Aðalfundur íþróttafélagsins Fylkis verður haldinn þriðjudaginn 20.maí 2025 kl. 19:30 í samkomusal Fylkishallar
Dagskrá:
-Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins
-Önnur mál
Aðalstjórn Fylkis
Aðalfundur íþróttafélagsins Fylkis verður haldinn þriðjudaginn 20.maí 2025 kl. 19:30 í samkomusal Fylkishallar
Dagskrá:
-Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins
-Önnur mál
Aðalstjórn Fylkis
Fjölskyldubingó á verkalýðsdaginn!
Fimleikadeild Fylkis býður til skemmtilegs fjölskyldubingós í Fylkisseli, Norðlingabraut 12, á morgun, fimmtudaginn 1. maí frá kl. 11:00 til 13:00.
Glæsilegir vinningar í boði og stemningin verður ekkert síðri!
🎟️ Fyrsta spjaldið kostar 1.000 kr.
➕ Auka spjöld á aðeins 500 kr.
Komdu með fjölskylduna og taktu þátt í þessari frábærri bingógleði!
Knattspyrnudeild Fylkis (Fylkir) hefur selt Stefán Gísla Stefánsson til Knattspyrnudeildar Vals.
Fylkir metur Stefán Gísla afar mikils og telur hann vera í hópi efnilegustu leikmanna Fylkis á þessum tímapunkti. Fylkir hefur staðið í samningaviðræðum vegna Stefáns Gísla undanfarna sex mánuði sem því miður skiluðu ekki þeirri niðurstöðu sem Fylkir hefur stefnt að, sem var nýr langtímasamningur við leikmanninn.
Fylkir er með skýra stefnu sem snýr að því að bjóða ungum, uppöldum leikmönnum sem ætlað er stórt hlutverk hjá Fylki langtíma samning áður en síðasta ár samnings rennur upp. Eðli máls samkvæmt geta leikmenn farið frá félaginu án endurgjalds í lok tímabils og jafnvel samið við önnur lið þegar sex mánuðir eru eftir af gildandi samning.
Mat Fylkis er, að í þessu tilfelli, sé hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum þar sem ljóst var að aðilar myndu ekki ná saman um nýjan samning.
Fylkir óskar Stefáni Gísla velfarnaðar í framtíðinni, jafnt utan sem innan vallar.
Spilað verður á Tekk vellinum í Árbænum næstu árin
Knattspyrnudeild Fylkis og Tekk húsgagnaverslun kynna með stolti útvíkkað samstarf sem meðal annars felur í sér að aðalvöllur Fylkis mun verða nefndur Tekk völlurinn næstu árin.
Tekk, sem hefur á undanförnum árum verið einn af aðalstyrktaraðilum Knattspyrnudeildar Fylkis, tekur nú að sér enn stærra hlutverk gagnvart Fylki en verið hefur.
Tekk var stofnað árið 1998 af bræðrunum Eyþóri og Finni Kolbeinssonum og eiginkonum þeirra, Elínu Maríu Sigurjónsdóttur og Telmu Birgisdóttur – fyrst undir nafninu Tekk Vöruhús. Núverandi eigendur Tekk eru hjónin Telma Birgisdóttir og Finnur Kolbeinsson. Finnur er uppalinn Árbæingur og lék á sínum tíma hátt í 300 leiki fyrir meistaraflokk Fylkis og var sigursæll fyrirliði Fylkis um margra ára skeið.
Ragnar Páll Bjarnason, formaður Knattspyrnudeildar Fylkis: „Við höfum átt frábært samstarf við Harald Leifsson og félaga hjá Würth á undanförnum árum sem við þökkum kærlega fyrir. Á sama tíma er það gríðarlega ánægjulegt að kynna enn víðtækara samstarf við Telmu og Finn hjá Tekk. Við erum sérlega stolt af því að þétta samstarfið við Árbæinga og Fylkisfólk eins og þau. Við leyfum okkur að taka þessu sem staðfestingu á því góða starfi sem fram fer á vegum Knattspyrnudeildar Fylkis.“
Telma Birgisdóttir, eigandi Tekk: „Hjartað í Árbæ, Selás, Ártúnsholti og Norðlingaholti slær með Fylki og það er ekki annað hægt en að hrífast með. Við bjóðum allt Fylkisfólk sérlega velkomið í verslun okkar í Skógarlindinni þar sem við heitum góðum móttökum.“
Finnur Kolbeinsson, eigandi Tekk: „Við hjá Tekk höfum í langan tíma stutt með mikilli gleði við starfsemi Knattspyrnudeildar Fylkis. Ég er alinn upp í Fylki og hér er okkur að gefast tækifæri til að styðja við öflugt og ábyrgt starf Fylkis fyrir hverfið ásamt því að vekja athygli allra landsmanna á Tekk og þeim fjölbreyttu vörum sem við hjá Tekk höfum upp á að bjóða.“
Myndir: Hulda Margrét. http://huldamargret.is
Páskanámskeið í dymbilviku fyrir iðkendur í 4-7. flokki
– Leynigestir úr meistaraflokkum Fylkis
– Páskaglaðningur í lok námskeiðs
– Iðkendur mæta með nesti
Yfirþjálfarar: Steinar Leó Gunnarsson og Kristján Gylfi Guðmundsson
Olivier Napiórkowski og Jón Ólafur Kjartansson hafa verið valdir á úrtaksæfingar með U16 ára landsliði drengja daganna 31.mars – 2.apríl næstkomandi.
Æfingarnar fara fram á Avis velli í Laugardal.
Olivier er fæddur 2009 og er eldfljótur vængmaður/bakvörður og miðjumaður með öflugan vinstri fót. Olivier hefur tekið þátt í leikjum meistaraflokks í vetur.
Jón Ólafur er fæddur árið 2009 og er mjög efnilegur markvörður sem leikur með 3. og 2. flokki félagsins.
Olivier Napiórkowski
Jón Ólafur Kjartansson
Arnór Steinsen Arnarsson, Karen Dís Vigfúsdóttir, Kári Gunnarsson og Kristín Birna Steinarsdóttir hafa verið valin í hæfileikamótun KSÍ og N1. Æfingarnar hjá stelpunum fara fram 26.-28.mars og æfingar hjá strákunum eru 31. mars – 2. apríl og eru æfingarnar inni í Miðgarði í Garðabæ. Öll ungmennin eru fædd árið 2011 og hafa leikið með 3. og 4.flokki í vetur. Arnór og Karen Dís eru sóknarmenn og miklir markaskorarar en Kári og Kristín Birna eru bæði efnilegir markverðir. Við óskum þeim innilega til hamingju.
Karen Dís Vigfúsdóttir, Kristín Birna Steinarsdóttir, Kári Gunnarsson og Arnór Steinsen Arnarsson
Karen Dís Vigfúsdóttir og Kristín Birna Steinarsdóttir
Kári Gunnarsson og Arnór Steinsen Arnarsson
Kári Gunnarsson
Arnór Steinsen Arnarsson
Kristín Birna Steinarsdóttir
Karen Dís Vigfúsdóttir
Ársreikningur knattspyrnudeildar Fylkis vegna ársins 2024 er jákvæður upp á sjö og hálfa milljón fyrir fjármagnsliði.
Tekjur deildarinnar voru 323 milljónir og hækkuðu um rúmar 43 milljónir króna á milli ára.
Hægt er að skoða ársreikninginn með því að fara inn á neðangreindaslóð á heimasíðu félagsins
https://fylkir.is/wp-content/uploads/2025/02/Arsreikn-knd-2024.pdf