Knattspyrnudeildin tilkynnir með mikilli ánægju að Birkir Eyþórsson hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára hið minnsta, eða út keppnistímabilið 2027.

Birkir Eyþórsson, fæddur árið 2000, þarf vart að kynna fyrir Fylkisfólki. Hann hefur nánast frá fæðingarári eytt hverjum degi á Fylkisvellinum, þar sem hann lék upp alla yngri flokka félagsins. Birkir spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2019 og hefur síðan leikið 158 leiki og skorað 9 mörk.

Við óskum Birki innilega til hamingju með nýja samninginn og bindum miklar vonir við að hann hjálpi liðinu að komast aftur í Bestu deildina.

Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnir með stolti að Arna Ósk Arnarsdóttir hefur skrifað undir samning við Fylki sem gildir út árið 2026.

Við væntum þess að hún eigi eftir að leggja mikið af mörkum til liðsins á komandi tímabili. Arna Ósk hefur spilað 139 KSÍ leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 47 mörk og kemur því með mikil gæði og reynslu inn í hópinn. Arna Ósk er uppalin á Höfn í Hornarfirði og kemur frá Sindra.

Við bjóðum Örnu innilega velkomna í Árbæinn og hlakkar okkur mikið til að sjá Örnu Sif í Fylkisbúningnum á komandi tímabili.

Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnir með stolti að Emilía Sif Sævarsdóttir hefur skrifað undir samning við Fylki sem gildir út árið 2026.

Emilía Sif hefur spilað 28 KSÍ leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 5 mörk og kemur því með mikil gæði og Fylkishjarta inn í hópinn. Við hlökkum til að sjá Emilíu Sif aftur í Fylkisbúningum en þess má geta að hún er uppalin hjá félaginu og spilaði með yngri flokkum félagsins áður en hún skipti yfir í Fjölni og lék með þeim frá árinu 2022.

Við væntum þess að hún eigi eftir að leggja mikið af mörkum til liðsins á komandi tímabili.
Velkomin heim Emilía!

Karen Dís Vigfúsdóttir var á dögunum valin í U15 ára landsliðshóp Íslands sem tekur þátt í UEFA development móti sem haldið er í Englandi þessa dagana.

Íslenska liðið spilaði sinn fyrsta leik í gegn Englandi þar sem Karen kom inná á 70 mínútu og skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi gegn Englandi. Næsti leikur liðsins er síðan gegn Þýskalandi á sunnudag.

Við erum gríðarlega stolt af Kareni og óskum henni innilega til hamingju með fyrsta markið sitt fyrir Íslands hönd og óskum henni og liðsfélögum hennar góðs gengis í komandi leikjum.

María Björg snýr aftur og skrifar undir samning við Fylki!
 
Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnir með stolti að María Björg Fjölnisdóttir hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir út árið 2026. Hún snýr þar með aftur til Fylkis eftir nokkurra ára fjarveru.
María Björg hefur leikið 126 leiki á vegum KSÍ í meistaraflokki, þar af rúmlega 30 í efstu deild. Hún kemur því með mikla reynslu og gæði inn í hópinn. Á nýliðnu tímabili lék hún 13 leiki með FHL í Bestu deildinni. Á árunum 2018 til 2022 spilaði María í Fylkisbúningnum rúmlega 50 leiki og þekkir því vel til umhverfisins í Árbænum og þau háleitu markmið sem sett eru fyrir komandi tímabil.
Við bjóðum Maríu innilega velkomna aftur til félagsins og bindum miklar vonir við að kraftar hennar nýtist liðinu á komandi tímabili, þar sem markmiðið er að komast aftur í Lengjudeildina.

Ótrúleg uppbygging hjá blakdeild Fylkis!

Það er gaman að upplýsa félagsfólk okkar um að undanfarin ár hefur verið unnin gríðarlega metnaðarfull vinna á bak við blakdeild félagsins. Fyrir aðeins fjórum árum var einungis einn iðkandi í blaki hjá Fylki, en í dag fjórum árum síðar hefur deildin stækkað gríðarlega og eru nú 32 krakkar á aldrinum 8–16 ára sem æfa hjá deildinni og taka þátt í mótum undir merkjum félagsins!

Um síðustu helgi lauk Íslandsmóti BLÍ (Blaksamband Íslands) fyrir U-12, U-14 og U-16 aldurshópa, og átti Fylkir 26 fulltrúa á mótinu:

✅ 3 drengir í U-12

✅ 8 stúlkur í U-14

✅ 15 stúlkur í U-16

Við erum stolt af þessari frábæru uppbyggingu og hlökkum til að sjá blakdeildina vaxa enn meira!

Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnir með stolti að Nikulás Val hefur skrifað undir nýjan samning.

Nikulás Val Gunnarsson, sem er öllu Fylkisfólki vel kunnur, hefur skrifað undir nýjan samning við Fylki sem gildir næstu tvö ár, eða hið minnsta út keppnistímabilið 2027. Við væntum þess að hann eigi eftir að leggja mikið af mörkum til liðsins á komandi tímabilum, því hæfileikarnir hér eru óumdeildir.

Nikulás Val hefur spilað 150 leiki fyrir Fylki í meistaraflokki, þar af eru ríflega 70 í efstu deild – og þangað stefnir hann aftur með liðinu. Við hlökkum til að sjá Nikka áfram í Fylkisbúningnum á komandi árum!

Gleði – Virðing – Metnaður

Aðalfundur knattspyrnudeildar fór fram fimmtudaginn 30.október.

Kjörin var ný stjórn deildarinnar sem mun sitja næsta árið og í henni eru:

 

Stjórn knattspyrnudeildar

Ragnar Páll Bjarnason formaður

Edda Sif Sigurðardóttir

Davíð Gunnarsson

Haraldur Úlfarsson

Hjördís Jóhannesdóttir

 

Einnig var kosið í þrjú ráð deildarinnar

 

Barna og unglingaráð

Ólafur Thorarensen formaður

Auður Helga Guðmundsdóttir

Ágústa Ósk Einarsdóttir

Eiður Kristjánsson

 

Meistaraflokksráð kvenna

Kristófer Númi Hlynsson formaður

Atli Már Agnarsson

Ámundi Halldórsson

Jónína Guðrún Reynisdóttir

Júlíus Örn Ásbjörnsson

Kamilla Rún Ólafsdóttir

Sigurður Magnússon

Stefanía Guðjónsdóttir

Steinunn Jónsdóttir

 

Meistaraflokksráð karla

Björn Viðar Ásbjörnsson formaður

Árni Leó Þórðarson

Jón Þór Júlíusson

Sigfús Örn Guðmundsson

Valur Ragnarsson

Þorsteinn Lár Ragnarsson

 

Minningarsjóður Indriða Einarssonar

Loftur Ólafsson formaður

Finnur Kolbeinsson

Kristinn Tómasson

Steinunn Jónsdóttir

Þór Hauksson

 

Steinar Leó Gunnarsson nýráðinn yfirþjálfari fór svo yfir stöðu mála og áherslur næstu mánaða

Fundi var svo frestað til maí á næsta ári þegar aðalfundur félagsins fer fram

 

Björn Viðar Árbjörnsson, formaður meistaraflokksráðs karla og Heimir Guðjónsson

Knattspyrnudeild Fylkis kynnir með stolti að samkomulag hefur náðst við Heimi Guðjónsson um að taka við sem aðalþjálfari meistaraflokks karla. Heimir hefur skrifað undir samning sem gildir a.m.k. næstu tvö tímabil, eða út tímabilið 2027.

Heimir Guðjónsson er knattspyrnuunnendum vel kunnugur, en hann hefur á sínum ferli stýrt liðum FH, Vals og færeyska liðinu HB, öll með góðum árangri. Hann hefur samtals unnið átta deildartitla og fjóra bikarmeistaratitla á ferli sínum og er talinn einn sigursælasti þjálfari landsins.

Sem þjálfari hefur Heimir skilað:

  • 7 Íslandsmeistaratitlum
  • 3 bikarmeistaratitlum á Íslandi
  • 3 titlum í Færeyjum með HB á árunum 2017–2019
Auk þess á Heimir að baki yfir 300 knattspyrnuleiki sem leikmaður, þar af 6 A-landsleiki. Hann lék með liðum á borð við KR, KA, ÍA og FH.
Knattspyrnudeild Fylkis lýsir yfir mikilli ánægju með ráðningu Heimis og bindur vonir við að hann hjálpi félaginu að lyfta meistaraflokki karla á ný upp í efstu hæðir íslenskrar knattspyrnu. Stefnan er skýr, að komast aftur í deild þeirra bestu.
Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn fimmtudaginn 30.október næstkomandi kl 19:30 í samkomusal Fylkishallar.
Þau sem gefa kost á sér í stjórn skulu tilkynna um það með minnst 7 daga fyrirvara með því að senda tölvupóst á fylkir@fylkir.is.
 
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt reglugerð knattspyrnudeildar og lögum félagsins
Önnur mál
 
Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis