Kjartan með kvennalið Fylkis næstu tvö árin, Berglind áfram.

Meistaraflokksráð Fylkis hefur verið að klára samninga við þjálfara og leikmenn undanfarna daga.

Það er búið að semja við 5 manna þjálfarateymi til tvegga ára. Kjartan Stefánsson verður áfram aðalþjálfari liðsins en hann hefur gert góða hluti með liðið síðustu tvö ár. Sigurður Þór Reynisson verður áfram aðstoðarþjálfari en hann hefur unnið með Kjartani síðustu ár. Margrét Magnúsdottir sem var yfirþjálfari hjá Val síðustu ár kemur inn í teymið en Magga er Árbæingur og spilaði með Fylki í yngri flokkum. Á sama tíma samdi félagið við Þorstein Magnússon markmannsþjálfara sem kom inn I teymið fyrir síðasta tímabil og stóð sig vel. Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir fyrrum leikmaður liðsins mun sjá um styrktarþjálfun liðsins næstu tvö árin.

Á sama tíma og samið var við þjálfarateymið var samið áfram við sex leikmenn. Allt eru þetta leikmenn sem hafa spilað með Fylki síðustu ár. Leikmennirnir sem um ræðir eru:
Berglind Rós Ágústsdóttir kom til Fylkis frá Val fyrir tímabilið 2017. Hún hefur staðið sig frábærlega síðan hún kom til Fylkis en hún hefur spilað 72 leiki í efstu deild, flesta þeirra með Fylki. Berglind hefur spilað 14 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Tinna Björg Bigisdóttir kom til Fylkis fyrir tímabilið 2017. Hún hefur spilað 29 leiki í efstu deild og 3 leiki með yngri landsliðum Íslands. Tinna missti af síðasta tímibili vegna meiðsla en verður vonandi komin á fullt skrið á næsta tímabili.

Hulda Sigurðardóttir kom til Fylkis 2009 frá Leikni. Hún er einn reynslumesti leikmaður liðsins en hún hefur hefur spilað 48 leiki í efstu deild, alla fyrir Fylki. Hulda spilaði 10 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Hulda Hrund Arnardóttir er uppalin í Fylki. Hún hefur spilað 68 leiki í efstu deild með Fylki. Hulda er í námi í USA en styttist í að hún klári það og komi alfarið heim. Hún spilaði 20 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Birna Kristín Eiríksdóttir sem er uppalin í Fylki er efnilegur leikmaður sem hefur verið óheppin með meiðsli undanfarin á. Hún hefur spilað 8 leiki í efstu deild fyrir Fylki.

Sigrún Salka Hermannsdóttir kom í Fylki 2017 frá Sindra. Hún er varnarmaður sem hefur spilað 73 meistaraflokksleiki, þar af 21 leik í efstu deild fyrir Fylki.

,, Við erum mjög sátt hér í Árbænum með þessa ráðningu á þjálfarateyminu hjá okkur og eins að ná að semja við þessa leikmenn. Við erum sannfærð um að við erum það lið sem getur boðið leikmönnum upp á bestu þjónustu á landinu eftir að hafa samið við þetta öfluga þjálfarateymi. Fylkir var með yngsta liðið í efstu deild á tímabilinu sem var að klárast og er gaman að sjá þessar ungu stelpur þróast með góðri hjálp eldri leikmanna liðsins. Það eru spennandi tímar framundan hjá Fylki,“ segir Kolbrún Arnardóttir formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Fylki.

Góð kvöldstund með iðkendum sem kveðja 2. flokk!

Ungmenni sem fædd eru árið 2000 og voru að ljúka sínu síðasta ári í yngri flokka starfi Fylkis var boðið í létt spjall og veitingar þann 26. september síðastliðinn.

Boðið var upp á léttar veitingar ásamt því að Jón Steindór Þorsteinsson sem hefur þjálfað unga iðkendur félagsins til margra ára og Ólafur Ingi Skúlason fyrirliði meistaraflokks mættu og ræddu við hópinn. Rætt var um mikilvægi þess að halda í vinskapinn og að muna allar góðu stundirnar auk þess sem ungmennunum voru kynntar ýmsar leiðir til að halda áfram að spila knattspyrnu ef þau óska þess. Þau voru hvött eindregið til að halda áfram að vera virk innan félagsins hvort sem það verður sem leikmenn, dómarar, stjórnarfólk, sjálfboðaliðar eða öflugt stuðningsfólk.
Formaður knattspyrnudeildar þakkaði þeim kærlega fyrir samveruna og allt þeirra framlag hingað til og færði þeim árskort á heimaleiki félagsins næsta sumar.

Margt af þessu unga og efnilega fólki hefur æft og spilað með félaginu í fjölda ára og vonandi hafa þau haft eins mikið gagn og gaman af verkefnunum eins og félagið hefur haft af því að fylgjast með þeim vaxa og dafna. Knattspyrnudeild Fylkis er stolt af þessu unga fólki og vonar að þessi öflugi hópur haldi ávallt merki félagsins hátt á lofti, innan vallar sem utan og að þau horfi til baka á tíma sinn í yngri flokkum félagsins með hlýju í hjarta.

Á myndinni má sjá þá iðkendur sem höfðu tök á því að sitja kvöldstundina ásamt Jóni Steindór Þorsteinssyni og Ólafi Inga Skúlasyni.

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Síðasti leikur í Pepsí MaX-deild karla er á morgun.

KA – Fylkir
Laugardagur kl 14:00

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

 

Dregið var í sumarhappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis hjá Sýslumanni 10.september. Vinninghafar er vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við Elsu fjármálastjóra Fylkis í síma 775-9078 eða með því að senda tölvupóst á elsa@fylkir.is.

 

Vinningsnúmer í sumarhappadrætti

Síðasti heimaleikur hjá strákunum á sunnudag.

Minnum á Síldarveisluna í boði ORA og Gæðabaksturs. Frítt fyrir alla en hún byrjar l 12:00.

STÓRLEIKUR

Miðvikudag 11.9. 2019
Kl 19:00
Würth völlurinn 
Elliði – Hvíti riddarinn
4. deild karla

Mætum og styðjum Elliða.

FYLKIR OG ELLIÐI ÁRBÆJARINS BESTA

Mynd frá Einar Ásgeirsson.

Dregið var í sumarhappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis hjá Sýslumanni 10.september. Vinninghafar er vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við Elsu fjármálastjóra Fylkis í síma 775-9078 eða með því að senda tölvupóst á elsa@fylkir.is.

 

Vinningsnúmer í sumarhappadrætti

PEPSÍ MAX-DEILD KVENNA
Sunnudagur 8.september kl 14:00
SELFOSS – FYLKIR

Mætum á Selfoss og styðjum Fylkisstelpur.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BETSA

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.