Aðalfundur knattspyrnudeildar fór fram fimmtudaginn 30.október.

Kjörin var ný stjórn deildarinnar sem mun sitja næsta árið og í henni eru:

 

Stjórn knattspyrnudeildar

Ragnar Páll Bjarnason formaður

Edda Sif Sigurðardóttir

Davíð Gunnarsson

Haraldur Úlfarsson

Hjördís Jóhannesdóttir

 

Einnig var kosið í þrjú ráð deildarinnar

 

Barna og unglingaráð

Ólafur Thorarensen formaður

Auður Helga Guðmundsdóttir

Ágústa Ósk Einarsdóttir

Eiður Kristjánsson

 

Meistaraflokksráð kvenna

Kristófer Númi Hlynsson formaður

Atli Már Agnarsson

Ámundi Halldórsson

Jónína Guðrún Reynisdóttir

Júlíus Örn Ásbjörnsson

Kamilla Rún Ólafsdóttir

Sigurður Magnússon

Stefanía Guðjónsdóttir

Steinunn Jónsdóttir

 

Meistaraflokksráð karla

Björn Viðar Ásbjörnsson formaður

Árni Leó Þórðarson

Jón Þór Júlíusson

Sigfús Örn Guðmundsson

Valur Ragnarsson

Þorsteinn Lár Ragnarsson

 

Minningarsjóður Indriða Einarssonar

Loftur Ólafsson formaður

Finnur Kolbeinsson

Kristinn Tómasson

Steinunn Jónsdóttir

Þór Hauksson

 

Steinar Leó Gunnarsson nýráðinn yfirþjálfari fór svo yfir stöðu mála og áherslur næstu mánaða

Fundi var svo frestað til maí á næsta ári þegar aðalfundur félagsins fer fram

 

Björn Viðar Árbjörnsson, formaður meistaraflokksráðs karla og Heimir Guðjónsson

Knattspyrnudeild Fylkis kynnir með stolti að samkomulag hefur náðst við Heimi Guðjónsson um að taka við sem aðalþjálfari meistaraflokks karla. Heimir hefur skrifað undir samning sem gildir a.m.k. næstu tvö tímabil, eða út tímabilið 2027.

Heimir Guðjónsson er knattspyrnuunnendum vel kunnugur, en hann hefur á sínum ferli stýrt liðum FH, Vals og færeyska liðinu HB, öll með góðum árangri. Hann hefur samtals unnið átta deildartitla og fjóra bikarmeistaratitla á ferli sínum og er talinn einn sigursælasti þjálfari landsins.

Sem þjálfari hefur Heimir skilað:

  • 7 Íslandsmeistaratitlum
  • 3 bikarmeistaratitlum á Íslandi
  • 3 titlum í Færeyjum með HB á árunum 2017–2019
Auk þess á Heimir að baki yfir 300 knattspyrnuleiki sem leikmaður, þar af 6 A-landsleiki. Hann lék með liðum á borð við KR, KA, ÍA og FH.
Knattspyrnudeild Fylkis lýsir yfir mikilli ánægju með ráðningu Heimis og bindur vonir við að hann hjálpi félaginu að lyfta meistaraflokki karla á ný upp í efstu hæðir íslenskrar knattspyrnu. Stefnan er skýr, að komast aftur í deild þeirra bestu.
Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn fimmtudaginn 30.október næstkomandi kl 19:30 í samkomusal Fylkishallar.
Þau sem gefa kost á sér í stjórn skulu tilkynna um það með minnst 7 daga fyrirvara með því að senda tölvupóst á fylkir@fylkir.is.
 
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt reglugerð knattspyrnudeildar og lögum félagsins
Önnur mál
 
Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis

Frá vinstri: Emil Ásmundsson, Signý Lára Bjarnadóttir, Theodór Ingi Óskarsson & Sara Rún Antonsdóttir

Lokahóf knattspyrnudeildar Fylkis fór fram við hátíðlega athöfn laugardaginn 27. september. Þar var tímabili meistaraflokka karla og kvenna gert upp og leikmönnum veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi frammistöðu á nýafstöðnu tímabili. Að auki voru veitt sérstök heiðursverðlaun fyrir leikjafjölda og efnilegustu leikmenn ársins voru útnefndir.

Það eru leikmenn sjálfir sem kjósa besta og efnilegasta leikmann ársins.

Verðlaunahafar ársins 2025

  • Besti leikmaður meistaraflokks karla: Emil Ásmundsson

  • Besti leikmaður meistaraflokks kvenna: Signý Lára Bjarnadóttir

  • Efnilegasti leikmaður meistaraflokks karla: Theodór Ingi Óskarsson (19 ára)

  • Efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna: Sara Rún Antonsdóttir (18 ára)

Við óskum þeim innilega til hamingju með frábært tímabil.

Heiðursverðlaun fyrir leikjafjölda

Á hátíðinni voru einnig veitt verðlaun fyrir leikjafjölda, sem eru merki um mikinn trúnað, þrautseigju og tengsl við félagið.

Leikmenn sem hafa spilað með öllum yngri flokkum Fylkis og spiluðu sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk á árinu:

  • Anna Sóley Garðarsdóttir
  • Eyjólfur Andri Sverrisson
  • Guðmundur Ernir Brynjarsson
  • Hildigunnur Einarsdóttir
  • Ívar Hrafn Atlason
  • Jóel Baldursson
  • Karen Dís Vigfúsdóttir
  • Nói Hrafn Ólafsson
  • Magnús Daði Ottesen
  • Olivier Napiórkowski
  • Rebekka Myrra Ólafsdóttir
  • Sigríður Karitas Skaftadóttir

50 leikir fyrir Fylki

  • Elísa Björk Hjaltadóttir

  • Guðmundur Tyrfingsson
  • Theodór Ingi Óskarsson

  • Þóroddur Víkingsson

100 leikir fyrir Fylki

  • Arnór Breki Ásþórsson

  • Benedikt Daríus Garðarsson

  • Marija Radojicic

150 leikir fyrir Fylki

  • Birkir Eyþórsson

  • Ólafur Kristófer Helgason

Við óskum öllum þessum leikmönnum innilega til hamingju með þennan merka áfanga og þökkum þeim fyrir þeirra mikilvæga framlag til Fylkis.

Knattspyrnudeild Fylkis hefur gengið frá samkomulagi við Sigurð Þór Reynisson um að hann taki við sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna og hefur hann skrifað undir tveggja ára samning.

Af þeim sökum mun hann láta af störfum sem yfirþjálfari yngri flokka en gegnir þeirri stöðu út nóvembermánuð. Stjórn BUR vill þakka Sigga innilega fyrir frábært starf í þágu yngri flokka félagsins síðustu ár. Við hlökkum til að fylgjast með honum taka næstu skref í sínum þjálfaraferli og óskum meistaraflokki kvenna til hamingju með ráðninguna.

Siggi þekkir innviði félagsins afar vel og verður mikilvægt innlegg í þá uppbyggingu sem framundan er hjá kvennaliðinu. Hann sendir jafnframt sínar bestu þakkir til allra iðkenda, foreldra, BUR-ara, samstarfsmanna og annarra hagaðila fyrir frábært samstarf hingað til.

Stjórn meistaraflokksráðs kvenna.

Knattspyrnudeild Fylkis hefur styrkt sig með tveimur öflugum leikmönnum fyrir kvennaliðið, en þær Hallgerður Kristinsdóttir og Margrét Ingþórsdóttir munu leika með okkur út keppnistímabilið 2025.

Hallgerður, 23 ára gömul hafsent, kemur á láni frá Gróttu þar sem hún hefur leikið frá árinu 2022. Hún er uppalin hjá Val en hóf meistaraflokksferilsinn hjá Tindastóli áður en hún gekk til liðs við Gróttu. Hallgerður hefur leikið alls 91 KSÍ leiki og skorað í þeim 3 mörk.

Margrét Ingþórsdóttir er 36 ára gamall og reynslumikill markvörður sem mun taka við keflinu af Bergljótu Júlíönu, sem heldur til Bandaríkjanna í háskólaboltan. Margrét mun standa á milli stanganna út tímabilið. Hún hefur leikið 209 leiki á vegum KSÍ á ferlinum, þar af 3 leiki fyrir Fylki árið 2013.

Um er að ræða gríðarlega mikilvægan liðsstyrk fyrir síðari hluta tímabilsins og hlökkum við til að sjá þær í appelsínugula búningnum!

Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnir með ánægju að Arnar Grétarsson hefur samþykkt að taka við sem nýr aðalþjálfari karlaliðs Fylkis út keppnis tímabilið 2025.

Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn, Arnar Grétarsson, mun taka við liðinu strax og verður hans fyrsta verkefni á föstudaginn, þegar Njarðvík kemur í heimsókn á Tekk völlinn. Arnar á að baki farsælan feril sem leikmaður með liðum á borð við Glasgow Rangers, AEK  Aþenu og Lokeren, auk þess að hafa leikið 72 landsleiki fyrir Ísland.

Síðar starfaði hann sem tæknilegur ráðgjafi hjá AEK Aþenu og sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge, auk þess að þjálfa Breiðablik, Roeselare, KA og nú síðast hjá Val.

Mér finnst vera mikið upside í því að koma hingað til Fylkis. Hér er fullt af flottum leikmönnum, skemmtilegur völlur og ég hef verið að fylgjast með liðinu. Ég hef oft horft hýrum augum til Árbæjarins, bæði vegna aðstæðna, vallarins og Lautarinnar. Þegar þetta tækifæri kom upp var ákvörðunin því frekar einföld að mínu mati.

Sagði Arnar Grétarsson við undirskrift í dag

Stjórn Fylkis lýsir yfir ánægju með ráðninguna.

Við teljum Arnar rétta manninn til að leiða þetta unga og metnaðarfulla lið áfram og treystum honum til að byggja upp af krafti, bæði til skemmri og lengri tíma

Við bjóðum Arnari hjartanlega velkominn til starfa og hlökkum til að fylgjast með þróun liðsins á næstu mánuðum undir hans stjórn.

Hér fyrir neðan má finna einlægt viðtal við Arnar Grétarsson, tekið við undirritun samnings í kvöld.

Knattspyrnudeild Fylkis og Árni Freyr Guðnason hafa komist að samkomulagi um að Árni
Freyr láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla frá og með deginum í dag, 14. júlí.
Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis þakkar Árna Frey fyrir hans framlag til félagsins og óskar
honum góðs gengis í framtíðinni.
Knattspyrnudeild Fylkis hefur hafið leit að nýjum þjálfara meistaraflokks karla.

fh. stjórnar knattspyrnudeildar Fylkis,
Ragnar Páll Bjarnason, formaður

Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við Mána Austmann Hilmarsson og kemur hann til félagsins frá Fjölni.

Máni, sem er fæddur 1998, kemur með mikla reynslu í framlínu Fylkis. Hann var m.a. markahæsti leikmaður Fjölnis í Lengjudeildinni á síðasta tímabili með 14 mörk í deild og bikar. Máni hóf meistaraflokksferil sinn hjá Stjörnunni og fór þaðan til unglingaliðs FCK í Kaupmannahöfn en hann hefur m.a. leikið með FH, Leikni, HK og ÍR. Samtals á Máni 193 leiki í meistaraflokki hér á landi og hefur skorað í þeim 41 mark.

Björn Viðar Ásbjörnsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis:

„Máni er öflug viðbót við leikmannahóp Fylkis og við reiknum með honum í hóp 18. júlí á móti Njarðvík, eftir að leikmannaglugginn opnar. Máni er öflugur sóknarmaður sem hefur fyrir löngu sannað sig í þessari deild og það styrkir hópinn að fá hann með okkur í baráttuna um að tryggja okkur aftur upp í efstu deild.“

,,Ég hlakka mikið til að komast aftur á fullt í deildinni. Fylkir er með mjög sterkan leikmannahóp og skemmtilega blöndu af ungum og efnilegum leikmönnum í bland við þrautreynda eldri leikmenn og spennandi þjálfarateymi. Það er sett krafa á liðið að gera alvöru atlögu að því að fara beint upp aftur eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni í fyrra og ég held að ég eigi eftir að geta lagt mitt af mörkum í þeirri baráttu.“ var haft eftir Mána við undirskrift

Við bjóðum Mána Austmann hjartanlega velkominn í Árbæinn og hlökkum við til að sjá hann skína í appelsínugulu í sumar!

Fyrir leik Fylkis og Selfoss í Lengjudeildinni síðastliðinn föstudag var veittur styrkur úr minningarsjóði Egils Hrafns. Báðir 2. flokkar félaganna, Fylkis og Selfoss, fengu hvor um sig 250.000 króna styrk til eflingar á starfi sínu.

Egill Hrafn Gústafsson lést langt fyrir aldur fram þann 25. maí 2023. Egill elskaði fótbolta og spilaði með Fylki upp alla yngri flokkana. Egill Hrafn var líka mikill Selfyssingur, enda dvaldi hann stóran hluta uppvaxtaráranna á Selfossi hjá ömmu, afa og frændfólki sínu þar.

Í kjölfar andláts hans var stofnaður minningarsjóður til að heiðra minningu hans. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við verkefni sem hvetja ungmenni á aldrinum 16–20 ára til áframhaldandi þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi og þar er leikgleði, ást á fótboltanum og skemmtun höfð að leiðarljósi. Egill var litríkur og skemmtilegur einstaklingur sem fór mikið fyrir. Hann sagði hlutina eins og þeir voru, hispurslaust og án fílters. Þau sem þekktu hann eiga ótal fallegar minningar um Egil og margar góðar Egilssögur sem halda áfram að verða til.

Þetta fallega framtak heldur minningu Egils Hrafns á lofti og styður við það sem Egill sjálfur brann fyrir. Knattspyrnudeildir Fylkis og Selfoss senda fjölskyldu hans innilegar þakkir fyrir þeirra ómetanlega framlag í ungmennastarfið.