
Íþróttafélagið Fylkir heiðraði íþróttafólk sitt fyrir árið 2025, föstudaginn 19. desember, þegar tilkynnt var um val á íþróttafólki ársins hjá félaginu.
Ásgeir Eyþórsson er reynslumesti og leikjahæsti leikmaður í sögu Knattspyrnudeildar Fylkis. Ásgeir hefur leikið allan sinn feril með Fylki og hefur alls spilað 393 leiki fyrir meistaraflokk félagsins, þar af 188 í efstu deild.
Signý Lára er uppalin í Árbænum og gegndi á yfirstöðnu tímabili hlutverki fyrirliða meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Hún var einn af lykilmönnum liðsins og er þekkt fyrir mikinn metnað, óbilandi vinnusemi og að gefast aldrei upp.
Auk þeirra voru Saker Nasser úr Karatedeild Fylkis og Þórarinn Gunnar Óskarsson úr Körfuknattleiksdeild tilnefndir sem íþróttafólk Fylkis árið 2025.
Öll eru þau frábærar fyrirmyndir innan félagsins og óskum við þeim innilega til hamingju með tilnefninguna og þá viðurkenningu sem henni fylgir.



Hörður Guðjónsson framkv. stjóri Fylkis, Signý Lára Bjarnadóttir, Ásgeir Kolbeinsson (f.h. Ásgeirs) og Björn Gíslason formaður félagsins.

T.v. Hörður Guðjónsson framkv. stjóri Fylkis, Signý Lára Bjarnadóttir, Eyþór Kolbeinsson (f.h. Ásgeirs), Saker Nasser, Þórarinn Gunnar Óskarsson og Björn Gíslason formaður félagsins





Okkar reynslumesti og leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi, Ásgeir Eyþórsson, hefur ákveðið að segja þetta gott í boltanum og leggja skónna frægu á hilluna. Meiri Fylkismann er vart hægt að finna, en Ásgeir hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár, spilað lykilhlutverk innan vallar sem utan og verið mikill leiðtogi fyrir félagið.


















