Spilað verður á Tekk vellinum í Árbænum næstu árin

Knattspyrnudeild Fylkis og Tekk húsgagnaverslun kynna með stolti útvíkkað samstarf sem meðal annars felur í sér að aðalvöllur Fylkis mun verða nefndur Tekk völlurinn næstu árin.

Tekk, sem hefur á undanförnum árum verið einn af aðalstyrktaraðilum Knattspyrnudeildar Fylkis, tekur nú að sér enn stærra hlutverk gagnvart Fylki en verið hefur.

Tekk var stofnað árið 1998 af bræðrunum Eyþóri og Finni Kolbeinssonum og eiginkonum þeirra, Elínu Maríu Sigurjónsdóttur og Telmu Birgisdóttur – fyrst undir nafninu Tekk Vöruhús. Núverandi eigendur Tekk eru hjónin Telma Birgisdóttir og Finnur Kolbeinsson. Finnur er uppalinn Árbæingur og lék á sínum tíma hátt í 300 leiki fyrir meistaraflokk Fylkis og var sigursæll fyrirliði Fylkis um margra ára skeið.

Ragnar Páll Bjarnason, formaður Knattspyrnudeildar Fylkis: „Við höfum átt frábært samstarf við Harald Leifsson og félaga hjá Würth á undanförnum árum sem við þökkum kærlega fyrir. Á sama tíma er það gríðarlega ánægjulegt að kynna enn víðtækara samstarf við Telmu og Finn hjá Tekk. Við erum sérlega stolt af því að þétta samstarfið við Árbæinga og Fylkisfólk eins og þau. Við leyfum okkur að taka þessu sem staðfestingu á því góða starfi sem fram fer á vegum Knattspyrnudeildar Fylkis.“

Telma Birgisdóttir, eigandi Tekk: „Hjartað í Árbæ, Selás, Ártúnsholti og Norðlingaholti slær með Fylki og það er ekki annað hægt en að hrífast með. Við bjóðum allt Fylkisfólk sérlega velkomið í verslun okkar í Skógarlindinni þar sem við heitum góðum móttökum.“

Finnur Kolbeinsson, eigandi Tekk: „Við hjá Tekk höfum í langan tíma stutt með mikilli gleði við starfsemi Knattspyrnudeildar Fylkis. Ég er alinn upp í Fylki og hér er okkur að gefast tækifæri til að styðja við öflugt og ábyrgt starf Fylkis fyrir hverfið ásamt því að vekja athygli allra landsmanna á Tekk og þeim fjölbreyttu vörum sem við hjá Tekk höfum upp á að bjóða.“

Myndir: Hulda Margrét. http://huldamargret.is

Páskanámskeið í dymbilviku fyrir iðkendur í 4-7. flokki

– Leynigestir úr meistaraflokkum Fylkis

– Páskaglaðningur í lok námskeiðs

– Iðkendur mæta með nesti

Yfirþjálfarar: Steinar Leó Gunnarsson og Kristján Gylfi Guðmundsson

 

Olivier Napiórkowski og Jón Ólafur Kjartansson hafa verið valdir á úrtaksæfingar með U16 ára landsliði drengja daganna 31.mars – 2.apríl næstkomandi.
Æfingarnar fara fram á Avis velli í Laugardal.

Olivier er fæddur 2009 og er eldfljótur vængmaður/bakvörður og miðjumaður með öflugan vinstri fót. Olivier hefur tekið þátt í leikjum meistaraflokks í vetur.

Jón Ólafur er fæddur árið 2009 og er mjög efnilegur markvörður sem leikur með 3. og 2. flokki félagsins.

Olivier Napiórkowski

Jón Ólafur Kjartansson

 

Arnór Steinsen Arnarsson, Karen Dís Vigfúsdóttir, Kári Gunnarsson og Kristín Birna Steinarsdóttir hafa verið valin í hæfileikamótun KSÍ og N1. Æfingarnar hjá stelpunum fara fram 26.-28.mars og æfingar hjá strákunum eru 31. mars – 2. apríl og eru æfingarnar inni í Miðgarði í Garðabæ. Öll ungmennin eru fædd árið 2011 og hafa leikið með 3. og 4.flokki í vetur. Arnór og Karen Dís eru sóknarmenn og miklir markaskorarar en Kári og Kristín Birna eru bæði efnilegir markverðir. Við óskum þeim innilega til hamingju.

Karen Dís Vigfúsdóttir, Kristín Birna Steinarsdóttir, Kári Gunnarsson og Arnór Steinsen Arnarsson

Karen Dís Vigfúsdóttir og Kristín Birna Steinarsdóttir

Kári Gunnarsson og Arnór Steinsen Arnarsson

Kári Gunnarsson

Arnór Steinsen Arnarsson

Kristín Birna Steinarsdóttir

Karen Dís Vigfúsdóttir

Ársreikningur knattspyrnudeildar Fylkis vegna ársins 2024 er jákvæður upp á sjö og hálfa milljón fyrir fjármagnsliði.

Tekjur deildarinnar voru 323 milljónir og hækkuðu um rúmar 43 milljónir króna á milli ára.

Hægt er að skoða ársreikninginn með því að fara inn á neðangreindaslóð á heimasíðu félagsins

 

https://fylkir.is/wp-content/uploads/2025/02/Arsreikn-knd-2024.pdf

Guðmar Gauti Sævarsson hefur verið valinn í lokahóp U17 ára landsliðs karla sem leikur í milliriðli í Póllandi daganna 17.-26.mars næstkomandi.
Guðmar kom við sögu í 13 leikjum meistaraflokks í fyrra, þar af fjórum í deild og einum bikarleik. Í ár hefur hann spilað fimm leiki í Reykjavíkurmóti og Lengjubikar og skoraði mark Fylkis gegn Val í janúar.
Þessi bráðefnilegi miðjumaður hefur vakið athygli erlendra liða og var á reynslu hjá Lyngby síðasta haust og Real Valladolid í þessum mánuði. Guðmar hefur spilað 13 landsleiki og skorað 3 mörk fyrir yngri landslið Íslands (U-15, U-16 og U-17) og verið lykilmaður í landsliði 2008 árgangsins.
Stefán Gísli valinn í U-19
 
Stefán Gísli Stefánsson hefur verið valinn í lokahóp U19 ára landsliðs karla sem leikur í milliriðli í Ungverjalandi daganna 17.-26.mars næstkomandi.
 
Stebbi er gríðarlega efnilegur varnar og miðjumaður sem hefur mest spilað í stöðu hægri bakvarðar og á fjölmarga yngri landsleiki að baki sem bakvörður. Stefán hefur alls spilað 17 landsleiki fyrir yngri lið Íslands.
 
Hann á að baki níu leiki fyr­ir Fylki í efstu deild og tvo bikarleiki. Stefán fór í byrjun árs á reynslu hjá Pafos á Kýp­ur og Wester­lo í Belg­íu.
 
Við óskum Stebba til hamingju með valið og hlökkum til að fylgjast með honum í þessu spennandi verkefni!

Guðmar Gauti Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Fylki. Hann framlengir samning sinn um eitt ár og er nú samningsbundinn út árið 2026. Guðmar Gauti sem fagnaði nýverið sautján ári afmæli sínu á alls að baki 18 leiki og 2 mörk fyrir Fylki.

Guðmar stimplaði sig inn í meistaraflokk Fylkis í fyrra og kom við sögu í 13 leikjum, þar af fjórum í deild og einum bikarleik. Í ár hefur hann spilað fimm leiki í Reykjavíkurmóti og Lengjubikar og skoraði mark Fylkis gegn Val í janúar.

Þessi bráðefnilegi miðjumaður hefur vakið athygli erlendra liða og var á reynslu hjá Lyngby síðasta haust. Guðmar hefur spilað 13 landsleiki og skorað 3 mörk fyrir yngri landslið Íslands (U-15, U-16 og U-17).

Guðmar fór einmitt á kostum með U-17 ára landsliðinu síðasta haust og skoraði meðal annars bæði gegn Norður Makedóníu og Eistlandi í undankeppni EM 2025.

Eru þetta frábær tíðindi fyrir félagið að Guðmar hafi framlengt samning sinn og verður einstaklega spennandi að fylgjast með honum í sumar.

Mynd: Hulda Margrét

Arnór Steinsen Arnarsson, Karen Dís Vigfúsdóttir, Kári Gunnarsson og Kristín Birna Steinarsdóttir hafa verið valin í hæfileikamótun KSÍ og N1. Æfingarnar hjá stelpunum fara fram miðvikudaginn 26. febrúar. Æfingar hjá strákunum fara fram 27. febrúar hjá og eru æfingarnar inni í Miðgarði í Garðabæ. Öll ungmennin eru fædd árið 2011 og hafa leikið með 3. og 4.flokki í vetur. Arnór og Karen Dís eru sóknarmenn og miklir markaskorarar en Kári og Kristín Birna eru bæði efnilegir markverðir. Við óskum þeim innilega til hamingju.

Karen Dís Vigfúsdóttir, Kristín Birna Steinarsdóttir, Kári Gunnarsson og Arnór Steinsen Arnarsson

Karen Dís Vigfúsdóttir og Kristín Birna Steinarsdóttir

Kári Gunnarsson og Arnór Steinsen Arnarsson

Kári Gunnarsson

Arnór Steinsen Arnarsson

Kristín Birna Steinarsdóttir

Karen Dís Vigfúsdóttir

 

 

Olivier Napiórkowski,  Aron Bent Hermannsson og Jón Ólafur Kjartansson hafa verið valdir til að taka þátt í æfingu og leik miðvikudaginn 12.febrúar og fimmtudaginn 13.febrúar 2025 með U-16 ára landsliði karla.

Æfingarnar fara fram í Miðgarði en leikirnir verða báðir spilaðir í Fífunni. 

Olivier er fæddur 2009 og er eldfljótur vængmaður/bakvörður og með öflugan vinstri fót. Olivier hefur tekið þátt í æfingaleikjum meistaraflokks í upphafi árs.

Aron Bent og Jón Ólafur eru fæddir árið 2009 og eru báðir mjög efnilegir markmenn sem leika með 3. og 2. flokki félagsins. Er þetta sérstakt ánægjuefni að Fylkir eignist upprennandi markmenn og er þetta til marks um öfluga þjálfun hjá Birni Metúsalem Aðalsteinssyni markmannsþjálfara yngri flokka og meistaraflokks karla, en Ólafur Kristófer Helgason og Júlía Huld Birkisdóttir hafa einnig verið valinn áður í yngri landslið Íslands.

Olivier Napiórkowski

Aron Bent Hermannsson

Jón Ólafur Kjartansson