2022

Skötuveisla Fylkis verður 23.desember.  Mikilvægt að panta borða tímanlega!!!

Barna- og unglingaráð Fylkis hefur ráðið Steinar Leó Gunnarsson sem nýjan yfirþjálfara yngri flokka félagsins. 

Hann tekur við af Sigurði Þór Reynissyni sem sinnt hefur stöðunni síðastliðin 6 ár, en síðasta árið hafa þeir skipt yfirþjálfarastöðunni sín á milli. Steinar Leó mun áfram leiða þróun og uppbyggingu þjálfunar deildarinnar af miklum metnaði, og tryggir þannig framúrskarandi tækifæri fyrir unga knattspyrnumenn Fylkis.

Steinar Leó er með UEFA A þjálfaragráðu og býr yfir áralangri og dýrmætri reynslu af þjálfun, bæði innan Fylkis og hjá öðrum félögum á Íslandi.

Barna- og unglingaráð Fylkis segir ráðninguna styrkja sýn félagsins um að vera í fremstu röð í uppbyggingarstarfi, veita bestu mögulegu þjálfunina og vera mikilvægt skref í áframhaldandi og kraftmikilli þróun deildarinnar.

Við hlökkum til spennandi framtíðar. Þessi nýi kafli lofar afar góðu fyrir allt Fylkisfólk.

Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnir með stolti að Benedikt Daríus Garðarsson hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára, eða út tímabilið 2027 hið minnsta.

Benedikt Daríus, fæddur 1999, er uppalinn hjá Fjölni og kom fyrst til Fylkis í 2. flokki árið 2016. Hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2018 áður en hann fór á lán til Elliða og KFG. Árið 2019 gerði hann varanleg félagsskipti til venslaliðs Fylkis, Elliða, og lék þar tvö tímabil.

Hann sneri aftur til Fylkis árið 2022, og hefur síðan raðað inn mörkunum og er komin með alls 30 mörk í 75 leikjum í efstu tveimur deildum fyrir félagið og er kominn með 82 mörk í 183 meistaraflokksleikjum á ferlinum.

Við hlökkum til að sjá Benedikt Daríus halda áfram að skína í appelsínugulu á vellinum í Árbænum á komandi árum!

Knattspyrnudeild Fylkis er ánægð að tilkynna að samkomulag hefur náðst við Elísu Björk Hjaltadóttur um framlengingu á samningi hennar, og mun nýgildandi samningur gilda út keppnistímabilið 2026.

Elísa Björk, fædd árið 2007, er uppalinn Fylkisleikmaður sem hefur spilað upp alla yngri flokka félagsins og verið lykilleikmaður þar síðustu ár. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún nú þegar leikið 38 leiki í mótum KSÍ fyrir meistaraflokk og spilaði sinn fyrsta leik með liðinu árið 2022.

Við hjá Fylki erum afar stolt þegar uppaldir leikmenn halda tryggð við félagið, sýna metnað og eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að styðja liðið og ná sameiginlegum markmiðum á komandi keppnistímabili.

Við bindum miklar vonir við Elísu á komandi keppnistímabili og hlökkum til að sjá hana áfram spila í appelsínugulu.

Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnir með mikilli ánægju að þrír ungir og efnilegir markmenn úr yngri flokkum félagsins hafa skrifað undir samning við félagið.

Sævar Snær er fæddur 2007, á elsta ári í 2. flokki og æfir með meistaraflokki. Hann hefur verið lykilmaður í liði 2. flokks síðustu tvö ár, er rúmlega 2 metra á hæð, mikill leiðtogi og með mikið presence í teignum.

Aron Bent er fæddur 2009, á yngsta ári í 2. flokki og var valinn á landsliðsæfingar U16 í vor. Hann er frábær shot-stopper og öruggur í teignum.

Jón Ólafur er einnig fæddur 2009, á yngsta ári í 2. flokki og var valinn í lokahóp U16 landsliðsins í maí 2025. Hann er góður í fótunum og lætur erfiðar vörslur líta út fyrir að vera einfaldar.

Aron Bent og Jón Ólafur voru lykilmenn í 3. flokki karla síðasta sumar sem endaði í 4. sæti á Íslandsmótinu, auk þess sem þeir spiluðu með A2 liði 2. flokks.

Hér eru á ferð virkilega efnilegir markmenn sem allir hafa farið í gegnum frábært starf Björns Metúsalem, markmannsþjálfara félagsins, sem hefur sannarlega verið að gera stórkostlegt starf fyrir félagið.

Við bindum miklar vonir við þessa leikmenn í framtíðinni og óskum þeim innilega til hamingju með samninginn!

Knattspyrnudeildin tilkynnir með mikilli ánægju að Birkir Eyþórsson hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára hið minnsta, eða út keppnistímabilið 2027.

Birkir Eyþórsson, fæddur árið 2000, þarf vart að kynna fyrir Fylkisfólki. Hann hefur nánast frá fæðingarári eytt hverjum degi á Fylkisvellinum, þar sem hann lék upp alla yngri flokka félagsins. Birkir spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2019 og hefur síðan leikið 158 leiki og skorað 9 mörk.

Við óskum Birki innilega til hamingju með nýja samninginn og bindum miklar vonir við að hann hjálpi liðinu að komast aftur í Bestu deildina.

Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnir með stolti að Arna Ósk Arnarsdóttir hefur skrifað undir samning við Fylki sem gildir út árið 2026.

Við væntum þess að hún eigi eftir að leggja mikið af mörkum til liðsins á komandi tímabili. Arna Ósk hefur spilað 139 KSÍ leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 47 mörk og kemur því með mikil gæði og reynslu inn í hópinn. Arna Ósk er uppalin á Höfn í Hornarfirði og kemur frá Sindra.

Við bjóðum Örnu innilega velkomna í Árbæinn og hlakkar okkur mikið til að sjá Örnu Sif í Fylkisbúningnum á komandi tímabili.

Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnir með stolti að Emilía Sif Sævarsdóttir hefur skrifað undir samning við Fylki sem gildir út árið 2026.

Emilía Sif hefur spilað 28 KSÍ leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 5 mörk og kemur því með mikil gæði og Fylkishjarta inn í hópinn. Við hlökkum til að sjá Emilíu Sif aftur í Fylkisbúningum en þess má geta að hún er uppalin hjá félaginu og spilaði með yngri flokkum félagsins áður en hún skipti yfir í Fjölni og lék með þeim frá árinu 2022.

Við væntum þess að hún eigi eftir að leggja mikið af mörkum til liðsins á komandi tímabili.
Velkomin heim Emilía!

Karen Dís Vigfúsdóttir var á dögunum valin í U15 ára landsliðshóp Íslands sem tekur þátt í UEFA development móti sem haldið er í Englandi þessa dagana.

Íslenska liðið spilaði sinn fyrsta leik í gegn Englandi þar sem Karen kom inná á 70 mínútu og skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi gegn Englandi. Næsti leikur liðsins er síðan gegn Þýskalandi á sunnudag.

Við erum gríðarlega stolt af Kareni og óskum henni innilega til hamingju með fyrsta markið sitt fyrir Íslands hönd og óskum henni og liðsfélögum hennar góðs gengis í komandi leikjum.