, , ,

Ólafur Kristófer og Ísold Klara íþróttafólk Fylkis 2022 !

 
Þau Ólafur Kristófer Helgason og Ísold Klara Felixdóttir voru krýnd íþróttakarl og íþróttakona Fylkis við hátíðlega athöfn á gamlársdag !
 
Ólafur Kristófer Helgason – Fótbolti
 
Óli átti magnað tímabil og fékk á sig fæst mörk allra í Lengjudeildinni þegar liðið fór upp um deild. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar á Hringbraut sem fjallaði um deildina en var einnig kosinn besti og efnilegasti leikmaður knattspyrnudeildar Fylkis. Þá var hann valinn í U21 ára landsliðið og til vara í A-landslið.
 
Óli er frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur félagsins
 
Ísold Klara Felixdóttir – Karate
 
Ísold tók þátt í smáþjóðamótinu í Karate sem var haldið í Liechtenstein dagana 23. – 25. September 2022 og vann tvo flokka á mótinu og er því tvöfaldur smáþjóðameistari bæði í -68 kg og -61 kg flokki.
 
Ísold hefur æft hjá karatedeildinni síðan hún var 11 ára gömul. Ísold er keppnismanneskja hjá Karatedeild Fylkis og lykilþjálfari. Hún er í landsliðiðinu og hefur verið keppnismanneskja í fremstu röð hér á landi undanfarinn ár.
 
Ísold sér um allt félagstarf innan deildarinnar og gerir það af miklum sóma. Hún er hvers manns hugljúfi sem hvetur okkur hin til að gera betur.
 
Því miður var Ólafur Kristófer ekki viðstaddur afhendinguna !
 
Við óskum þeim til hamingju með valið !