Fyrir leik Fylkis og Selfoss í Lengjudeildinni síðastliðinn föstudag var veittur styrkur úr minningarsjóði Egils Hrafns. Báðir 2. flokkar félaganna, Fylkis og Selfoss, fengu hvor um sig 250.000 króna styrk til eflingar á starfi sínu.

Egill Hrafn Gústafsson lést langt fyrir aldur fram þann 25. maí 2023. Egill elskaði fótbolta og spilaði með Fylki upp alla yngri flokkana. Egill Hrafn var líka mikill Selfyssingur, enda dvaldi hann stóran hluta uppvaxtaráranna á Selfossi hjá ömmu, afa og frændfólki sínu þar.

Í kjölfar andláts hans var stofnaður minningarsjóður til að heiðra minningu hans. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við verkefni sem hvetja ungmenni á aldrinum 16–20 ára til áframhaldandi þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi og þar er leikgleði, ást á fótboltanum og skemmtun höfð að leiðarljósi. Egill var litríkur og skemmtilegur einstaklingur sem fór mikið fyrir. Hann sagði hlutina eins og þeir voru, hispurslaust og án fílters. Þau sem þekktu hann eiga ótal fallegar minningar um Egil og margar góðar Egilssögur sem halda áfram að verða til.

Þetta fallega framtak heldur minningu Egils Hrafns á lofti og styður við það sem Egill sjálfur brann fyrir. Knattspyrnudeildir Fylkis og Selfoss senda fjölskyldu hans innilegar þakkir fyrir þeirra ómetanlega framlag í ungmennastarfið.

Aðalfundur íþróttafélagsins Fylkis verður haldinn þriðjudaginn 20.maí 2025 kl. 19:30 í samkomusal Fylkishallar

Dagskrá:

-Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins
-Önnur mál

Aðalstjórn Fylkis

Fjölskyldubingó á verkalýðsdaginn!

Fimleikadeild Fylkis býður til skemmtilegs fjölskyldubingós í Fylkisseli, Norðlingabraut 12, á morgun, fimmtudaginn 1. maí frá kl. 11:00 til 13:00.

Glæsilegir vinningar í boði og stemningin verður ekkert síðri!

🎟️ Fyrsta spjaldið kostar 1.000 kr.
➕ Auka spjöld á aðeins 500 kr.

Komdu með fjölskylduna og taktu þátt í þessari frábærri bingógleði!

Spilað verður á Tekk vellinum í Árbænum næstu árin

Knattspyrnudeild Fylkis og Tekk húsgagnaverslun kynna með stolti útvíkkað samstarf sem meðal annars felur í sér að aðalvöllur Fylkis mun verða nefndur Tekk völlurinn næstu árin.

Tekk, sem hefur á undanförnum árum verið einn af aðalstyrktaraðilum Knattspyrnudeildar Fylkis, tekur nú að sér enn stærra hlutverk gagnvart Fylki en verið hefur.

Tekk var stofnað árið 1998 af bræðrunum Eyþóri og Finni Kolbeinssonum og eiginkonum þeirra, Elínu Maríu Sigurjónsdóttur og Telmu Birgisdóttur – fyrst undir nafninu Tekk Vöruhús. Núverandi eigendur Tekk eru hjónin Telma Birgisdóttir og Finnur Kolbeinsson. Finnur er uppalinn Árbæingur og lék á sínum tíma hátt í 300 leiki fyrir meistaraflokk Fylkis og var sigursæll fyrirliði Fylkis um margra ára skeið.

Ragnar Páll Bjarnason, formaður Knattspyrnudeildar Fylkis: „Við höfum átt frábært samstarf við Harald Leifsson og félaga hjá Würth á undanförnum árum sem við þökkum kærlega fyrir. Á sama tíma er það gríðarlega ánægjulegt að kynna enn víðtækara samstarf við Telmu og Finn hjá Tekk. Við erum sérlega stolt af því að þétta samstarfið við Árbæinga og Fylkisfólk eins og þau. Við leyfum okkur að taka þessu sem staðfestingu á því góða starfi sem fram fer á vegum Knattspyrnudeildar Fylkis.“

Telma Birgisdóttir, eigandi Tekk: „Hjartað í Árbæ, Selás, Ártúnsholti og Norðlingaholti slær með Fylki og það er ekki annað hægt en að hrífast með. Við bjóðum allt Fylkisfólk sérlega velkomið í verslun okkar í Skógarlindinni þar sem við heitum góðum móttökum.“

Finnur Kolbeinsson, eigandi Tekk: „Við hjá Tekk höfum í langan tíma stutt með mikilli gleði við starfsemi Knattspyrnudeildar Fylkis. Ég er alinn upp í Fylki og hér er okkur að gefast tækifæri til að styðja við öflugt og ábyrgt starf Fylkis fyrir hverfið ásamt því að vekja athygli allra landsmanna á Tekk og þeim fjölbreyttu vörum sem við hjá Tekk höfum upp á að bjóða.“

Myndir: Hulda Margrét. http://huldamargret.is

Vegna væntanlegs óveðurs miðvikudaginn 5.febr munu allar æfingar falla niður.

 

 

 

 

Í dag voru þrír leikmenn heiðraðir fyrir leikjafjölda sinn hjá félaginu. Þetta eru Orri Sveinn Segatta og Ragnar Bragi Sveinsson sem fengu viðurkenningu fyrir 250 leiki og Ásgeir Eyþórsson fyrir 350 leiki. Af þessu tilefni fengu þeir afhent stórglæsileg áletruð úr frá MEBA.
 
Alls hafa þeir félagar leikið hvorki meira né minna en 876 leiki fyrir félagið. 
 
Orri Sveinn á alls að baki 256 leiki og 27 mörk fyrir Fylki, þar af 120 leiki og 15 mörk í efstu deild. Orri lék sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk Fylkis árið 2014. En meistaraflokksferil hans hófst svo fyrir alvöru þegar hann lék á láni fyrir Huginn á Austurlandi en hann lék með þeim árin 2015 og 2016. Hann varð síðan fastamaður í vörn Fylkis árið 2017 og hefur verið það allar götur síðan.
 
Ragnar Bragi Sveinsson á alls að baki 260 leiki og 27 mörk fyrir Fylki, þar af 156 leiki og 6 mörk í efstu deild. Ragnar Bragi lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2010, þá aðeins 15 ára gamall og var á þeim yngsti leikmaður í sögu félagsins. Ragnar hélt svo til Þýskalands þar sem hann lék með unglingaliðum Kaiserslautern en snéri heim í Fylki árið 2014. Ragnar hefur síðan þá leikið með Fylki utan eins tímabils með Víkingum árið 2017.
 
Ásgeir Eyþórsson á að baki 360 leiki fyrir Fylki, þar af 188 í efstu deild og hefur verið lykilmaður liðsins í mörg ár og oft borið fyrirliðabandið. Ásgeir lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í Pepsi deildinni árið 2011 og hefur verið einn tryggasti liðsmaður félagsins enda aldrei leikið með öðru félagi en Fylki.
 
Við óskum þessum frábæru leikmönnum okkar innilega til hamingju með áfangana.

 

 

 

Herrakvöld Fylkis hefur skipað fastan sess í félagslífi Fylkismanna. um áraraðir. Meistari Gísli Einarsson mun sinna veislustjórn og annast málverkauppboð, Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands ávarpar samkomuna og Björn Bragi sem fór einmitt á kostum á síðasta Herrakvöldi Fylkis mun skemmta mannskapnum ásamt því að Gunni Óla kemur með frábært tónlistaratriði.

Miðasala hér:

Herrakvöld Fylkis 2025 | Stubbur

 

Iðkendur í 4. flokki karla og 3.flokki kvenna hjá Fjölni/Fylki í handbolta sækja og farga jólatrjám í póstnúmeri 110 þann 7. janúar 2025, sem hluti af fjáröflun fyrir flokkana.

Förgun fyrir hvert tré kostar 4.000 krónur. Samhliða skráningu þarf að leggja inn á reikning 0331-26-5805, kt 571083-0519 og senda kvittun á fylkir@fylkir.is með heimilisfang sem tilvísun.

Athugið að tekið verður við skráningum til kl 22.00 þann 6. janúar og verður ekki hægt að panta förgun eftir það. Við verðum líka snemma á ferðinni þriðjudaginn 7. janúar.

Skráning fer fram hér að neðan !

https://forms.gle/MDk9jWLPMBHcDKqB9

Föstudaginn 20. desember sl. voru veittar viðurkenningar fyrir íþróttafólk Fylkis árið 2024. Einnig voru veitt heiðursmerki félagsins.

Íþróttafólk Fylkis 2024 voru valin Davíð Þór Bjarnason frá fimleikadeild og Karen Thuy Duong Vu frá karatedeild.

 

Íþróttakarl Fylkis 2024

Davíð Þór Bjarnason                   Fimleikar

Davíð var valinn í unglingalandsliðið á þessu ári 2024 og keppti hann á Norðurlandamóti í Helsinki. Hann vann til fjölda verðlauna á síðustu árum á mismunandi mótum. Davíð er í unglingalandsliði Íslands og er á góðri leið með að verða valinn til að taka þátt í alþjóðlegri keppni. Hann er ekki bara frábær íþróttamaður heldur þjálfar hann líka yngri iðkendur deildarinnar.

Íþróttakona Fylkis 2024

Karen Thuy Duong Vu                Karate

Karen hefur náð mjög góðum árangri á þessu ári, m.a.

1. Sæti á open Reykjavík International games
1. Sæti á Copenhagen Open
1. Sæti  á Íslandsmeistaramóti fullorðna
2. Sæti á Norðurlandameistaramót

Karen Thuy Duong Vu og Davíð Þór Bjarnason íþróttafólk Fylkis 2024.

 

Heiðursmerki félagsins

Heiðursmerki félagsins eru veitt þeim sem hafa unnið gott starf fyrir félagið og þá bæði um að ræða sjálfboðaliða og launaða starfsmenn.

Veitt voru silfurmerki Fylkis, gullmerki Fylkis og Fylkiskrossinn en hann er æðsta heiðursmerki félagsins.  Aðeins 20 einstaklingar mega bera heiðurskross félagsins hverju sinni.

 

Silfurmerki Fylkis

Árni Leó Þórðarson, hefur unnið frábært starf fyrir félagið á undanförnum árum og tekið þátt í mörgum verkefnum eins og framkvæmd leikja í fótboltanum á sumrin.

David Patchell, yfirþjálfari körfuknattleiksdeildar Fylkis og á stóran þátt í endurreisn deildarinnar

Hulda Björk Brynjarsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Fylkis.  Hefur gert frábæra hluti með starf deildarinnar ásamt því að koma að fleiri verkefnum innan félagsins

Kristófer Gísli Hilmarsson, þjálfari hjá fimleikadeild Fylkis.  Hef unnið fráfært starf innan deildarinnar á undanförnum árum.

Frá vinstri: Árni Leó Þórðarson, Hulda Björk Brynjarsdóttir, David Patchell

Kristófer Gísli Hilmarsson

 

Gullmerki Fylkis

Elvar Örn Þórisson, hefur starfað m.a. fyrir fótboltann og körfuboltann um árabil og tekið að sér mörg mikilvæg verkefni með frábærum árangri.

Elvar Örn Þórisson

 

Fylkiskrossinn

Óskar Sigurðsson

Óskar tók þátt í stofnun knattspyrnudeildar Fylkis og varð fyrsti formaður deildarinnar.  Einnig var hann fyrsti þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu árin 1972 og 1973.

Óskar Sigurðsson

 

Dregið hefur verið í jólahappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis og má sjá vinningsnúmerin hér fyrir neðan.

Þau sem eru með miðanr. sem dregin voru út þurfa að senda tölvupóst á fylkir@fylkir.is til að fá upplýsingar hvernig sé hægt að nálgast vinninga.

Vegna hátíðanna þá verða vinningar ekki afhentir fyrr en í byrjun janúar.

Vinsamlegast opnið neðangreindan hlekk til að sjá vinningaskrána.

Vinningsnúmer í jólahappadrætti