, ,

Frábær árangur á Norðurlandamóti

Um helgina var NM í karate haldið á Íslandi.
 
Landslið Íslands skellti í stóran hóp og þar á meðal voru Fylkisfólkið Ólafur Engilbert Árnason, Samuel Josh M. Ramos, Ísold Klara Felixdóttir Nökkvi Snær Kristjánsson, Karen Thuy Duong Vu, Guðmundur Týr Haraldsson og Filip Leon Kristófersson.
 
Sammi sigraði sinn flokk og er það í fyrsta sinn síðan 1989 þar sem Ísland á gull í kumite senior!🥇
 
Karen átti glæsilegar viðureignir og fékk 2 sæti í junior🥈
 
Óli átti mjög góða bardaga eins og svo oft áður og fékk brons í sínum senior flokki 🥉
 
Ísold endaði með bronsið í sínum senior flokki🥉
 
Filip fékk brons í sínum cadet flokki og svo silfur í mixed liðakeppni með Prins, Eðvarð, Emblu og Emilý🥈
 
Nökkvi og Gummi stóðu fast á sínu í sínum bardögum. Nökkvi steig aftur inn á mottuna eftir að hafa ekki keppt í um 2 ár!
 
Við erum svo stolt af þessum og öllum sem kepptu með landsliðinu í þessu verkefni.
Til hamingju öll!