Þriðjudaginn 28. maí 2024 kl. 19:30 er boðað til aðalfundar Íþróttafélagsins Fylkis í samkomusal Fylkishallar.
Dagskrá:
-Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.
-Önnur mál.
Aðalstjórn Fylkis
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Fylkis boðar til aðalfundar 30. apríl kl. 20:00 í veitingasalnum í Fylki.
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.
Önnur mál.
Allir félagsmenn, 18 ára og eldri eru kjörgengir og geta boðið sig fram til setu í stjórn eða ráðum.
Skriflegu framboði skal skila til framkvæmdastjóra félagsins hordur@fylkir.is að lágmarki 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund eða í síðasta lagi kl. 20:00, 25. apríl 2024.
Að öðru leyti vísast í lög félagsins sem finna má á heimasíðu Fylkis.
Við hvetjum alla áhugasama um að hafa samband og gefa sig fram til að taka þátt skemmtilegu starfi innan deildarinnar.
Stjórn KKD Fylkis
Það var okkur Fylkisfólki sannur heiður að bjóða fyrsta formann Knattspyrnudeildar Fylkis, Óskar Sigurðsson velkominn á Fylkisvöllinn á leik Fylkis og KR. Íþróttafélagið Fylkir var stofnað í maí mánuði árið […]
Norðurlandameistaramót í Karate!
13-14 apríl verður haldið Norðurlandameistaramótið í karate og verður mótið á Íslandi í ár!
Það er ekki oft sem svona stórt mót fer fram hérlendis og verður því töluvert áhugaverðara fyrir vikið.
Fylkir á marga fulltrúa á mótinu sem keppa fyrir Íslands hönd en það eru þau:
Ólafur Engilbert Árnason, Samuel Josh M. Ramos, Ísold Klara Felixdóttir Nökkvi Snær Kristjánsson, Karen Thuy Duong Vu, Guðmundur Týr Haraldsson og Filip Leon Kristófersson.
Mótið er haldið í laugardalshöll og kostar 1000kr inn en 12 ára og yngri fá frítt inn.
Frábært væri að sjá sem flesta á mótinu ÍG hvetjum við að sjálfsögðu alla til að koma og styðja landsliðið.
Við óskum keppendum okkar góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með þeim!
Áfram Ísland!
Frístundarvaginn mun ekki ganga í vetrarfríinu þann 19&20 febrúar.
Hann byrjar svo að ganga eftir áætlun miðvikudaginn 21.febrúar.
Dregið var í Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis 2024 þann 15.febrúar 2024. Vinnigshafar eru beðnir um að senda tölvupóst á fylkir@fylkir.is til að fá upplýsingar um afhendingu vinninga. Framvísa verður vinningsmiðanum þegar vinningur er sóttur.
utdrattur 2024