Stefán Logi Sigurjónsson og Olivier Napiórkowski hafa verið valdir á leikstöðuæfingar með yngri landsliðum Íslands.
Knattspyrnusvið KSÍ mun dagana 28-29 janúar boða til leikstöðuæfinga fyrir varnarmenn. Um er að ræða tilraunaverkefni sem hefur verið í undirbúningi í nokkurn tíma. Á æfingunum verður eingöngu unnið með varnarleik auk þess að leikmenn þurfa að vinna verkefni milli æfinga tengt varnarleik.
Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari karla mun hafa umsjón með æfingunum ásamt landsliðsþjálfurum yngri landsliða. Fyrrum landsliðsmenn Íslands, Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson munu einnig þjálfa á æfingunum.
Stefán Logi er fæddur árið 2008 og leikmaður í 2.flokki. Stefán Logi tók þátt í æfingaleikjum meistaraflokks í lok síðasta árs. Þá var hann ónotaður varamaður í Mjólkurbikarleik gegn KR sumarið 2023 og lék tvo leiki með Elliða sl. sumar. Hann á 3 landsleiki að baki fyrir U-15 ára landslið Íslands. Stefán er kröftugur miðvörður sem getur einnig leyst fleiri stöður á vellinum.
Olivier er fæddur árið 2009 og því enn í 3.flokki hefur æft með meistaraflokki í upphafi nýs tímabils og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í sigri á Fram nú í janúar. Hann hefur verið í æfingahópi hjá U-16 ára landsliði Íslands. Olivier er eldfljótur vængmaður/bakvörður með öflugan vinstri fót.
Stefán Logi Sigurjónsson
Olivier Napiórkowski