Olivier Napiórkowski og Jón Ólafur Kjartansson hafa verið valdir á úrtaksæfingar með U16 ára landsliði drengja daganna 31.mars – 2.apríl næstkomandi.
Æfingarnar fara fram á Avis velli í Laugardal.
Olivier er fæddur 2009 og er eldfljótur vængmaður/bakvörður og miðjumaður með öflugan vinstri fót. Olivier hefur tekið þátt í leikjum meistaraflokks í vetur.
Jón Ólafur er fæddur árið 2009 og er mjög efnilegur markvörður sem leikur með 3. og 2. flokki félagsins.
Olivier Napiórkowski
Jón Ólafur Kjartansson