Vegna væntanlegs óveðurs miðvikudaginn 5.febr munu allar æfingar falla niður.
Vegna væntanlegs óveðurs miðvikudaginn 5.febr munu allar æfingar falla niður.
Stefán Logi Sigurjónsson og Olivier Napiórkowski hafa verið valdir á leikstöðuæfingar með yngri landsliðum Íslands.
Knattspyrnusvið KSÍ mun dagana 28-29 janúar boða til leikstöðuæfinga fyrir varnarmenn. Um er að ræða tilraunaverkefni sem hefur verið í undirbúningi í nokkurn tíma. Á æfingunum verður eingöngu unnið með varnarleik auk þess að leikmenn þurfa að vinna verkefni milli æfinga tengt varnarleik.
Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari karla mun hafa umsjón með æfingunum ásamt landsliðsþjálfurum yngri landsliða. Fyrrum landsliðsmenn Íslands, Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson munu einnig þjálfa á æfingunum.
Stefán Logi er fæddur árið 2008 og leikmaður í 2.flokki. Stefán Logi tók þátt í æfingaleikjum meistaraflokks í lok síðasta árs. Þá var hann ónotaður varamaður í Mjólkurbikarleik gegn KR sumarið 2023 og lék tvo leiki með Elliða sl. sumar. Hann á 3 landsleiki að baki fyrir U-15 ára landslið Íslands. Stefán er kröftugur miðvörður sem getur einnig leyst fleiri stöður á vellinum.
Olivier er fæddur árið 2009 og því enn í 3.flokki hefur æft með meistaraflokki í upphafi nýs tímabils og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í sigri á Fram nú í janúar. Hann hefur verið í æfingahópi hjá U-16 ára landsliði Íslands. Olivier er eldfljótur vængmaður/bakvörður með öflugan vinstri fót.
Stefán Logi Sigurjónsson
Olivier Napiórkowski
Meistaraflokkur karla Fylkis var með uppboð á tveimur árituðum treyjum frá @orrioskarsson á Herrakvöldi Fylkis.
Fylkisfjölskyldan fékk þær hræðilegu fréttir um jólin að einn af okkar strákum hafi látið lífið í hörmulegu bílslysi á Ítalíu þann 26.des. Hann Maciej Andrzej Bieda var frábær Fylkismaður, Árbæingur og drengur góður. Stofnaður hefur verið styrktarsjóður fyrir fjölskyldu hans og ágóðinn af annarri treyjunni rennur óskertur í hann.
Ágóðinn af hinni treyjunni mun fara í Indriðasjóð. Indriði Einarsson, var bráðkvaddur árið 1992 en hann var leikmaður meistaraflokks Fylkis. Í kjölfar andláts Indriða heitins var stofnaður sjóður til minningar um hann sem hefur þann tilgang að styrkja efnilega iðkendur Fylkis sem koma frá efnaminni heimilum. Samtals söfnuðust 500 þúsund krónur fyrir treyjurnar tvær. Meistaraflokkur karla vill þakka @orrioskarsson fyrir treyjurnar og einnig @bjornbragi fyrir að sjá um uppboðið.
Við erum öll í sama liðinu 🧡
Kveðja MFL KK
Stefán Gísli Stefánsson leikmaður Fylkis hefur í byrjun ársins verið á reynslu í Belgíu hjá Westerlo og hjá Pafos í Kýpur. Stefán lék leiki með U21 og U23 ára liði Westerlo í síðustu viku en er nú farinn yfir til Kýpur.
K.V.C. Westerlo leikur í efstu deild í Belgíu þar sem liðið endaði í 11.sæti á síðustu leiktíð en situr nú í 13. sæti. Pafos FC leikur í efstu deild í Kýpur þar sem liðið endaði í 5. sæti á síðustu leiktíð en situr nú í 2. sæti deildarinnar.
Stefán Gísli sem verður 19 ára á árinu er að upplagi miðjumaður en hefur spilað mest sem hægri bakvörður undanfarin tvö ár. Stefán hefur spilað 22 leiki og skorað 1 mark fyrir meistaraflokk Fylkis og hefur leikið 17 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Við hlökkum til að fylgjast með Stefáni Gísla áfram og fögnum því að leikmenn okkar fái að spreyta sig erlendis.
Frítt að æfa handbolta í janúar
Eyþór Aron Wöhler hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fylki. Það er okkur Fylkisfólki mikið fagnaðarefni að hafa náð samkomulagi við Eyþór sem við sjáum sem mikilvæga viðbót við öflugan leikmannahóp okkar sem mun gera atlögu að því að komast beint í deild þeirra bestu aftur.
Eyþór, sem er framherji, á að baki 136 leiki og 22 mörk í meistaraflokki. Eyþór lék með KR á síðustu leiktíð en hefur einnig leikið með Breiðabliki, HK, ÍA og Aftureldingu. Eyþór verður 23 ára í lok mánaðar og er uppalinn í Aftureldingu en hann gekk til við ÍA og lék með Skagamönnum í efstu deild tímabilin 2021 og 2022.
Eyþór færði sig yfir til Breiðabliks fyrir tímabilið 2023, en lék seinni hluta þess tímabils á láni hjá HK. Fyrir leiktíðina 2024 skipti hann svo yfir í KR. Eyþór á að baki 15 landsleiki og 4 mörk fyrir yngri landslið Íslands.
„Ég er afar sáttur með að ganga í raðir Fylkismanna á þessum tímapunkti. Hér í Árbænum er allt til staðar og ég mun gera allt til þess að standa mig vel í appelsínugulu treyjunni á næstu árum” var haft eftir Eyþóri við þessi tíðindi.
Herrakvöld Fylkis hefur skipað fastan sess í félagslífi Fylkismanna. um áraraðir. Meistari Gísli Einarsson mun sinna veislustjórn og annast málverkauppboð, Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands ávarpar samkomuna og Björn Bragi sem fór einmitt á kostum á síðasta Herrakvöldi Fylkis mun skemmta mannskapnum ásamt því að Gunni Óla kemur með frábært tónlistaratriði.
Miðasala hér:
Herrakvöld Fylkis 2025 | Stubbur