,

ÁRSKORT 2020

Kæra Fylkisfólk
Nú er árskortsala hafin en það er hægt að kaupa kort hér https://fylkir.felog.is/
Sala árskorta er ein mikilvægasta fjáröflun knattspyrnudeildar og vonumst við því eftir að Fylkisfólk tryggi sér kort.
Það verður takmörkun á áhorfendum í byrjun móts og munu þeir sem eru með árskort ganga fyrir á leikina.
Nánari útfærsla varðandi framkvæmd leikja verður gefin út þegar styttist í mót.
Fylkir mun fylgja fyrirmælum Almannavarna um viðburði. Við biðjum Fylkisfólk að sýna því skilning.
ATH þeir gestamiðar (aukamiðar) sem fylgja árskortum þetta árið er eingöngu hægt að nota eftir að samkomubanni lýkur.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA