3.Flokkur karla Íslandsmeistarar C-liða
Strákarnir okkar í 3.flokki karla gerðu sér lítið fyrir og urðu um liðna helgi Íslandsmeistarar C-liða eftir frábæran 2-1 sigur á Þór á Wurth vellinum fyrir framan fjölmarga áhorfendur. 
Stákarnir áttu vægast sagt frábært sumar en þeir sigurðu alla sína leiki á Íslandsmótinu sem er algjörlega stórkoslegur árangur, 14 leikir – 14 sigrar og Íslandsmeistaratiltill. 
Þjálfarar flokksins eru þeir Steinar Leó Gunnarsson, Kristján Gylfi Guðmundsson & Hrannar Leifsson. 






