Olivier Napiórkowski hefur verið valinn á landsliðsæfingar með U16 karla dagana 26.-28.nóvember næstkomandi.

Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ undir stjórn Lúðvíks Gunnarsson, landsliðsþjálfara U16 karla.

Olivier er fæddur árið 2009 og algjör lykilmaður í 3.flokki félagsins. Olivier er eldfljótur vængmaður með öflugan vinstri fót.

 

 

Atli Björn Sverrisson og Magnús Daði Ottesen hafa verið valdir á landsliðsæfingar með U15 karla daganna 26.-28.nóvember næstkomandi. Æfingarnar fara fram í Miðgarði undir handleiðslu nýs landsliðsþjálfara U15, Ómars Inga Guðmundssonar.

Báðir drengir eru fæddir árið 2010 og eru lykilmenn í 3.flokki félagsins.

Atli er kraftmikill varnar og miðjumaður og Magnús er sóknarsinnaður miðjumaður með mikið markanef og hlökkum við til að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Óskum við þeim innilega til hamingju

Júlía Huld Birkisdóttir og Margrét Lind Zinovieva tóku þátt í æfingum U16 kvenna nú í vikunni dagana 11. og 12. nóvember undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfari U16 kvenna

Báðar stúlkur eru fæddar árið 2009 og eru lykilmenn í 3.flokki félagsins.

Júlía er öflugur markvörður og Margrét er grjótharður varnarsinnaður miðjumaður en báðar hafa verið valdar í landslið áður á árinu.

Óskum við þeim innilega til hamingju

Knattspyrnudeild Fylkis hefur ráðið Kristófer Sigurgeirsson sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla við hlið Árna Freys Guðnasonar þjálfara Fylkisliðsins. Auk þess að taka að sér starf aðstoðarþjálfara meistaraflokks mun Kristófer annast fleiri verkefni fyrir Knattspyrnudeild Fylkis, m.a. á sviði afreksþjálfunar. Kristófer lék á sínum tíma 211 leiki í tveimur efstu deildum knattspyrnunnar þar sem hann skoraði 27 mörk. Flesta þessa leiki spilaði Kristófer undir merkjum uppeldisfélagsins Breiðabliks en auk þess lék hann með Fram og Fjölni. Kristófer sem er með KSÍ A próf, hefur víðtæka reynslu á sviði þjálfunar meistaraflokka, meðal annars hjá Breiðabliki en einnig sem þjálfari karlaliðs Leiknis R. í næst efstu deild. Á síðsta tímabili var Kristófer aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Víkings R. í Bestu deild.

Ragnar Páll Bjarnason, formaður Knattspyrnudeildar Fylkis: „Við erum mjög spennt fyrir ráðningu Kristófers, bæði fyrir því sem snýr beint að þjálfun meistaraflokks, ásamt Árna Frey, en einnig fyrir öðrum verkefnum eins og afreksstarfinu sem við höldum áfram að þróa hjá okkur. Við hjá Fylki munum áfram leggja áherslu á sterka umgjörð og framúrskarandi þjálfun og hlökkum til baráttunnar fram undan undir stjórn okkar nýja teymis“.

Kristófer Sigurgeirsson, nýráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis: „Aðstaðan hjá Fylki er til fyrirmyndar og það er mikill efniviður til staðar í Árbænum. Það er líka mikill stuðningur við liðið frá Árbæingum sem gerir það alltaf skemmtilegra að mæta á völlinn. Á þessum öfluga grunni Fylkismanna og markvissri stefnu munum við byggja og koma okkur fljótt aftur í röð þeirra bestu. Þá hlakka ég mikið til þess að starfa með Árna Frey og teyminu í kringum liðið og öllu því drífandi fólki sem kemur að knattspyrnunni hér dags daglega. Það eru krefjandi verkefni í vændum fyrir Árbæinga á komandi tímabilum og gott að sjá að stefnan er sett hátt hér.“

Frá vinstri: Björn Viðar Ásbjörnsson formaður meistaraflokksráðs, Kristófer Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari, Árni Freyr Guðnason þjálfari, Arnór Gauti Brynjólfsson, styrktarþjálfari, Ragnar Páll Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar

Frá vinstri: Kristófer Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari, Árni Freyr Guðnason þjálfari, Arnór Gauti Brynjólfsson, styrktarþjálfari

Kristófer Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari

Guðmar Gauti Sævarsson leikmaður Fylkis hefur verið við æfingar hjá unglingaliðum Lyngby (U17 og U19) í þessari viku.

Guðmar átti stórleik með U-17 ára liði Lyngby á þriðjudag 1-1 gegn Nordsjælland en Guðmar Gauti átti stoðsendingu í marki Lyngby.

Guðmar sem hefur farið á kostum með U-17 ára landsliði Íslands að undanförnu og skoraði meðal annars bæði gegn Norður Makedóníu og Eistlandi í undankeppni EM 2025 er spennandi leikmaður sem gaman verður að fylgjast með áfram.

 

Síðastliðinn laugardag var Íslandsmeistaramót unglinga í kumite. Þessi komu og sáu og sigruðu!

Fylkir sigraði félagsliða keppnina og fékk bikarinn heim annað árið í röð🏆

Við erum óendanlega stolt af þessum öllum og óskum þeim til hamingju!🧡🖤🤍 Þið eruð alveg frábær og áttuð góðar viðureignir.
Þórir, Simon, Kristín, Hilmar eru Íslandsmeistarar🏆
Monja, Saker, Kristján – 🥈
Baltasar, Borghildur, Filip, Vilhjálmur, Guðmundur Týr – 🥉

Síðastliðinn laugardag fór fram lokahóf meistaraflokka Fylkis þar sem veittar voru ýmisskonar viðkurenningar.

Bestu leikmenn 2024: Tinna Brá Magnúsdóttir og Ólafur Kristófer Helgason

Efnilegustu leikmenn 2024: Kolfinna Baldursdóttir og Sigurbergur Áki Jörundsson

Aðrar viðurkenningar voru sem hér segir:

Allra flokka: Selma Schweitz Ágústdóttir, Sigrún Helga Halldórsdóttir, Guðmar Gauti Sævarsson, Theodór Ingi Óskarsson, Þorkell Víkingsson, Þórður Ingi Ingimundarson

50 leikir: Guðrún Karítas Sigurðardóttir, Kolfinna Baldursdóttir, Mist Funadóttir, Signý Lára Bjarnadóttir, Tinna Harðardóttir, Ómar Björn Stefánsson

100 leikir: Tinna Brá Magnúsdóttir, Erna Sólveig Sverrisdóttir, Eva Rut Ásþórsdóttir, Birkir Eyþórsson, Ólafur Kristófer Helgason

150 leikir: Emil Ásmundsson

250 leikir: Ragnar Bragi Sveinsson og Orri Sveinn Stefánsson

350 leikir: Ásgeir Eyþórsson

Einnig voru landsliðsmenn ársins heiðraðir en þeir eru:

Tinna Brá Magnúsdóttir U-23, Mist Funadóttir U-23, Ólafur Kristófer Helgason U-21, Stefán Gísli Stefánsson U-19, Theodór Ingi Óskarsson U-19, Guðmar Gauti Sævarsson U-17 og U-16, Elísa Björk Hjaltadóttir U-17 og U-16, Olivier Narpiókowski U-16, Birta Margrét Gestsdóttir U-16, Margrét Lind Zivonieva U-16, Magnús Daði Ottesen U-15, Atli Björn Sverrisson U-15

Knattspyrnudeild Fylkis hefur ráðið Elías Hlyn Lárusson sem nýjan aðstoðarþjálfara kvennaliðs Fylkis. Elías býr yfir fjölbreyttri reynslu, meðal annars sem yfirþjálfari yngri flokka Víkings R. og nú síðast sem þjálfari í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Stjörnunni. Elías er með KSÍ A próf og er með M.Sc. gráðu í íþróttavísindum og þjálfun.

Fylkir hafði fyrir nokkru tilkynnt að Bjarni Þórður Halldórssyni verður aðalþjálfari liðsins og auk þeirra Elíasar verða í teyminu þau Sonný Lára Þráinsdóttir, markmannsþjálfari, Arnór Gauti Brynjólfsson, styrktarþjálfari og Tinna Björk Birgisdóttir, sjúkraþjálfari.

“ Við erum gríðarlega spennt fyrir þessu þjálfarateymi og þeim áskorunum sem verða á okkar vegi í þeirri baráttu sem framundan er. “ sagði Ragnar Páll Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fylkis er hann var spurður um nýjustu vendingar af þjálfaramálum kvennaliðs Fylkis.”

Fyrstu tvær helgarnar í októbermánuði var mikið líf og fjör á Fylkissvæðinu á Bikarmóti Fylkis.
Yfir 2600 iðkendur úr 5., 6. og 7. Flokki kk og kvk sýndu takta sína í dásamlegu haustveðri.
Þrátt fyrir smá kulda létu krakkarnir það ekkert á sig fá og sýndu frábærar takta og gleðin var allsráðandi.
Fylkir þakkar öllum fyrir þátttökuna og við hlökkum til að sjá ykkur að ári