Árleg síldarveisla Fylkis fyrir síðasta heimaleikinn hjá strákunum 20. október var vel sótt og gekk mjög vel fyrir sig. Við þökkum þeim sem mættu. Okkar menn léku svo síðasta leik tímabilsins við skrautlegar aðstæður á Ísafirði sl. laugardag, þar sem öflug frammistaða liðsheildarinnar skilaði öruggum 1-3 sigri.
Þar með lauk formlega tímabilinu 2024 og eins og áður hefur komið fram er nýtt starfsár nú þegar hafið og undirbúningur fyrir komandi tímabil byrjar af krafti.
Næstkomandi miðvikudagskvöld er boðað til fundar þar sem nýráðnir þjálfarar meistaraflokka Fylkis, þeir Árni Freyr Guðnason og Bjarni Þórður Halldórsson kynna sig, ræða næstu skref og svara spurningum úr sal. Sigurður Þór Reynisson, yfirþjálfari knattspynudeildar og Steinar Leó Gunnarsson, yfirþjálfari yngstu flokka verða einnig viðstaddir og eru reiðubúnir til að grípa spurningar úr sal eins og þarf.
Staður: Fylkishöll.
Stund: Kl 19:30, miðvikudaginn 30. október.
Dagskrá fundarins:
- Hefðbundin störf aðalfundar Knattspyrnudeildar Fylkis. Rifjað er upp að skv. reglugerð knattspyrnudeildar og lögum félagsins er megin tilgangur fundarins að kjósa stjórn deildarinnar og fundi er síðan frestað fram á vormánuði næsta árs. Fimm einstaklingar hafa tilkynnt um framboð sitt til stjórnar: Ragnar Páll Bjarnason (formaður), Edda Sif Sigurðardóttir, Haraldur Úlfarsson, Hjördís Jóhannesdóttir og Valur Ragnarsson.
- Bjarni Þórður Halldórsson, þjálfari meistaraflokks kvenna
- Árni Freyr Guðnason, þjálfari meistaraflokks karla
Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar á meðan fundi stendur og áætlaður fundartími er um ein klukkstund.
Við skorum á allt Fylkisfólk að mæta á fundinn, hitta þjálfarana okkar og láta í sér heyra. Nýtt starfsár er hafið og við ætlum að bretta upp ermar og halda áfram starfi Knattspynudeildar Fylkis af fullum krafti.
Munum: GLEÐI, VIRÐING, METNAÐUR!
Áfram Fylkir,
Stjórn Knattspyrnudeildar