

Stefán Gísli Stefánsson leikmaður Fylkis hefur í byrjun ársins verið á reynslu í Belgíu hjá Westerlo og hjá Pafos í Kýpur. Stefán lék leiki með U21 og U23 ára liði Westerlo í síðustu viku en er nú farinn yfir til Kýpur.
K.V.C. Westerlo leikur í efstu deild í Belgíu þar sem liðið endaði í 11.sæti á síðustu leiktíð en situr nú í 13. sæti. Pafos FC leikur í efstu deild í Kýpur þar sem liðið endaði í 5. sæti á síðustu leiktíð en situr nú í 2. sæti deildarinnar.
Stefán Gísli sem verður 19 ára á árinu er að upplagi miðjumaður en hefur spilað mest sem hægri bakvörður undanfarin tvö ár. Stefán hefur spilað 22 leiki og skorað 1 mark fyrir meistaraflokk Fylkis og hefur leikið 17 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Við hlökkum til að fylgjast með Stefáni Gísla áfram og fögnum því að leikmenn okkar fái að spreyta sig erlendis.
Eyþór Aron Wöhler hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fylki. Það er okkur Fylkisfólki mikið fagnaðarefni að hafa náð samkomulagi við Eyþór sem við sjáum sem mikilvæga viðbót við öflugan leikmannahóp okkar sem mun gera atlögu að því að komast beint í deild þeirra bestu aftur.
Eyþór, sem er framherji, á að baki 136 leiki og 22 mörk í meistaraflokki. Eyþór lék með KR á síðustu leiktíð en hefur einnig leikið með Breiðabliki, HK, ÍA og Aftureldingu. Eyþór verður 23 ára í lok mánaðar og er uppalinn í Aftureldingu en hann gekk til við ÍA og lék með Skagamönnum í efstu deild tímabilin 2021 og 2022.
Eyþór færði sig yfir til Breiðabliks fyrir tímabilið 2023, en lék seinni hluta þess tímabils á láni hjá HK. Fyrir leiktíðina 2024 skipti hann svo yfir í KR. Eyþór á að baki 15 landsleiki og 4 mörk fyrir yngri landslið Íslands.
„Ég er afar sáttur með að ganga í raðir Fylkismanna á þessum tímapunkti. Hér í Árbænum er allt til staðar og ég mun gera allt til þess að standa mig vel í appelsínugulu treyjunni á næstu árum” var haft eftir Eyþóri við þessi tíðindi.
Bjarki Steinsen Arnarsson hefur samið við Fylki til næstu tveggja ára. Bjarki sem verður tvítugur á þessu ári er uppalinn Fylkismaður en gekk í raðir FH sumarið 2022. Hann spilaði ekki leik fyrir meistaraflokk FH en hefur verið ónotaður varamaður í Bestu deildinni. Bjarki lék 7 leiki fyrir meistaraflokk Fylki í Lengjubikar og Reykjavíkur árið 2022. Þá hefur Bjarki verið valinn í æfingahóp yngri landsliða.
“ Það er frábært að vera komin heim aftur í Fylki. Mér líst gríðarlega vel á leikmannahópinn og þjálfarateymið og ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili “ sagði Bjarki um tíðindi dagsins.
Bergljót Júlíana Kristinsdóttir er 19 ára markmaður sem kemur til Fylkis frá KR en er uppalin í Val. Hún hefur spilað 46 leiki í meistaraflokki fyrir KR og KH.
Ásdís Þóra Böðvarsdóttir
Bergljót Júlíana Kristinsdóttir
Júlía Huld Birkisdóttir og Margrét Lind Zinovieva hafa verið valdar til úrtaksæfinga U16- ára landsliðs kvenna. Æfingarnar fara fram í Miðgarði dagana 15. og 16. janúar undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara U16 kvenna.
Báðar stúlkur eru fæddar árið 2009 og eru lykilmenn í 3.flokki félagsins og hafa æft með meistaraflokki í vetur.
Júlía er öflugur markvörður og Margrét útsjónarsamur miðjumaður en báðar hafa verið valdar í landslið áður.
Óskum við þeim innilega til hamingju
Fylkir hefur samið við Guðrúnu Þóru Geirsdóttir til tveggja ára. Guðrún Þóra er Húsvíkingur og hefur leikið 75 leiki í öllum keppnum og skorað í þeim 10 mörk. Hún byrjaði meistaraflokksferill sinn hjá Völsungi en skipti yfir í Selfoss 2021 þar sem hún spilaði í Bestu deildinni og síðan í Lengjudeildinni 2024. Guðrún Þóra er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst ýmsar stöður á vellinum.
„Við erum gríðarlega ánægð með að hafa náð að semja við Guðrúnu Þóru, hún á vafalaust eftir að styrkja okkar lið í komandi átökum“ sagði Bjarni Þórður Halldórsson þjálfari meistarflokks kvenna hjá Fylki.
#besta2026
#árbæjarinsbesta
Rebekka Rut Harðardóttir og Birna Kristín Eiríksdóttir hafa framlengt samninga sína við Fylki til tveggja ára.
Rebekka Rut er uppalin í Árbænum og hefur spilað í gegnum alla yngri flokka félagsins. Rebekka sem verður tvítug á næsta ári er efnilegur markmaður sem á að baki 11 leiki fyrir meistaraflokk Fylkis. Hún mun nú fá stærra hlutverk eftir brotthvarf Tinnu Brár Magnúsdóttur og verður mjög spennandi að fylgjast með henni næsta sumar.
Birna Kristín sem einnig er uppalinn leikmaður verður 25 ára á næsta ári. Hún hefur spilað 57 leiki og skorað 6 mörk fyrir Fylki í öllum keppnum, en fyrsti leikur Birnu fyrir félagið var í Pepsi deildinni árið 2016. Þá hefur hún einnig leikið með Haukum og Fram þar sem hún lék á láni á síðustu leiktíð. Er mjög ánægjulegt að sjá að Birna haldi tryggð við Fylki þrátt fyrir áhuga marga annarra liða.
Rebekka Rut Harðardóttir
Birna Kristín Eiríksdóttir
Olivier Napiórkowski hefur verið valinn til þátttöku í úrtaksæfingum U-16 ára landsliðs karla
Æfingarnar fram dagana 13. – 15.janúar 2025 í Miðgarði í Garðabæ undir stjórn Lúðvíks Gunnarssonar landsliðsþjálfara U-16 karla.
Olivier er fæddur 2009 og er eldfljótur vængmaður/bakvörður með öflugan vinstri fót. Olivier hefur tekið þátt í æfingaleikjum meistaraflokks í lok árs.
Guðmar Gauti Sævarsson og Stefán Logi Sigurjónsson leikmenn Fylkis hafa verið valdir til þátttöku í úrtaksæfingum U-17 ára landsliðs karla. Báðir drengir eru fæddir 2008 og spilar Guðmar oftast sem miðjumaður en Stefán sem varnarmaður.
Æfingarnar fara fram dagana 7. – 9.janúar 2025 í Miðgarði í Garðabæ undir stjórn Lúðvíks Gunnarsson, landsliðsþjálfara U17 karla.
Guðmar Gauti stimplaði sig inn í meistaraflokk félagsins í ár og kom við sögu í 13 leikjum Fylkis á síðustu leiktíð. Hann hefur spilað 13 landsleiki og skorað 3 mörk fyrir yngri landslið Íslands (U-15, U-16 og U-17)
Stefán Logi hefur tekið þátt í æfingaleikjum meistaraflokks nú í lok árs. Þá var hann ónotaður varamaður í Mjólkurbikarleik gegn KR sumarið 2023. Hann á 3 landsleiki að baki fyrir U-15 ára landslið Íslands.