Fylkiskonur tóku á móti BFH í fyrstu umferð Kjörísbikarsins í dag og fóru með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi. Hrinurnar fóru 25-19, 25-17 og 25-15
Á aðalfundi knattspyrnudeildar 23.október var kosin ný stjórn. Formaður var kosinn Kjartan Daníelsson og aðrir í stjórn eru Stefanía Guðjónsdóttir sem verður varaformaður, Arnar Þór Jónsson verður gjaldkeri, Júlíus Örn Ásbjörnsson verður ritari og Ragnar Páll Bjarnason verður meðstjórnandi. Óskum við nýrri stjórn til hamingju með kjörið. Þau sem hættu í stjórn voru Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Sigfús Kárason og Þórður Gíslason. Þökkum við þeim fyrir frábært starf fyrir félagið og óskum þeim góðs gengis.
Ný stjórn knattspyrnudeildar Fylkis
Fylkiskonur hefja þátttöku í Kjörísbikarnum með heimaleik við BFH í Fylkishöll á sunnudag kl. 14.
Fylkisfólk er hvatt til að mæta og hvetja sitt lið.
Áfram Fylkir!!!
Minnum á aðalfund knattspyrnudeildar sem fer fram í Fylkishöll næstkomandi miðvikudag 23.október kl. 20:00 í Fylkishöll. Meðal dagskráliða verður skýrsla stjórnar, ný stjórn kjörin og svo munu Atli Sveinn Þórarinsson og Margrét Magnúsdóttir sem eru í þjálfarateymi meistaraflokka deildarinnar mæta á fundinn og vera með stutta kynningu á komandi tímabili. Margrét er einnig yfir þjálfari kvennaflokka deildarinnar. Allir velkomnir.
Fylkisstrákarnir Birkir Jakob Jónsson og Heiðar Máni Hermannsson spiluðu í gær fyrsta landsleikinn sinn á UFEA móti í Póllandi. Leikurinn var á móti Bandaríkjunum og tapaðist 1-2. Til hamingju strákar og áfram Ísland.
Minnum á Villibráðakvöld handknattleiksdeildar Fylkis. Miðasala í Fylkishöll.
Kæru foreldrar og forráðamenn,
Miðvikudaginn 6.11 kl. 19:00 fer fram árlegt unglingadómaranámskeið í Fylkishöll á vegum KSÍ. Námskeiðið er ætlað iðkendum, þjálfurum, foreldrum/forráðamönnum og öllum þeim sem hafa áhuga á að prófa dómgæslu. Iðkendur frá yngra ári í 3. flokki og upp úr, mega fara á námskeiðið. Námskeiði er tvíþætt. Fyrri hluti er frá kl. 19:00 – 21:00 þann 6.11 og viku síðar er stutt próf sem þarf að standast til að öðlast réttindi sem unglingadómari.
Unglingadómarar hafa réttindi til að dæma í 4. flokki og sem aðstoðardómarar upp í 2. flokk. Athugið að KSÍ býður einnig upp á héraðsdómaranámskeið í framhaldinu, sem gefur réttindi til að dæma í öllum flokkum. Ekkert þátttökugjald er á námskeiðin.
Á hverju ári eru spilaðir u.þ.b. 200 heimaleikir í yngri flokkum Fylkis, sem þarf að manna með dómara og aðstoðardómara á hvern leik. Það er því nóg af verkefnum fyrir áhugasama dómara en á síðustu árum hefur dómgæsla á vegum Fylkis verið til fyrirmyndar, sbr. viðurkenningu fyrir dómaramál sem félagið fékk á 72. ársþingi KSÍ árið 2018. Iðkendur í 2. og 3. flokkir KVK og KK sjá að mestu um hlutverk aðstoðardómara en mikilvægt að fá fleiri aðila að borðinu sem geta tekið að sér hlutverk aðaldómara.
Til þess að við getum haldið áfram þessu góða starfi er mikilvægt að fá fleiri foreldra/forráðamenn til að sinna dómgæslu og því hvetjum við alla til að mæta á námskeiðið. Kostir þess að sinna dómgæslu er meðal annars:
- Skemmtileg hreyfing í góðum félagsskap.
- Þeir sem klára prófið og dæma 15 leiki fá dómaraskírteini KSÍ sem veitir ókeypis aðgang að öllum leikjum á Íslandi – Deild, bikar og landsleiki.
- Greitt er fyrir dómgæslu hjá Fylki samkvæmt gjaldskrá.
- Áhugasamir geta í framhaldinu sótt um að dæma leiki hjá KSÍ og hafa margir dómarar á vegum Fylkis gert það.
- Góð leið til að kynnast starfsemi félagsins betur og iðkendum þess.
Við vonum að sem flestir skrái sig á námskeiðið og endilega deilið þessu sem víðast.
Skráning fer fram hjá Halldóri Steinssyni íþróttafulltrúa Fylkis. doristeins@fylkir.is
Endilega hafið samband ef spurningar vakna,
kveðja
Ólafur Bjarkason dómarastjóri Fylkis
S: 6919614
Lenovo deildin er hálfnuð og strákarnir okkar í CS:GO eru jafnir Dusty í öðru sæti.
Í kvöld mætum við liði Dusty aftur og ætlum okkur ekkert annað en sigur eftir að hafa tapað fyrir þeim í fyrstu umferð.
Hægt er að horfa á leikinn sem byrjar klukkan 21:30 á https://www.twitch.tv/rafithrottir
Lið Fylkis fyrir þetta tímabil eru eftirfarandi;
Bjarni Þór „Bjarnii“ Guðmundsson, 18 ára
Kristinn Andri ,,CaPPing! Jóhannesson, 25 ára
Þorsteinn ,,th0rsteinnf“ Friðfinnsson, 19 ára
Stefán Ingi ,,StebbiC0C0″ Guðjónsson 18 ára
Eðvarð Þór ,, EddezeNNN“ Heimisson 19 ára
Fyrir þá sem þekkja til Discords þá vorum við að opna Fylkis Discord rás þar sem við munum horfa saman á okkar lið keppa, nýta spjallrásirnar sem stafræna áhorfendastúku.
Einnig er hægt að fylgjast með CS:GO liðinu á Instagram og twitter
https://www.instagram.com/fylkir.gg/
https://twitter.com/fylkirgg
Kjartan með kvennalið Fylkis næstu tvö árin, Berglind áfram.
Meistaraflokksráð Fylkis hefur verið að klára samninga við þjálfara og leikmenn undanfarna daga.
Það er búið að semja við 5 manna þjálfarateymi til tvegga ára. Kjartan Stefánsson verður áfram aðalþjálfari liðsins en hann hefur gert góða hluti með liðið síðustu tvö ár. Sigurður Þór Reynisson verður áfram aðstoðarþjálfari en hann hefur unnið með Kjartani síðustu ár. Margrét Magnúsdottir sem var yfirþjálfari hjá Val síðustu ár kemur inn í teymið en Magga er Árbæingur og spilaði með Fylki í yngri flokkum. Á sama tíma samdi félagið við Þorstein Magnússon markmannsþjálfara sem kom inn I teymið fyrir síðasta tímabil og stóð sig vel. Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir fyrrum leikmaður liðsins mun sjá um styrktarþjálfun liðsins næstu tvö árin.
Á sama tíma og samið var við þjálfarateymið var samið áfram við sex leikmenn. Allt eru þetta leikmenn sem hafa spilað með Fylki síðustu ár. Leikmennirnir sem um ræðir eru:
Berglind Rós Ágústsdóttir kom til Fylkis frá Val fyrir tímabilið 2017. Hún hefur staðið sig frábærlega síðan hún kom til Fylkis en hún hefur spilað 72 leiki í efstu deild, flesta þeirra með Fylki. Berglind hefur spilað 14 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Tinna Björg Bigisdóttir kom til Fylkis fyrir tímabilið 2017. Hún hefur spilað 29 leiki í efstu deild og 3 leiki með yngri landsliðum Íslands. Tinna missti af síðasta tímibili vegna meiðsla en verður vonandi komin á fullt skrið á næsta tímabili.
Hulda Sigurðardóttir kom til Fylkis 2009 frá Leikni. Hún er einn reynslumesti leikmaður liðsins en hún hefur hefur spilað 48 leiki í efstu deild, alla fyrir Fylki. Hulda spilaði 10 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Hulda Hrund Arnardóttir er uppalin í Fylki. Hún hefur spilað 68 leiki í efstu deild með Fylki. Hulda er í námi í USA en styttist í að hún klári það og komi alfarið heim. Hún spilaði 20 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Birna Kristín Eiríksdóttir sem er uppalin í Fylki er efnilegur leikmaður sem hefur verið óheppin með meiðsli undanfarin á. Hún hefur spilað 8 leiki í efstu deild fyrir Fylki.
Sigrún Salka Hermannsdóttir kom í Fylki 2017 frá Sindra. Hún er varnarmaður sem hefur spilað 73 meistaraflokksleiki, þar af 21 leik í efstu deild fyrir Fylki.
,, Við erum mjög sátt hér í Árbænum með þessa ráðningu á þjálfarateyminu hjá okkur og eins að ná að semja við þessa leikmenn. Við erum sannfærð um að við erum það lið sem getur boðið leikmönnum upp á bestu þjónustu á landinu eftir að hafa samið við þetta öfluga þjálfarateymi. Fylkir var með yngsta liðið í efstu deild á tímabilinu sem var að klárast og er gaman að sjá þessar ungu stelpur þróast með góðri hjálp eldri leikmanna liðsins. Það eru spennandi tímar framundan hjá Fylki,“ segir Kolbrún Arnardóttir formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Fylki.