Kæra Fylkisfólk.

Ég vil, fh stjórnar KND og ráða deildarinnar þakka stuðningsfólki og styrktaraðilum fyrir ómetanlegan stuðning á síðustu árum.
Árið 2019 spila bæði liðin okkar á meðal þeirra bestu í PepsiMax deildum Íslandsmótsins.
Við setjum markið hátt og teljum félagið okkar eiga heima á meðal þeirra bestu.
Undanfarin ár hefur fjárhagsrammi meistaraflokksráða félagsins verið langtum minni en þeirra liða sem við berum okkur saman við. Við höfum vandað okkur við rekstur félagsins og munum halda því áfram. Það er aftur á móti ljóst að ef okkur á að takast að keppa á sanngjörnum samkeppnisgrunni við bestu lið landsins þá verðum við að auka tekjur félagsins.
Á sama tíma og við greinum þessa auknu þörf til tekjuöflunar horfum við fram á að sífellt erfiðara er að fá fyrirtæki í samstarf.
Okkur langar að mynda sterka og öfluga framvarðasveit Fylkisfólks, sem tekur höndum saman og aðstoðar okkur við rekstur deildarinnar. Þannig getum við í sameiningu eflt starf okkar góða félags enn betur. Með mánaðarlegum eða árlegum fjárframlögum höfum við ríkara tækifæri til að halda úti sterkum liðum í efstu deild og leyft okkur að setja markið hátt. Við hvetjum stuðningsfólk til að kaupa árskort og mælum sérstaklega með Árbæjarins besti stuðningsmaður.

Við treystum því á ykkar stuðning, hann skiptir okkur öllu máli.

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir formaður knattspyrnudeildar Fylkis.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Hægt að kaupa árskort inn á heimasíðu félagins (hægra megin) :
https://fylkir.felog.is/

Fylkir og OLÍS í samstarf.

Knattspyrnudeild Fylkis hefur skrifað undir samstarfssamning við OLÍS.
Það er mikil ánægja hjá félaginu að fara í samstaf með öflugu fyrirtæki eins og OLÍS.

OLÍS er með tvær stöðvar í hverfinu okkar, eina bestu þjónustustöð landsins sem er á Norðlingabraut og svo er ÓB stöð á Bíldshöfða.

Við vonumst eftir að okkar félagsmenn versli við OLÍS.

Næstu daga munum við kynna fyrir Fylkisfólki OLÍS lykil sem inniheldur afslátt af bensíni og vörum frá þeim.

Áfram Fylkir – Áfram OLÍS

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Fylkir og Íslandsbanki áfram í samstarfi.

Knattspyrnudeild Fylkis skrifaði í dag undir áframhaldandi samstarfssamning við Íslandsbanka en þessir aðilar hafa átt gott samstarf mörg síðustu ár. Íslandsbanki verður einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar.

Íslandsbanki er með útibú á Höfðabakkanum, í hverfi 110 og vonum við svo sannarlega að félagsmenn nýti sé þjónustu Íslandsbanka. Verslum í heimabyggð.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Fyrirlesturinn var haldin af Birtu Björnsdóttur, meistarnema í stjórnun og stefnumótun,
hún er með BBA viðskiptafræðigráðu í íþróttastjórnun og er hún landsliðskona í blaki til margra ára.

Það sem Birta fór yfir á þessum fyrirlestri var margt og mikið og ansi fróðlegt fyrir þjálfara Fylkis.
Sem dæmi má nefna:
Hvað er kyndbundið ofbeldi, mismunun og fordómar?
Staðreyndir um ofbeldi í íþróttum.
Hver eru æskileg samskipti þjálfara við leikmenn (bæði í persónu og á samfélagsmiðlum).
Hvað þjálfarar geta gert til að vernda sjálfa sig.
Mismunandi áherslur í þjálfun – Sigur vs. andleg heilsa og gleði. Jákvæð þjálfun (positive coaching).
Klefamenning – Hvernig er hægt að fá leikmenn til að ræða tilfinningar sínar og af hverju er það mikilvægt. Eitruð karlmennska í búningsklefanum. Fordómar fyrir samkynhneigðum. Meiðsli.
Hver er kostnaðurinn við kynferðislegt ofbeldi í íþróttum?
Hvernig búum við til umhverfi þar sem þolendur geta sagt frá?
Hvernig hægt er að þekkja einkenni þolenda ofbeldis?
Hvað gerum við ef ofbeldismál kemur upp?

Birta er að vinna að því að skipuleggja ráðstefnu um ofbeldi i íþróttum. Ráðstefnan er samvinnuverkefni hjá ÍBR, ÍSÍ, UMFÍ, Reykjavíkurborg og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Ráðstefnan fer fram 30-31 janúar 2019.
Birta er skrifa meistararitgerðina mína í samvinnu við Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um aðgerðir stjórnvalda og Mennta- og menningarmálaráðuneytis við #metoo byltingunni, með sérstaka áherslu á íþróttakonur.